2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hin fullkomna staðgöngumæðrun?

Höfundur / Helga Baldvins Bjargardóttir

Ef við leyfum okkar að taka forréttindalitaða sjónarhornið okkar gagnrýnislaust á hugmyndir okkar um æskilegar og óæskilegar mæður er auðvelt að sjá í hvorn flokkinn fatlaðar mæður og mæður af erlendum uppruna falla. Með allan sinn ógnandi fjölbreytileika sem passar ekki inn í okkar vel hólfaða samfélag vaxa áhyggjur af börnunum þeirra, sem verða skrýtin, öðruvísi og munu jafnvel lenda í einelti fyrir að eiga svona skrýtnar mæður.

Fullviss um að hinar óæskilegu mæður geti ekki veitt börnum sínum það sem þau þurfa á að halda ætlum við auðvitað ekki að fara borga fyrir stuðninginn sem gæti létt þeim lífið eða mætt þörfum þeirra, óæskilegar mæður blóðmjólkandi kerfið alltaf hreint.

Svo við tökum af þeim börnin helst sem fyrst og án þess að reyna aðrar leiðir fyrst, enda frekar auðvelt í framkvæmd þar sem þær eru svo oft í margfalt verri stöðu til að gæta réttar síns, vegna tungumálaerfiðleika, tjáskiptavanda, takmarkaðs tengslanets eða slæmra fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna. Trúandi því að þessar aðstæður séu annað hvort þeim sjálfum að kenna eða lúti einhvers konar náttúrulögmáli því ekki ætlum við sem samfélag að fara axla ábyrgð á neinni kerfislægri mismunun hér í fyrirmyndarlandi jafnréttis.

AUGLÝSING


Þá getum við loksins öll andað léttar og klappað okkur á bakið fyrir að hafa bjargað börnunum frá annars hræðilegum örlögum sínum. Vitandi að óæskilegar mæður séu ekki lengur að ala upp börn þegar þarna úti finnast svo miklu miklu æskilegri íslenskar og ófatlaðar mæður í þeirra stað. Sá kostnaður sem af þessari tilfærslu hlýst greiðum við svo auðvitað með glöðu geði, því við vorum jú að bjarga börnunum ekki satt?

Þá erum við komin með hina fullkomnu staðgöngumæðrun þar sem við þurfum ekki einu sinni að breyta lögum eða biðja um leyfi, þetta samrýmist allt ríkjandi hugmyndakerfi okkar um hvað sé börnunum fyrir bestu.

Viltu birta pistil á mannlif.is? Sendu okkur línu. > 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum