Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Heilbrigðishetjur og forsíðupælingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari úr 4. tölublaðinu Gestgjafans

Forsíða á matarblaði er mikilvæg og margt sem þarf að hafa í huga við valið. Hún þarf að vera falleg, töff, girnileg, grípandi, listræn, ný-stárleg, höfða til allra kynja og allra aldurshópa. Maturinn á forsíðumyndinni þarf að vekja upp góðar tilfinningar auk þess að kitla bragðlaukana eða eins og við segjum stundum í stúdíóinu, vera „sexí“. En það sem er kannski brýnast af öllu er að taka mið af tíðarandanum og þá vandast málið. Hvernig velur maður forsíðu sem passar þjóðfélagi á krísutímum í miðri farsótt þegar annar hver maður er í sóttkví og samkomubann ríkir?

„En það er á svona tímum sem manni finnst gott að vera í litlu samfélgi sem hefur svo sannarlega þolað hremmingar í gegnum aldirnar og jafnvel oft á hverri öld en ávallt komist einhvern veginn í gegnum allt.“

 

Undanfarnar vikur hafa verið bæði skrítnar og óþægilegar. Margir hafa átt erfitt með að einbeita sér hvort sem er við leik eða störf enda stöndum við frammi fyrir vandamáli sem við þekkjum lítið. En það er á svona tímum sem manni finnst gott að vera í litlu samfélgi sem hefur svo sannarlega þolað hremmingar í gegnum aldirnar og jafnvel oft á hverri öld en ávallt komist einhvern veginn í gegnum allt. Já, Íslendingar eru þrautseigir og úrræða-góðir þegar á reynir. Hver man til að mynda ekki eftir því þegar menn tóku að dæla upp sjó og spúla á glóandi hraunið í Vestmannaeyjagosinu svo að innsiglingin að höfninni lokaðist ekki og það virkaði. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Í öllum raunum og krísum felast tækifæri og við lærum af reynslunni. En til að sigrast á stórum raunum þarf samstöðu, hún er mikilvægust af öllu. Það var ekki einn maður sem stóð vaktina og sigraðist á hraunflæðinu í Eyjum árið 1973, þeir voru margir og óhætt að segja að þeir hafi verið hetjur þess tíma.

En í verkefninu sem Íslendingar standa frammi fyrir núna eru hetjurnar án efa heilbrigðisstarfsmenn og Almannavarnir sem vinna óeigingjarnt starf til að bjarga mannslífum. Mig hefur aldrei á ævinni langað jafnmikið til að vera hjúkrunarfæðingur eða læknir og fá að leggja mitt af mörkum, taka til hendinni og vera þátttakandi, gera eitthvað. Það er þessi sterka samstaða sem var ástæðan fyrir valinu á forsíðumyndinni. Myndin getur táknað ástandið í samfélaginu, falleg glös, sem standa saman eins og fjölskylda en þó í tveggja cm fjarlægð. Í hverju glasi er eitthvað gott, súkkulaðimús með kókósbollurjóma, það verður varla íslenskara en kókósbollan. Græna litinn og ýmis önnur tákn sem má finna á forsíðunni ætla ég ekki að úskýra frekar!

Þá er ekki annað eftir en að óska landsmönnum gleðilegra páska og biðja ykkur sem búið með heilbrigðisstarfsmanni að gefa honum súkkulaðimús með kókósbollurjóma eftir vaktina. Hann á það svo sannarlega skilið.

- Auglýsing -

Gleðilega páska
Hanna Ingibjörg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -