Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Umdeild Þórdís Kolbrún vill meira

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orðrómur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála og iðnaðar, ætlar að bjóða sig fram í norðvesturkjördæmi eftir ár. Þórdís er varaformaðir Sjálfstæðisflokksins og var lengi vel ein af helstu vopnarstjörnum hans. Fræg mynd af henni á kostuðu smitdjammi með áhrifavaldinum Evu Laufey Hermannsdóttur og öðrum vinkonum sínum varð til þess að ímynd hennar snarversnaði.  Afsökunarbeiðni hennar eða óljós játning um mistök breytir litlu í þeim efnum.

Við bætist að ferðaþjónustan, sem heyrir undir ráðherrann, er í rúst vegna veirunnar. Margir ferðaþjónar telja að ríkisstjórnin hafi með aðgerðum sínum valdið stærri vanda en sjálf veiran. Stóriðjan, sem er líka á borði ráðherrans, glímir einnig við mikinn vanda. Þórdís Kolbrún gefur þó ekkert eftir og tekur slaginn hiklaust og vill meira. Í viðtali við Morgunblaðið um helgina segist hún ætla að halda áfram og sækjast eftir endurnýjuðu umboði í næstu kosningum.

Í norðvesturkjördæmi er Haraldur Benediktsson fyrir á fleti sem fyrsti þingmaður kjördæmisins og óvíst að hann vilji draga sig í hlé í þágu Þórdísar Kolbrúnar sem er fimmti þingmaður kjördæmisins. Reikna má með áhugaverðum slag þeirra tveggja um efsta sætið. Haraldur er vinsæll og vel látinn en hefur ekki fengið stöðu í flokknum í samræmi við þann styrk sinn sem fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Víst er að dómgreindarbresturinn og örlög ferðaþjónustunnar geti orðið henni erfið í kosningabaráttunni en á móti kemur að Þórdís Kolbrún býr yfir glæsileika og pólitískum þokka sem mun hjálpa í þeirri brekku sem er framundan hjá henni…

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -