Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Skoðanalaus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Þetta er fyrsti skoðanapistill minn í talsverðan tíma og á þeim tíma hef ég lagt mig fram um almennt skoðanaleysi.

 

Hef eiginlega ekki lengur skoðun á nokkrum sköpuðum hlut. Guði sé lof! hrópa ég út í kosmosið án þess þó að hafa á því skoðun hvort að guð sé til eða ekki. Það er ekki mitt vandamál, ég er bara að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum mér.

Þetta skoðanaleysi er stórkostlegt ástand. Það þarf samt alveg að hafa fyrir því í samfélagi þar sem við einstaklingarnir eigum alltaf að vera að standa okkur betur. Borða hollt, lifa plastlaust, keyra minna og ganga meira, ferðast meira en hætta að fljúga, vera í formi en ekki rekin áfram af sjálfsfyrirlitningu en þó umfram allt, vera hress. Því á meðan plánetan okkar hitnar, náttúran drukknar og veröldin eins og við þekkjum hana riðar til falls er öllum nauðsynlegt að halda í gleðina. Það er víst gott fyrir hagvöxtin.

Í þessari viðleitni minni til þess að vera skoðanalaus með öllu og þar af leiðandi skítsama um flest, hef ég þó tekið eftir því að ekki eru allir krafðir um skoðun, ábyrgð og aðgerðir. Risafyrirtæki virðast til að mynda alls ekki þurfa að hafa skoðun á nokkru sem skiptir máli. Og þeim mun stærri, þeim mun betra. Þau stærstu fá að brenna skóga, virkja fallvötn, spúa eitri út í andrúmsloftið og njóta á meðan skattfríðinda. Það á líka að vera gott fyrir hagvöxtinn.

Þannig að ef ég ætla að halda mig við þessa skoðanalausu vegferð er mér nauðugur einn kostur að gerast stórfyrirtæki. Hvort það dugir til þess að ég geti haldið áfram að vera skoðanalaus drullusokkur sem telur sig vera bestu útgáfuna af sjálfum sér verður víst að koma í ljós. Þangað til er að halda í gleðina og hagvöxtinn á leiðinni til glötunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -