Fimmtudagur 6. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Árið sem græðir sárin

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Árið 2020 er loks á enda með öllum þeim hörmungum en jafnframt uppgötvunum sem það færði mannkyninu. Enginn gat séð fyrir eða ímyndað sér þá óværu sem herjað hefur á heimsbyggðina lengst af árinu. Þótt sagan geymi upplýsingingar um mannskæðar farsóttir á borð við Svarta dauða og Spænsku veikina þá töldu flest okkar  að útilokað væri að nútímafólk þyrfti að horfast í augu við slíka óaáran að hjól heimsins nánast stöðvuðust. Nú er það komið á daginn og reynslunni ríkari lítum við um öxl og veltum fyrir okkur hvað í ósköpunum hafi getað valdið þessu. Fólk innilokað á heimilum sínun dögum og vikum sama í sóttkví og frelsi hins síkvika manns fokið út í veður og vind. Þúsundir hafa misst vinnu sína og margir hafa þurft að sjá á eftir ástvinum sínum í dauðann. Og sumir hafa fengið veiruna og glíma við eftirköst hennar. Það er gjaldið.

Sjáum fegurðina í hinu smáa

Við höfum líka lært að ekkert í henni veröld er öruggt. Lífið er sumpart happdrætti. Tilvera sem virðist vera traust og óhagganleg er skyndilega komin á hvolf. Við þekkjum harmleiki sem dynja yfir lítil samfélög. Snjóflóð, jarðskjálftar, skriðuföll, sjóslys eða dauðaslys af ýmsu tagi. Árið 2020 færði okkur stærra áfall og meira en við höfum áður séð.  Þar liggur lærdómurinn. Við getum ekki gengið út frá neinu í þessu lífi sem sjálfsögðu. Allt er hverfult og það sem við getum gert er að njóta þess sem við höfum og lifa lífinu með því hugarfari að þakka beri fyrir hverju hamingjustund. Við hljótum að horfa inn á við og stefna að því að verða betra fólk. Sjáum fegurðina í hinu smáa sem er allstaðar í tilverunni ef að er góð. Eitt titrandi smáblóm felur í sér fegurð alls heimsins ef að er gáð. Á sama tíma og við huggum syrgjendur og leggjum þeim lið sem búa við kröpp lífskjör horfum við fram á veginn. Þar sjáum við sólina koma upp og höldum inn í árið 2021 sem betri manneskjur og lífsreyndari.

Komandi ár verður frábært. Fyrr en varir verða allir sem vilja bólusettir gegn veirunni og við tökum upp nánari samskipti við vini og vandamenn. Hvort hjarðónæmið næst í mars eða júní  breytir ekki öllu. Aðalatriðið er að  við erum að komast út úr kófinu og getum aftur leyft okkur margt það sem veiran svipti okkur. Við höfum allt með okkur. Landið okkar er einstakt af fegurð og býður upp á ótal tækifæri til gleðistunda. Við erum svo heppin að landið er líka gjöfult. Fiskurinn um aldir fært okkur hagsæld og sauðkindin hefur haldið þreki og hita á hrjáðri þjóð. Við stöndum mörgum framar hvað varðar menntun og hæfi einstaklinga til að skapa hagsæld. Á komandi ári munum við  takast á við skuldir kófsins af krafti og að koma daglegu lífi á réttan kjöl. Þetta verður árið sem græðir sárin. Í sumar verður dansað og sungið í hverjum dal og hól. Hamingjan er handan við næstu hæð. Gleðilegt ár.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -