Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þórður og klámkarlinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Kjarnans, er í aðalhlutverki í kosningabaráttunni um þessar mundir. Samfylking er að missa kjósendur vegna daðurs hans við barnaníð og kvenhatur í bloggfærslum þegar hann var á þrítugsaldri. Færslurnar lýsa sjúkum hugarheimi, siðferðisbresti og heimsku. Þær eru fleiri en svo að þær geti verið réttlætanlegar.

Samfylkingunni blæðir vegna frambjóðanda síns. Fólk skiptist í þá hópa að fordæma manninn ýmist eða hefja hann upp til skýjanna. Meðal þeirra öflugustu í bakvarðasveit Þórðar er Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, sem telur að með níðskrifunum hafi aðeins verið ungur maður á máta sig við hættulegar hugmyndir og vill fyrirgefa honum. Kristrún Frostadóttir formaður fordæmdi skrif Þórðar en fyrirgefur sínum manni og telur að hann eigi að fá annað tækifæri. Hún hefur lagt til að fólk striki yfir þá frambjóðendur á kjörseðli sem þeim líkar ekki við. Sú aðferð er ein þeirra leiða sem fólk er að skoða til að hreinsa Samfylkinguna af óþverranum sem fylgir frambjóðandanum.

Þórður Snær hefur á seinni árum látið sem hann sé jafnréttissinni og stuðningsmaður kvenna til jafnréttis. Rifjað hefur verið upp að á sínum tíma var hann á meðal þeirra sem hröktu Ágúst Ólaf Ágústsson úr hluthafahópi Kjarnans eftir að hann hafði áreitt blaðakonu miðilsins. Klámkarlinn meinti missti í framhaldinu þingsæti sitt. Þórður Snær tók einnig sæti í stjórn UN Women á meðan níðskrif hans um konur voru sem tifandi tímasprengja í myrkviðum internetsins og biðu þess að koma upp á yfirborðið.

Óljóst er hvernig Þórðarmálinu lyktar en hann hefur dregið sig til baka úr umræðunni og afboðað sig í hlaðvarpsviðtal eftir að hafa iðrast og beðist vægðar vegna þess að hann hafi verið barn þegar hann skrifaði hroðann. Skrifin áttu sér meðal annars stað þegar hann var 27 ára. Margir fyrrverandi stuðningsmanna hans vilja að hann sýni þann manndóm að draga sig í hlé frá framboðinu áður en fleiri mál koma upp á yfirborðið sem undirstriki enn frekar karlrembu hans og kvenfyrirlitningu …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -