Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Byltingin lifir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síðst

 

„MeToo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð – Segir hana lygasögu dóttur áhrifamanns“ var ein af fyrirsögnum fréttamiðla þegar aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra fór fram. Ari Alexander Magnússon leikstjóri hótar málsóknum gegn konu sem hann segir hafa „logið upp á“ 40 manna tökulið með #metoo-frásögn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir krefst þess að þolendur stígi fram svo hægt sé að meta hvort það hafi verið sanngjarnt að reka Atla Rafn fyrir brotin sem þær tilkynntu yfirmanni sínum. Annars sé byltingin til lítils og mannorð „eyðilagt fyrir lífstíð á vafasömum forsendum“.

Umræðan einkennist af óteljandi hugleiðingum og upphrópunum um mannorðsmorð, froðufellandi körlum sem hóta meiðyrðakærum, fréttum sem gefa í skyn „afhjúpun“ #metoo-frásagna. Konur eru látnar bera ábyrgð á æru kvalara sinna. Fólk í ábyrgðarstöðu gagnvart starfsfólki sínu er gagnrýnt fyrir að taka þá ákvörðun að reka mann sem var margsakaður um kynferðislega áreitni.

Er eitthvað nýtt hér? Umræðan er óhugnanleg, ömurleg og þolendaskammandi, en hún er eflaust ekki mikið öðruvísi en hún hefur áður verið. Umræðan um dómsmál Atla Rafns er ekki nýr vinkill á #metoo, einungis uppfull af háværum körlum sem hafa einhverjar vinsældir og svífast einskis í mannorðshvítþvotti hvers annars. Menn hafa lengi notað dómskerfið gegn konum sem segja of mikið og ógna stöðu þeirra. Konur eru oft í gíslingu endalausra dómsmála í mörg ár vegna þráhyggju karlanna sem vilja þagga niður í þeim.

Tvennt er þó skýrt. Niðurstaða í þessu dómsmáli verður fordæmisgefandi fyrir atvinnurekendur og konur í vinnu, og nú skiptir öllu máli að þær sem sögðu frá í #metoo finni fyrir stuðningi. Baráttan heldur áfram og það er ekki í boði að taka þetta hálfa leið. Mörgum þykir við hafa gengið of langt, en seinustu dagar hafa sýnt að við eigum langt í land. Byltingin lifir, svo lengi sem þörf er á.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -