Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Snilld Andra Freys

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisútvarpið þótti vera afar slakt um hátíðarnar með endurtekið efni eða varla boðlegt. Undantekningin frá þessu var heimildarmyndin um kúrekasöngvarann Johnny King, öðru nafni Jón Odd Víkingsson. Útvarpsstjarnan Andri Freyr Viðarsson átti hugmyndina að myndinni og tók flest viðtölin. Nokkur ár tók að gera myndina.

Frægðarsól Johnny King reis hæst þegar hann var í samstarfi við Hallbjörn Hjartarson sem kom Skagaströnd á kortið en var undir lok æviskeiðs síns dæmdur fyrir að níðast kynferðislega á barnabörnum sínum. Hallbjörn kom við sögu í þættinum og var Johnny spurður um afbrot hans. Hann neitaði að setjast í dómarasæti og sagðist aldrei hafa séð þessa hlið á á Hallbirni. Þar við sat.

DV tók upp málið á þeim grundvelli að verið væri að hampa dæmdum barnaníðingi í sjónvarpi allra landsmanna og það á sjálfan jóladag og vitnar til þess sem Sigríður Jónsdóttir skrifar.

„Sjónvarpsdagskrá RÚV að kvöldi jóladags. Þátturinn fjallar töluvert um gamlan barnaperra, minnist reyndar á glæpi karlsins og dóminn sem hann hlaut en svo kemur gerendameðvirkur vinur hans og toppar dagskrárgerðina. Ég hugsa til þolendenna. Þetta er varla sérlega jólaleg dagskrá fyrir þá.“

Aðrir netverjar koma myndinni til varnar og benda á að í henni séu lagðar krefjandi spurningar fyrir Johnny um glæpi Hallbjörns.

Reyndin er sú að ekki var reynt að slá striki yfir glæpi Hallbjarnar sem auðvitað kemur við sögu. Lífshlaupi kúrekans, sem um tíma bjó í hjólhýsi, er gerð góð skil. Myndin  er með því allra besta sem sjónvarpið hefur boðið upp á og öllum  aðstandendum til sóma. Myndin lýsir ekki síst snilld Andra Freys við að ná utan um viðfangsefni sitt …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -