Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Þögnin um Wessman

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir sagði í samtali við RÚV í vikunni að sú aðferð stjórnenda fyrirtækja að þegja af sér mál sé hverfandi hér á landi. Mörg fyrirtæki hafi ákvæði i stefnu sinni um að hægt sé að víkja fólki frá ef orðspori þeirra er teflt í tvísýnu. Hún segir jafnframt að stefna stjórnenda að þegja málin í hel sé á undanhaldi þegar hún ræðir um kynferðisbrotamál sem hafa verið til umræðu. Miðaldra, naktir menn í heitum potti fengu að finna fyrir því og allir sem að málinu komu fóru yfir siðferðisleg mörk og viðmið sem nú eru uppi.
Róbert Wessman, hjá Alvotech og Alvogen, sendi fyrrum samstarfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra morðhótanir í tugum textaskilaboða þegar honum mislíkaði eiðsvarnar yfirlýsingar þeirra fyrir dómi. Forstjórinn var þá sagður í flugvél og stóðu árásirnar yfir í 19 klukkustundir í fjölda ógnandi skilaboða. Það var fyrst þegar fjölmiðlar fréttu af málinu á síðasta ári að Wessman baðst afsökunar og sagði þetta hafa verið mistök sín. En hann hefur verið sakaður um fleiri brot í starfi. Meðal annars er hann sagður hafa ráðist drukkinn á háttsetta stjórnendur fyrirtækja sinna með hnefahöggum og frasinn „kýlingaleikur“ var kynntur til sögunnar. Í tilfelli Róberts virðast meint brot hans öll vera gagnvart karlmönnum en þar kann siðferðisþröskuldur að vera annar í opinberri umræðu.

Stjórnarmenn fyrirtækjanna tóku málið til skoðunar og sögðu ekkert athugavert við háttsemi Róberts og ákveðið var að þagga málið niður. Íslenskir fjölmiðlar hafa tekið fullan þátt í þögguninni og haldið sig við fréttir af kampavínsframleiðsu kappans eða annað innihaldslítið hjal. Á þessu ári er talið viðbúið að vitni stígi fram fyrir dómi og staðfesti árásir og aðrar ásakanir á hendur Róberti sem sjálfur hefur verið á flótta undan fjölmiðlum og tjáir sig ekki um ásakanirnar.
Hann hefur lofað að skapa mikið af störfum fyrir land og þjóð og að fyrirtæki hans verði stærri en íslenski sjávarútvegurinn. Mikilvægi hans fyrir Ísland sé einfaldlega svo mikið að ekki verði hróflað við honum. Hann sé í raun „Too big to fail“ eins og stundum er sagt í viðskiptum og þögnin ein ríkir um framferði hans …

Fyrirvari. Uppfært 13. júní 2022: Ritstjóri Mannlífs, vinnur að heimildarbók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrum samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -