Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Femínismi – um hvað ræðir?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Femínisti er manneskja sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.“ Þessa skilgreiningu er að finna á heimasíðu Femínistafélagsins.

Mikið hefur verið rætt um femínisma síðustu áratugi, en hvað stendur þessi pólitíska og hugmyndafræðilega stefna fyrir?

Einhvers staðar voru umræður á þessa leið: „þeir eru leiðinlegir og gera lítið úr konum með öfga kvennréttindastefnu sinni.“

Aðrir hafa þetta um málið að segja: „femínistar segjast alltaf vera að berjast fyrir jafnrétti en eru í rauninni að berjast fyrir völdum kvenna og eru flestir algjörar kvenrembur.“

Myndlíking af femínisma þar sem stefnunni er líkt við köku, sýnir á auðveldan og myndrænan hátt, hvað átt er við. Það er að segja; að þegar þú færð þér kökusneið minnkar kakan. Þegar konur fá aukið pláss í samfélaginu, þá þýðir það samt ekki að karlmenn fái minna pláss. Karlmenn eru enn þá með sitt pláss og konur fá sitt. Það er nóg af plássi fyrir alla.

Margir angar hafa sprottið út frá femínisma. Allir þessir angar eiga það þó sameiginlegt að byggja á annarri tveggja grunnhugmynda femínismans. Þessar tvær grunnhugmyndir hafa ekki vakið jafn mikla umræðu alls staðar í heiminum, en í Svíþjóð hefur umræðan um femínsima mjög tekið mið af þessum tveimur ólíku sjónarmiðum.

- Auglýsing -

Annars vegar er um að ræða þá afstöðu að kynin séu ólík með áherslu á líffræðilegan mun kynjanna. Aðalpunkturinn hér er því að ná jafnrétti með því að hífa náttúrulega eiginleika konunnar upp á sama stall og eiginleika karla. Þær vekja athygli á kynjamuninum því að þær vilja halda honum. Mikil áhersla er hér á móðurhlutverkið.

Hins vegar þá afstöðu að kynin séu sama tegund, burtséð frá hinum augljósa líffræðilega mun kynjanna. Femínismahreyfingar sem byggja á því sjónarmiði að kynin séu eins eru ríkjandi í dag. Hins vegar byggði til dæmis Kvennalistinn á Íslandi á sjónarmiðinu um líffræðilegan mun kynjanna þegar hann var og hét.

Barátta gegn kynbundnu óréttlæti á sér líklega eins langa sögu og kynbundna óréttlætið sjálft.

- Auglýsing -

Sú gagnrýni á „hreinræktaðan“ femínisma hefur oft heyrst, að hann gagnist fyrst og fremst þeim konum sem hafa félagslegt forskot að öðru leyti en kynferðinu – það er að segja, einkum gagnkynhneigðum vestrænum konum í yfirstétt eða efri millistétt.

Talað er um að „venjulegur“ frjálslyndur femínismi sé borgaraleg stefna og hugmyndafræði og gagnist borgarastéttinni best, það er að segja kvenkyns hluta hennar.

Út frá þessum hugleiðingum hafa svo sprottið upp ýmsar undirtegundir, þar á meðal þessar:

Anarka-femínismi. Einstaklingshyggju-femínismi. Friðarsinna-femínismi. Lesbískur femínismi. Sósíalískur femínismi og marxískur femínismi. Svartur femínismi eða womanismi. Pró-sex femínismi. Trans-femínismi. Umhverfis-femínismi.

Ef litið er til baka og rýnt í þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið síðustu áratugi, má segja að hugmyndafræðin hafi auðveldað líf margra kvenna, um heim allan, þó mismikið. Samkvæmt UN Women er þó langt í algjört jafnrétti. Mikil gerjun hefur þó orðið síðustu ár, þar sem karlemenn hafa í auknum mæli tekið þátt í umræðunni og við sem samfélag erum að finna út úr því hvernig er að lifa og hrærast post-metoo.

Vonandi sjáum við viðhorfsbreytingarnar sem kallaðar hafa verið eftir. Viðhorfsbreytingar þar sem litið er öðrum augum á hvað vald er í raun og veru og hvernig við ætlum að taka á móti þeim sem stíga fram, eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi.

 

Heimild:

Femínistafélagið.

Constance Grad. 2018, 20. júlí. „The waves of feminism, and why people keep fighting over them, explained: If you have no idea which wave of feminism we’re in right now, read this.“ Slóðin.

Samtök um Kvennalista, Stefnuskrá Kvennalistans (Reykjavík, 1983).

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -