Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Er eitthvað hægt að búa til í þessu landi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Sigga Heimis, vöruhönnuður

Stundum er eins og allt vinni á móti okkur. Við erum eyþjóð með ein hæstu laun heimsins. Hráefni er af skornum skammti og hér vex fátt enda landið hrjóstrugt og veðráttan óvinveitt. Við erum fámenn og slefum rétt upp í nokkur hundruð þúsund hræður. En hér að ofan eru upptaldir hefðbundnir mælikvarðar á framlegð.

Skoðum aðra. Við eigum eitt hreinasta land í heimi, það þarf ekki að útskýra það nánar, allir vita hvað um ræðir hér.

Vörumerkið Ísland er gríðarlega sterkt og tengist jákvæðri upplifun hvert sem farið er. Við eigum endalausa góðvild hvert sem stigið er niður á heimskúlunni enda tengist Ísland frelsi, hreinleika og jákvæðni.

Fólk upplifir landið okkar sem traust og trúverðugleiki er mikill á hlutina hér, það sýnir sig t.d. í vali staðsetninga á gagnaverum á Íslandi.

Við erum fræðimannaþjóð, menntunarstig er hátt og við erum þekkt fyrir sögur okkar og skráningar.

Svo sjálfbærni og trúverðugleiki ætti að styðja enn meira við okkar jákvæða vörumerki sem Ísland er. Og þar ættum við að byrja leið okkar að framtíðarvöruþróun því það er nefnilega hægt að framleiða helling á þessu frábæra landi.

- Auglýsing -

Eitt besta dæmi um þetta er þróun húðvara. Margir þekkja EGF-vörurnar sem Bioeffect framleiðir. Þetta er einungis eitt fyrirtæki af mörgum sem hefur einbeitt sér að þróun húðvara og svo ber að nefna mörg önnur, t.d. Kerecis. Hér er verið að þróa og framleiða gæðavöru með mikilli sérþekkingu í litlum einingum á háu verði. Fín formúla fyrir Ísland.

„ … sjálfbærni og trúverðugleiki ætti að styðja enn meira við okkar jákvæða vörumerki sem Ísland er. Og þar ættum við að byrja leið okkar að framtíðarvöruþróun því það er nefnilega hægt að framleiða helling á þessu frábæra landi.“

En, vörur eru ekki einungis hlutlægar heldur einnig huglægar. Þá meina ég að það eru endalaus tækifæri að þróa nýjar vörur fyrir gesti okkar sem streyma frá öllum heimsins hornum og ég er þá ekki endilega að tala um hluti heldur t.d. upplifun. Í því samhengi má nefna að ég fór til Japans með hóp fyrir nokkru. Fólkið vann við vöruþróun fyrir eldhús og matartilbúning og okkur bauðst að fara á matreiðslunámskeið þar sem við lærðum að matreiða japanskan mat. Þá datt mér í hug; hvar eru öll námskeiðin sem ferðamönnum býðst að sækja hér á landi? Við eigum besta fisk í heimi en fáir kunna að matreiða hann. Væri ekki kjörið fyrir t.d. okkar frábæru matreiðslustaði að kenna túristum að elda fullkominn fisk? Bjóða upp á þau námskeið á þeim tíma sem minnst er að gera og þannig gjörnýta húsnæði sitt og kunnáttu.

Við sem söguþjóð eigum að horfa á þann eiginleika sem enn eitt tækifærið til að skapa atvinnumöguleika og framtíð fyrir komandi kynslóðir.

- Auglýsing -

Við nefnilega getum framleitt fullt, við þurfum bara að byrja á réttum stað og þora að hugsa vörur í víðara samhengi en lyklakippur og lýsi.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -