Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sumarið er tíminn!!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Á síðustu vikum hefur veðrið leikið við fólk á suðvesturhorninu. Sumarið er greinilega mætt þó að Austfirðingar og þeir fyrir norðan hafi enn ekki orðið varir við það, en það stendur vonandi til bóta.

Við Íslendingar þekkjum langa vetur og því ekkert undarlegt hversu mikið við hlökkum til sumarsins. Það er einhvern veginn skrifað í skýin að við eigum ekki bara að njóta veðurblíðunnar, heldur eigum við að nýta hana til góðra verka. Við erum alin upp í því að það sé hálfgerður glæpur að „hanga“ inni þegar sólin skín.

Oft erum við með miklar væntingar um hvað sumarið á að vera frábært og erum jafnvel búin að gera lista yfir allt sem við ætlum að gera þegar sólin lætur loks sjá sig.

Við ætlum að taka til í garðinum, fara út á hverjum degi að hjóla, synda, hlaupa eða ganga á fjöll, grilla, fara í bústaðinn eða í útilegu. Foreldrar eiga að sjá til þess að börnin geri eitthvað skemmtilegt, helst að þau fái að fara til útlanda. Og svo ætlum við auðvitað líka að slappa af! Ef samfélagsmiðlar eru skoðaðir er einmitt eins og allir séu að gera eitthvað af þessu, jafnvel allt, allir nema kannski þú!

Væntingarnar eru því miklar og ekkert skrítið að fólki finnist það ekki vera að standa sig þegar ekki tekst að uppfylla þær. Það er því algengara en ætla mætti að fólk fyllist kvíða og finni fyrir depurð með hækkandi sól og þeim væntingum sem fylgja.

- Auglýsing -

Það er ágætt að minna sig á að það sem við sjáum á samfélagsmiðlum er ekki hversdagslíf fólks heldur þeir dagar og atburðir sem skera sig úr frá hinu hefðbundna. Rétt eins og sú mynd sem við leyfum öðrum að sjá á þessum miðlum. Auðvitað gerum við það. Hver vill birta myndir af þvotti sem á eftir að ganga frá? Eða af sjálfum sér fyrir frama nsjónvarpið að reyna hunsa hljóðið frá sláttuvél nágrannans.

Við vitum þetta alveg en gleymum því jafnóðum. Það er ágætt að minna sig á að það eru allar líkur á því að þeir sem buðu gestum í grill og kampavín í gær, borði kjötbollur í dag. Þeir sem klifu Esjuna eru núna uppi í sófa að jafna sig á harðsperrum.

Þú þarft ekki að hoppa á „verkefnavagninn“ til að sumarið verði gott.

- Auglýsing -

Best er að láta það vera að bera sig saman við það sem þú sérð á samfélagsmiðlum. Fylgdu eigin takti, gerðu það sem gleður þig og sumarið verður gott.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -