Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Mín leið til að byggja mig upp eftir að hafa lent á vegg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Bergþóru Kummer

Fyrir rúmlega þremur árum, þegar yngri dóttir mín var sex mánaða, lenti ég á vegg og gjörsamlega bugaðist. Hún hafði verið mikið kveisubarn og því lítið um svefn á þessum tíma. Ég fann að ég þurfti á aðstoð að halda, að vinna í andlegu hliðinni og finna hvað mig langaði að vinna við. Ég byrjaði í markþjálfun hjá Virkja sem gjörsamlega breytti lífi mínu, kynntist Andagift Inspire, kakói og möntrusöng. Fór í jóga, fjallgöngur, hugleiðslu og heilun.

Ég var mjög týnd þegar ég byrjaði í markþjálfun. Ég var búin að klára tvær BSc-háskólagráður, í viðskiptafræði og íþróttafræði, en hafði samt ekki hugmynd um hvað mig langaði til að vinna við. Aldrei hafði ég pælt í hvað mig virkilega langaði að vinna við áður en ég hóf háskólanám. En þá byrjaði mesta vinnan hjá markþjálfanum; að finna út hvað mér finnst virkilega skemmtilegt að gera burtséð frá því sem ég var búin að læra í háskóla. Eftir mjög mikla, krefjandi og erfiða sjálfsvinnu fann ég áhugasviðið mitt: Að stílisera íbúðir. Í kjölfarið fór mikil rannsóknarvinna í gang hvaða nám gæti hentað og fyrir valinu varð skóli í Kanada sem kennir innanhússstílistanám (e. Interior Decoration).

Ég kláraði námið og hér er ég í dag, 37 ára, með litla fallega fyrirtækið mitt „BK DECOR“ og geri það sem ég gjörsamlega ELSKA! Að stílisera íbúðir og aðstoða fólk við að gera heimili þess hugguleg.

Ástæðan fyrir þessari sögu minni er að mig langar að vera hvatning fyrir aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Burtséð frá því hvað maður er orðinn gamall eða búinn að læra, það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og fara vinna í sjálfum sér og finna út hvað maður elskar að gera. Lífið er allt of stutt. Gerum hluti sem veita okkur gleði og hamingju. Að vakna á morgnana og hlakka til dagsins.

Takk fyrir mig, Begga Kummer

Höfundur er innanhússstílisti og FKA-kona

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -