Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Að læknast af kvenhatri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Eftir / Elísabetu Ýri Atladóttur

Ágúst Ólafur Ágústsson ætlar sér að snúa aftur á þing, eftir að hafa tekið launalaust leyfi. Launalausa leyfið tilkynnti hann í desember 2018, í dramatískri Facebook-færslu þar sem hann útlistaði hvað hann ætti erfitt með áfengi og að hann ætlaði í meðferð – já, og að hann hafi verið örlítið óviðeigandi og reynt að kyssa konu án samþykkis hennar. Allt auðvitað misskilningur.

Fljótlega kom í ljós að þetta snerist ekki neitt um smávægilegan misskilning, heldur vísvitandi og ítrekaða kynferðislega áreitni sem hann sýndi blaðamanni Kjarnans eitt kvöld. Þegar hún neitaði honum brást hann ókvæða við. Niðurlægði hana fyrir að neita honum. Ekkert einfalt fyllirísraus, heldur skýr kynferðisleg áreitni.

Nema hann fór í meðferð! Áfengismeðferð. Gegn því að kynferðislega áreita? Merkilegt hversu oft það virðist vera nóg fyrir menn að fara í áfengismeðferð eftir að hafa beitt kynbundnu ofbeldi. Allir eiga svo að samþykkja þá sem betri menn fyrir vikið. Menn gætu fallið ef við erum of vanþakklát nefnilega. En því miður getur Ágúst varla snúið aftur á þing með það eitt í kladdanum að hafa farið í áfengismeðferð, þegar áfengið var aldrei vandamálið. Áfengi lætur menn ekki kynferðislega áreita. Kvenfyrirlitning gerir það. Áfengi lætur menn ekki niðurlægja konu fyrir að neita kynferðislegri viðreynslu hans. Kvenhatur gerir það.

Engin áfengismeðferð mun lækna karla af kvenfyrirlitningu. Það hefur aldrei gert það, en menn hafa notað það til þess að komast upp með brotin sem þeir fremja. Betri menn, því þeir eru ekki lengur fullir. Ágúst Ólafur snýr aftur á þing, edrú, og allir klappa honum á bakið fyrir árangurinn. En áfengi orsakar ekki kvenfyrirlitningu og kvenhatur. Það er miklu dýpra og flóknara menningarfyrirbæri sem gerir það. Við köllum það oft feðraveldið. Nauðgunarmenningu. Áfengi er hvorki afsökun né ástæða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Menn hata konur nefnilega ekkert minna þótt þeir séu edrú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -