Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Með bjartsýni að leiðarljósi!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Mörtu Eiríksdóttur

Hvert viltu stefna? Hvað viltu hreinsa út úr lífi þínu núna?

Tvö full tungl voru í október, hið seinna var undir mánaðamót október, nóvember, og fjallaði um dauða og upphaf hins nýja. Engin tilviljun að þetta fór allt fram í kringum Allrasálnamessu og kosningar í stóra landinu, Ameríku. Að heiðra forfeður, heiðra náttúruna, heiðra viskuna og allt það sem við höfum lært hingað til.

Nautsmerkið hafði áhrif á þetta fulla seinna tungl í október, sem jarðtengir þá atburði sem fram undan eru. Nú er að tengjast hjartaröddinni sinni. Þorirðu að hlusta? Þorirðu að gera það sem þú ert sköpuð til að gera?

Það sem þér finnst um þig er meira virði en það sem öðrum finnst um þig. Kærðu þig kollótta um hvað öðrum finnst. Gefðu þér frelsi til að vera þú!

Fyrir okkur sem trúum því að ekkert sé tilviljun fóru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fram í kringum þetta seinna fulla tungl sem snerist um dauða þess sem var, mikið drama og átök, hreinsun neikvæðra afla. Innrás birtunnar er fram undan! Kvenorkan rís og nú með Kamölu Harris varaforseta sem sigraði í karlaveldi Bandaríkjanna!

- Auglýsing -

Nýtt tungl í nóvember snýst um fæðingu nýrra tíma. Hvernig ætlarðu að halda þér gangandi næstu daga og vikur?

Fara út í náttúruna, gönguferð til að njóta fallegrar náttúru, sjá hana skýrt og um leið að tengjast sjálfri þér? Anda djúpt, hugleiða, hvíla? Næra heimili þitt, undirbúa jólin, hreinsa heimilið, gefa burt það sem er aldrei notað, fatnað og óþarfa glingur, sleppa þessu gamla sem opnar leið fyrir hið nýja? Hlúa að þeim sem standa þér næst? Auka kærleikann í eigin lífi?

Hverju viltu sleppa fyrir nýja tíma?

- Auglýsing -

Vertu þögul, farðu inn á við og hlustaðu, finndu hvað er að gerast hjá þér þessa dagana.

Einblíndu á það góða. Hættu að næra óttann! Nærðu frið innra með þér. Er verið að prófa okkur núna? Geturðu verið bjartsýn og glöð í gegnum þetta próf?

Það er nýtt upphaf fram undan.

Leyfðu þér að óska þér! Opnaðu nýjar dyr inn í líf þitt. Tengdu þig við náttúruna. Leyfðu þér að dreyma og láttu svo drauma þína rætast þegar við erum komnar í gegnum þokuna.

Lækning. Taktu ábyrgð á sjálfri þér. Hættu að ásaka aðra fyrir líðan þína, við sköpum þetta allt sjálfar sem við upplifum innra með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður!

Ertu atvinnulaus? Getur verið að þú eigir að gera eitthvað allt annað við líf þitt en það sem gamla starfið bauð þér upp á? Viltu starfa við það sem þú sem brennur fyrir? Vakna glöð á morgnana, elska líf þitt og starfið þitt?

Geturðu horfst í augu við það sem þér líkar ekki við þig sjálfa og endurspeglast í öðrum … og elskað það?

Vertu sterk á lífsleið þinni. Vertu hugrökk! Leyfðu þér að hlakka til þess góða sem koma skal, vertu þar með huga þinn. Allt sem þú hefur gengið í gegnum hefur gert þig að þeirri konu sem þú ert í dag, mín kæra. Vertu þakklát fyrir allt. Já, allt. Höldum í gleðina því gleði nærir sálina og styrkir ónæmiskerfi okkar!

Höfundur er jógakennari og gleðiþjálfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -