• Orðrómur

Óli Björn hættur að tvístíga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óvissa hefur verið um hríð varðandi áform Óla Björns Kárasonar alþingismanns um framboð í haust. Óli Björn er sagður þreyttur á áhrifaleysi sínu innan Sjálfstæðisflokksins en hann er einn þeirra miðaldra karla sem ekki hafa fengið ráðherrastól þrátt fyrir einlægan vilja til þess. Hermt var að Óli Björn vildi jafnvel færa sig frá Reykjaneskjördæmi, þar sem hann dinglar fjarri forystusæti, og gefa kost á sér í oddvitaskarð  Kristjáns Þórs Júlíussonar í Norðausturkjördæmi þar sem kona hans á rætur. Óli Björn þykir vera djúphugsandi hægripólitíkus en á að baki afar sársaukafulla sögu í viðskiptum. Nú hefur hann tekið af skarið og óskar eftir 2. sæti í Kraganum þar sem hin vinsæla Bryndís Haraldsdóttir er við fótskör Bjarna Benediktssonar formanns og leiðtoga kjördæmisins. Óljóst er hvaða fylgi Óli Björn hefur til áframhaldandi þingmennsku …

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Haraldur mun fara í fýlu

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, stendur í hörðum slag um oddvitasæti sitt í Norðvesturkjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir...

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Óli Björn krefst ráðdeildar

Óli Björn Kárason alþingismaður vonast til að ná endurkjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi....

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -