Sunnudagur 8. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Stefán hættir í janúar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri gaf það út fyrir nokkrum misserum að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu þegar skipunartími hans rennur út. Samkvæmt því mun hann hætta í janúar næstkomandi þegar hann hefur setið í fimm ár.

Fjöldi vandamála stofnunarinnar eru rakin til hans. Mikil óstjórn er á dagskrá allra miðla Ríkisútvarpsins þar sem hver endurtekningin rekur aðra og metnaðarleysið er nánast algjört. Sama er uppi á teningnum á fréttastofu RÚV þar sem stefnan er lítt skiljanleg. Þá vofir yfir Rílkisútvarpinu Símamál Páls Steingrímssonar skipstjóra. Starfsmenn Ríkisútvarpins eru grunaðir um að hafa átt aðild að ráni á síma skipstjórans og að hafa brotið hann upp á vinnustað sínum til að miðla upplýsingum til annarra fjölmiðla. Stefán er ábyrgur ef sök sannast.

Staðan er sérstaklega súr í því ljósi að almenningur er skikkaður til að greiða áskrift að fyrirbærinu sem breyst hefur á undanförnum vikum í íþróttamiðil, fáum til gleði og mörgum til ama.

Víst er að það er ekki aðeins Stefán sjálfur sem vill hætta. Hermt er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé lítt hrifin af ástandinu hjá RÚV og leiti að arftaka Stefáns til að rétta af ímynd og frammistöðu RÚV. Þá er horft til þess að hreinsa út úr stjórn RÚV.

Hvíslað er um að Stefán ali með sér þann draum að verða þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi. Það veltur þó á viðskilnaði hans hjá RÚV hvort honum tekst að krækja sér í þingmannssæti og þar með lifibrauð …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -