Mánudagur 27. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Hrollvekjan Kristrún

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, er á hraðri leið til æðstu metorða á Íslandi. Undir hennar stjórn hefur Samfylkingin lokið píslargöngu sinni undir svipuhöggum óánægðra kjósenda. Flokkur hennar mælist nú sá stærsti á Íslandi eins og gerðist í árdaga flokksins þegar Össur Skarphéðinsson formaður halaði inn rúmlega 32 prósenta fylgi.

Kristrún er sannkölluð hrollvekja Sjálfstæðisflokksins. Upprisa Samfylkingar er áhyggjuefni fyrir flokksmenn sem glíma við þann vanda að Bjarni Benediktsson formaður hefur glatað að mestu æskuljómanum sem stjórnmálamaður og virðist vera bæði langþreyttur og leiður. Stöðugt er barið á honum fyrir ólátabelginn föður hans, sem ásælist gjarnan ríkiseigur á borð við banka. Á hliðarlínunni í flokknum bíða ráðherranir Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hreppti 40 prósent atkvæða í formannslagnum, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður og krónprinsessa flokksins.

Staða Kristrúnar innan Samfylkingar markar í senn upprisu og kynslóðaskipti í flokknum. Við hlið hennar er sá baráttuglaði Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður sem er ófeiminn við að velgja ríkisstjórnarflokkum undir uggum. Það eru spennandi tímar framundan …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -