Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Á réttvísi eitthvað skylt við réttlæti?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari 27. tbl. Mannlífs 2019

Gyðja réttlætisins er blind og heldur á vogarskálum til marks um að hún sé hlutlaus. Allir vita samt að vogarskálarnar eru skakkar, á þær hefur verið hlaðið lóðum gildismats samfélagsins. Algert hlutleysi er ekki og verður aldrei til. Hvergi er þetta jafnaugljóst og í kynferðisbrotamálum. Lengi trúðu menn því að konur og börn kölluðu yfir sig ofbeldi með því að vera tælandi. Sumum finnst líka einstaklega rökrétt að konur móðgist eða iðrist að loknu kynlífi með karlmönnum og ljúgi þess vegna á þá ofbeldi bara til að réttlæta að hafa skroppið í rúmið með þeim. Þessar skoðanir væru út fyrir sig meinlausar ef þær næðu ekki að lita réttarhugmyndir dómstóla og endurspeglast iðulega í dómum.

Setjum upp dæmi: Jón vinnur stóra upphæð í happdrætti og fer út á lífið til að halda upp á það. Þar hittir hann Gunna, algerlega ókunnugan mann, það fer vel á með þeim og þeir drekka saman. Jón býður svo Gunna heim en uppgötvar þegar hann fer að happdrættispeningarnir eru horfnir. Hann hringir á lögregluna og Gunni er strax handtekinn. Hann játar greiðlega að hafa tekið peningana en segir að Jón hafi gefið sér þá. Jón þverneitar að svo hafi verið og fær ýmsa til að bera vitni um að hann hafi þegar verið búinn að ákveða hvernig ætti að ráðstafa peningunum og að slíkt örlæti sé ákaflega ólíkt honum. Hver haldið þið að niðurstaðan verði fyrir rétti? Er líklegt að dómari dæmi Gunna peninga? Nei, það er ekki líklegt en ef Jón hefði verið Jóna og Gunni nauðgað henni hefði sennilega ekki verið talið hægt, gegn fullyrðingu hans um hennar samþykki, að dæma hann. Jafnvel þótt ýmsir bæru vitni um að hún hafi verið í miklu uppnámi þegar lögreglan kom, sýnt merki áfallastreitu eftir þetta og væri mjög ólíkleg til að samþykkja skyndikynni.

„Nei, það er ekki líklegt en ef Jón hefði verið Jóna og Gunni nauðgað henni hefði sennilega ekki verið talið hægt, gegn fullyrðingu hans um hennar samþykki, að dæma hann.“

Ýmsir lærðir lögfræðingar hafa varið réttarríkið með þeim rökum að víst geti verið að Gunni hafi verið sekur en betra sé að ótal sekir menn sleppi en einn saklaus sitji í fangelsi. Jónu vanti sönnunargögn. En ef hlutverk dómstóla er að útdeila réttlæti er augljóst að aðeins annar aðilinn nýtur sanngirni. Er ekki tími kominn til að báðir njóti vafans? Í nýjasta tölublaði 19. júní er mjög áhugaverð grein um uppbyggilega réttvísi. Hún snýst um að brotamaðurinn sé dæmdur til að taka ábyrgð á gerðum sínum. Ekki endilega með fangelsisdómi heldur með því að horfast í augu við afleiðingarnar, viðurkenna brot sitt og leitast við að bæta þolandanum skaðann. Þetta er úrræði er áhugaverð og skynsamleg leið og vel fær. Þess vegna er óskandi að fleiri leggist á árar til að fá menn til að skoða hana í stað þess að hamra ætíð á því að reglur réttarríkisins leyfi ekki réttlæti. Það er ekki í lagi að sekir menn gangi lausir og aðrir þjáist fyrir það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -