Laugardagur 26. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Hvar er Jim?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einhleypt og kalt vorið lokkaði mig í göngu um gamla hafnarsvæðið. Þar voru fleiri bílar en bátar. Sváfu saman á meðan ryðið kom sér vel fyrir á þeim, sem pældu bara í núinu.

Í raun var meðvitundarleysið það eina sem gaf mér von um að morgundagurinn yrði betri en gærdagurinn og miklu betri en dagurinn í dag.

Ég hata kerti.

Kom heim og The Doors urðu fyrir valinu: The End.

This is the end, beautiful friend. This is the end, my only friend. The end of our elaborate plans. The end of everything that stands. The end. No safety or surprise. The end. I’ll never look into your eyes again.

Eftir mikla umhugsun síðustu misserin tók ég ákvörðun um að hætta að hugsa neikvætt og vera óhræddur; taka slaginn við sjálfan mig enda þú löngu farin.

- Auglýsing -

Ég ætla ekki að vinna þennan slag.

The west is the best. Get here and we’ll do the rest. The blue bus is calling us. The blue bus is calling us. Driver, where are you taking us?

Saman horfum við ég og ég saman á sólarlagið í gegnum skítugan eldhúsgluggann breytast í risastóra málverkaorgíu eftir Svein Björnsson.

- Auglýsing -

Þögnin var góð – mun betri en breim í köttum eða nöldur í þvottavélinni; miklu betri en afskiptasemi og tilgerðarlegar og yfirborðskenndar samræður. Sem ég elska.

Svo spurði ég mig:

Hvar er Jim?

(Höf. -sms)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -