Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Attack – Attack – Attack – Deny – Deny – Deny

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teitur Atlason skrifar:

Árið 1938 teiknaði Pablo Picasso mynd af hana. Þessi teikning er merkileg fyrir margar sakir en ekki síst fyrir þá staðreynd að Picasso var ekki bara að mála mynd af galandi hana, heldur var hann að mála mynd af stjórnlausri frekju, trylltri árasargirni, fáránlegum buslaraskap, bjánalegri sýniþörf og tillitslausri hávaðamyndun.

.
Mér dettur þessi mynd æ oftar í hug þegar ég hugsa til viðbragða kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í tengslum við mikilvæg mál. Viðbrögðin eru á sömu lund. Frekja, árásarginri, fáránlegur buslarsaskapur, sýniþörf og óþolandi hávaði.
.
Í umræðunni um Borgarlínu skiptast kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í 3 hópa. Með, á móti og hlutlaus. Þau sem eru á móti saka félaga sína um svik við málstaðinn. En það er einmitt þessi hópur svikabrigslara sem minnir mig á hinn öskrandi tryllta hana sem Picasso teiknaði svo snilldarlega. Séu rök hanana skoðuð kemur nefnilega í ljós að í ofanálag við hina fáránlegu eiginleika hanans (frekja, árásargirni, buslaraskapur, sýniþörf og óþolandi hávaði) má bæta við einum mikilvægum lesti en það er blekkingarleikur eða sú árátta að þyrla upp moðreyk í þeim tilgangi að spilla málum sem aðrir en þau leiða eða eru í forsvari fyrir
.
Þegar ég segi að spilla fyrir málum þá á ég við að tilgangurinn virðist afsaka meðalið. Hagsmunir kjósenda, íbúa, borgaranna, virtir af vettugi. Eina sem gildir er að koma höggi á meirihlutann í borgarstjórn og meir að segja skipulagsyfirvöld sem þessir óþolandi hanar telja vera handbendi meirihlutans.
.
Þetta er gamalt stef innan úr Sjálfstæðisflokknum en Davíð Oddson viðurkenndi í samtalsbókinni “Í hlutverki leiðtogans” að hann barist gegn öllum málum andstæðinga sinna, jafn vel þótt hann vissi vel að þessi mál væru góð og gegn. Þetta minnir á leikjafræði Donalds Trumps sem er bínsa einföld.
.
“Deny – Deny – Deny – Attack – Attack – Attack”.
.
Í samhengi borgarlínu er ásetningur hanana bísna augljós. Það er ráðist á allt af krafti. Það eru reistir upp strámenn sem eru síðan stráfelldir “með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi og ábygri fjármálastýringu” (sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki beint þekktur fyrir)
.
Hluti af Borgarlínu er brú yfir Fossvog sem er ætluð fyrir borgarlinuvagna og gangandi/hjólandi. Um leið og þau áform komu fram var öskrað að þessi brú væri of dýr. Að kostnaður hefði aukist um svo og svo mörg prósent miðað við fyrstu áætlanir (sem voru í raun bara gisk á frumstigum málsins – en hönunum er alveg sama um það eins og annað sem er ærlegt og í anda siðaðs fólks). Þetta Fossvogsbrúarmál er reyndar alveg mjög dæmigert fyrir hvernig hanarnir ráðst á öll mikilvæg mál.
.
Einn taldi fáránlegt að brúin væri fyrir gangandi vegfarendur. Annar taldi hugmyndina góða en ekki sem samgöngumannvirki og leit á fyrirbærið sem einhverksonar fólkvang eða útsýnispall (sumir hafa ekki hugmyndaflug til þess að átta sig á því að samgöngumannvirki þurfa ekki alltaf að vera fyrir bíla) Enn eldri borgari sagði kostnaðinn fráleitan og benti á nýlega brú yfir Þorskafjörð væri svipað löng en miklu ódýrari. Sú brú er reyndar eiginlega bara stubbur sitthvoru megin við miklar grjótfyllingar. En hönunum er alveg sama.
.
Þ𝐞𝐭𝐭𝐚 𝐡𝐣𝐨́𝐦𝐚𝐫 𝐯𝐞𝐥 þ𝐯𝐢́ 𝐚ð 𝐡𝐥𝐣𝐨́𝐦𝐚𝐫 𝐬𝐯𝐨 𝐢𝐥𝐥𝐚.
.
Steinin tók þó úr þegar einhver spekingurinn sagði þessa brú illa hannaða því allir vissu að járnbrú myndi ryðga niður á nokkrum áratugum. Sá gekk út fá því að allir þeir tugir sérfræðinga sem komu að hönnun þessarar brúar, viti ekki að járn ryðgar.
.
Allt þetta bull. Öll þessi gagnrýni er runnin undan ryfjum hananna í Sjálfstæðisflokknum. Þeim er alveg sama þótt þau viti vel að þetta er bull, svo fremi sem þetta truflar, hindrar og kemur í veg fyrir framkvæmdina sjálfa.
.
*Og þeim er alveg sama um borgarbúa sem þurfa að hýrast í endalausum biðröðum í einkabílum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt að það sé bara einn samgöngumáti í boði í borginni.
.
Hönunum í Sjálfstæðisflokknum er líka alveg sama um starfsheiður þeirra hundruða sem vinna við hönnun á Borgarlinu og Fossvogsbrúar.
.
*Einn borgarfulltrúi sem barist hefur með kjafti og klóm gegn Borgarlín ræðst á hvert einasta smáatriði framkvæmdarinnar með það að leiðarljósi að tefja, hindra og koma í veg fyrir framkvæmdina sjálfa. Þessi borgarfulltrúi bentir á að Borgarlína sé svo sem ágæt í sjálfu sér en rangt hugsuð. Stoppustöðvarnar eigi að vera við jaðrana, ekki í miðjunni. Það er ráðist á allt. Ég endurtek. Það er ráðist á allt. Og markmiðið er eins og áður sagði að tefja, trufla og koma í veg fyrir framkvæmdina með ómerkilegum og ósamæmilegum málflutiningi.
.
Þegar samgöngusáttmálinn er tilbúinn og allt til reiðu og meir að segja byrjað að framkvæma stekkur fram annar hani og segir að borgarlína eigi að vera neðanjarðar. Að það væri best að hætta við alltsaman og að það eigi að tengja saman höfuðborgarsvæðið með neðanjarðarlestum! Þessi hugmynd er álíka og sami hani myndi gagnrýna staðetningu nýja borgarspítalans (eftir að hann er risinn).
.
Spáið að eins í þetta.
.
Hugsum okkur hámentaða samgöngusérfræðinga með 10 ára háskólanám að baki og fá svo draumaverkefnið á Íslandi. Þegar verkið er loksins að hefjat kemur einhver fávis og ómenntaður hani með digar yfirlýsingar um hvenrig á að vinna verkið. Einhver sem fávis og ómenntaður hani sem veit betur en allir aðrir. Hugsið ykkur vanvirðinguna sem einn fávís og ómenntaður hani sýnir öllum þeim fjölda sérfræðinga sem fá að vinna við spennandi verkefni á Íslandi. Þetta er í rauninni árás á starfheiður.
.
En reynið að útskýra hugtakið “starfheiður” fyrir trylltum hana. Gangi ykkur vel með það.
.
Trylltur hani er ekkert að spekúlera í því hvenrig aðrir upplifi hann. Honum nægir að öskra og frekjast áfram og þegar hann þegir loksins og áheyrendur vona að þessu fari nú að linna, Þá er hann bara að ná andanum til að geta haldið áfram að öskra.
.
Trylltur hani er trylltur hani og hann er óþolandi.
.
Annað áþekkt dæmi um trylltan óþolandi hana kemur frá Þorlákshöfn. Haninn heitir að vísu Elliði Vignisson og er bæjarstjóri í Ölfuss. Umræðuefnið í dæmi þess hana er ný brú yfir Ölfussá. Hún er búin að vera á teikniborðinu um árabil enda gamla brúin alltof lítil og á vafasömum stað og það myndast reglulega margra kílómetra raðir á sumrin vegna þessarar brúar.
.
En hananum frá Þorlákshöfn er bara alveg sama.
.
Honum er jafn mikið sama um hagsmuni sunnlendinga og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins er sama um hagsmuni íbúa höfuðborgarvæðisins.
.
Aðalatriði er að tefja, hindra og koma í veg fyrir framkvæmdina. Það má svo sem segja að ásetningur hans hafi tekist að ákveðnu leyti því að framkvæmdin hefur verið stopp vegna buslaragangs, frekju, athyglissýki og óteljandi sófasérfræðinga sem vita alltaf betur en brúarverkfræðingar.
.
En Elliði sá sér leik á borði til að sprengja upp umræðuna í loft upp. Hann mæltist til þess að það yrði bara hætt við allt saman og að vegurinn myndi liggja um Þrengslin og framhjá Þorlákshöfn þar sem hann er bæjarstjóri. Það væri miklu ódýrara og betra. Honum er eins og hönunum í Reykjavík alveg sama um hagsmuni íbúanna og veit alltaf betur en “bannsettir sérfræðingarnir”.
.
Skítt með áratuga rannsóknir. Skítt með ákall íbúanna um bættar samgöngur. Skítt með niðurstöðu ótal hámenntarða sérfræðinga og þeirra nám og þeirra starfsheiður. Þeirra starfsheiður gott fólk. Hætti bara að læra og mennta ykkur. Það kemur alltaf einhver sjálfstæðismaður sem veit miklu betur en þið.
.
Svona er því miður staðan þegar kemur að mikilvægum málefnum og afstöðu margra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það sem er svo sorglegt í þessu samhengi er að þetta snýst ekkert um pólitík. Þetta er eitthvað annað. Þetta snýst ekki um lýðræði. Þetta er eitthvað annað.
og þetta snýst ekki um hagsmuni landsmanna. Þetta snýst um hagsmuni þeirra sem halda að stjórnlaus frekja, tryllt árasargirni, fáránlegur buslaraskapur, bjánaleg sýniþörf og tillitslaus hávaðamyndun, skili þeim pólitískri forystu.
….og þetta fólk vill fá að ráða.
– Pælið í því.

May be an illustration of text

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -