Klausturkarl tekur slaginn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það stefnir í fjör hjá Miðflokknum  í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Oddviti flokksins þar er Birgir Þórarinsson alþingismaður. Hann hefur þótt hæglátur og hefur sig lítið í frammi sem gefur nýjum mönnum sóknarfæri í kjördæminu. Fréttablaðið fullyrðir að Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og einn Klausturkarlanna svokölluðu, stefni á fyrsta sætið. Samkvæmi þingmannanna á Klausturbar einkenndist af kvenfyrirlitningu. Karl Gauti átti sterka innkomu þar og líkti formanni sínum, Ingu Sæland, við grenjuskjóðu sem gæti ekki stjórnað.  Þá kallaði hann Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks,  „galna kerlingarklessu“. Karl Gauti komst á þing undir fána Flokks fólksins en komst í ónáð Ingu, formanni FF, þegar hleranir Báru frá Klausturbar voru opinberaðar. Karl Gauti var rekinn úr flokknum og engum að óvörum gekk hann nokkru síðar í Miðflokkinn og vill nú meiri áhrif þar …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -