Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Kærleikurinn strangi og mjúki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leiðari úr 45 tölublaði Vikunnar.

Fíknisjúkdómar leggja undir sig heilu fjölskyldurnar, sundra þeim og eyðileggja einstaklinga. Fíkniefnaneytandinn er í sínum eigin heimi, upptekinn af næsta skammti og sér þess vegna ekki þá sem standa vanmáttugir í kringum hann og horfa upp á hann leggja allt í rúst.

Þetta vitum við en samt eimir enn eftir af þeirri trú manna að fíknin sé val, að sá sem er í heljargreipum hennar eigi að hugsa um hvað hann sé að gera öðrum, hvernig þeim líði sem standa að honum og svo eru ótal kenningar um hvernig bregðast eigi við. Sumir segja best að loka alveg á fíkilinn, aðrir að kærleikurinn flytji fjöll og enn aðrir að einhvers konar sambland af þessu tvennu virki best. Ekki ætla ég mér þá dul að vita hvað sé rétt í aðstæðum sem þessum.

Mín nánasta fjölskylda hefur verið blessunarlega laus við að þurfa að takast á við alkóhólisma eða aðra alvarlega fíkn. Eitt tel ég mig þó vita með vissu, engin ein leið er rétt.
Fíkniefnaneytendur eru nefnilega rétt eins og aðrir einstaklingar með mismunandi persónuleika og aðstandendur þeirra sömuleiðis. Þess vegna er það sem er rétt fyrir einn ekki endilega það besta fyrir annan. Líkamlegir sjúkdómar lýsa sér mismunandi í mismunandi líkömum.

Þótt tvær manneskjur séu með brjóstakrabba eða sykursýki eru einkennin ekki þau sömu og þær svara meðferð á mjög mismunandi máta. Hið sama hlýtur að gilda um sjúkdóma af andlegum toga. Hulda Bjarnadóttir er í forsíðuviðtali Vikunnar að þessu sinni. Bróðir hennar lenti í slæmum félagsskap tólf ára gamall og leiddist út í afbrot tengd neyslu. Hann endaði í fangelsi og tók út fimm ára dóm. Foreldrar Huldu lokuðu aldrei alveg á son sinn, þrátt fyrir að heim til fjölskyldunnar hafi komið handrukkarar í leit að honum þegar ástandið var verst og hún segir að sér detti ekki í hug að áfellast þau fyrir það. Hugsanlega hefði hann fyrr náð hinum margumtalaða botni ef það hefði verið en slíkt væri aldrei hægt að fullyrða með neinni vissu.

Fíkniefnaneysla er dauðans alvara og það er meira en að segja það að taka þá ákvörðun að loka á barnið sitt og sjá það kannski næst á líkbörunum. Það kann vel að vera að þegar öll sund eru lokuð leiti sumar manneskjur sér hjálpar en því miður gefast aðrar upp. Sumir bregðast vel við ströngum aga og læra af mótlætinu, aðrir brotna og þurfa kærleiksríka
hönd til að leiða sig inn á rétta braut. Í nútímasamfélagi gleyma menn líka alloft því mikilvægasta, tíma. Endurhæfing manneskju og endurreisn eftir að hafa fetað grýttan og  erfiðan stíg tekur tíma. Þá skiptir engu hvaða áfall fleygði mönnum út af veginum, ef ekki er unnið úr því nær enginn að komast á beinu brautina aftur.

- Auglýsing -

Gefum fólki tíma og tækifæri, styðjum það fremur en að fordæma.

Sjá einnig: Bróðir Huldu afplánaði 5 ára dóm: „Saga bróður míns er sigursaga“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -