Fimmtudagur 9. desember, 2021
2.8 C
Reykjavik

Loftslagsbreytingar og heilbrigði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Höfundur: Geir Gunnlaugsson, fyrrverandi landlæknir.

Í skýrslu Global State of Air, sem var gefin út í lok árs 2020, var vakin athygli á því hversu neikvæð áhrif loftmengun hefur á heilsu fólks. Sem áhættuþáttur fyrir dauðsföll í heiminum var hún í fjórða sæti, á eftir háum blóðþrýstingi, tóbaksreykingum og áhættuþáttum tengdum næringu. Samtals tæplega 7 milljónir dauðsfalla árlega (af um 55 milljónum) mátti rekja til loftmengunar. Athygli var vakin á því að samanlögð áhrif loftmengunar, það er agna sem eru 2,5 míkrómetri eða smærri (PM2,5), þynning ósonlagsins og brennsla kola og annarra fastra efna á heimilum víða um heim væri ekki jafn dreift á æviskeiðinu. Í fyrsta sinn var sýnt fram á að um hálfa milljón dauðsfalla nýbura, það er á fyrsta mánuði ævinnar, mætti rekja til loftmengunar, mest fyrstu vikuna eða um 400 þúsund dauðsföll. Séu þessar tölur settar í samhengi við að rúmlega fimm milljónir barna deyi á hverju ári fyrir fimm ára aldur þá er loftmengun áhættuþáttur í einu af hverju tíu dauðsfalla barna. Það er því mikilvægt að huga loftinu sem við öndum að okkur á degi hverjum ef árangur á að nást í að fækka dauðsföllum barna í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, og ítrekað í nýrri skýrslu Barnahjálparinnar um áhrif loftslagsbreytinga á heilsu barna.

Það er í þessu ljósi sem komandi loftslagsráðstefna Cop26, í Glasgow í Skotlandi í lok október, er mikilvæg. Þar verður að taka erfiðar ákvarðanir til að stemma stigu við hratt vaxandi loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á líf og heilsu allra, ekki síst komandi kynslóða. Til að vekja athygli almennings á tengslum loftmengunar og heilsu hefur verið blásið til alþjóðlegs átaks um að hjóla saman milljón kílómetra á tímabilinu 1.-31. október. Allir sem hafa áhuga, hvar sem þeir eiga heima, líka á Íslandi, geta tekið þátt með því að skrá sig á sérstaka heimasíðu og þar skrá niður þann fjölda kílómetra sem þeir hjóla á hverjum degi (upplýsingar hér. Síðan er hægt að fylgjast með árangri átaksins á sérstakri vefsíðu hér).

Lokahnykkur aðgerðanna verður þegar heilbrigðisstarfsfólk og aðrir aðgerðasinnar leggja af stað þann 26. október hjólandi frá barnasjúkrahúsinu á Great Ormond Street í London til Glasgow. Þegar þangað verður komið mun hópurinn afhenda skipuleggjendum opið bréf fyrir hönd yfir 400 alþjóðlegra heilbrigðissamtaka og heilbrigðisstarfsfólks. Bréfið hefur m.a. verið undirritað af framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og afhending þess fellur saman við komandi skýrslu samtakanna um loftslagsbreytingar og heilsu. Í því eru lagðar fram tillögur að tíu skilgreindum aðgerðum og er ætlað að vekja athygli á tengslum loftmengunar og heilbrigðis og mikilvægi aðgerða, núna.

Mig langar til að vekja athygli ykkar sem hjólið í vinnuna eða ykkur til ánægju að þið getið tengst átaki til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði. Um er að ræða skráningu á sérstaka síðu á þeim fjölda kílómetra sem þátttakendur hjóla á degi hverjum, með það að markmiði að hjóla saman minnst eina milljón kílómetra fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Hér er tengill með upplýsingum um hvernig þið skráið ykkur: og eins og þið sjáið hér þá er enn enginn skráður frá Íslandi! Frekari upplýsingar má síðan finna í frétt í Guardian sl. mánudag um þetta átak fyrir frekari upplýsingar.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -