2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Af hverju getur Bára ekki orðið vitni í eigin máli?

Í fjölmiðlum í dag og í gær hefur verið fjallað mikið um það vitnamál, sem höfðað hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af hálfu þingmanna Miðflokksins. Á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir fyrir dóminn er Bára Halldórsdóttir, sem tók um samræður þingmannanna á Klausturbarnum í lok síðasta mánaðar.

Í vitnamálinu er hugmyndin að afla sönnunargagna, sem kunna að nýtast í dómsmáli sem seinna verður höfðað. Með þessum hætti er eiginlega byrjað á öfugum enda, þ.e.a.s. í stað þess að stefna einhverjum fyrir tiltekið skaðaverk, gefa stefnda kost á að skila greinargerð og halda svo vitnaleiðslur fyrir dómi samhliða aðalmeðferð, er byrjað á vitnaleiðslunum. Þær vitnaleiðslur kunna svo að verða notaðar síðar sem sönnunargögn í dómsmáli.

Á meðal þess sem fram hefur komið er að Bára geti ekki orðið vitni í máli gegn sjálfri sér. Það er auðvitað rétt, enda gefa aðilar í dómsmálum (stefnandi og stefndi) alla jafna ekki vitnaskýrslur heldur svokallaðar aðilaskýrslur. Þegar aðilar gefa skýrslur sínar fyrir dómi þurfa þeir svo ekki að fella á sig sök, sem er á meðal réttinda sem finna má í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Aðilar í málum geta skorast undan að gefa aðilaskýrslur, en það geta vitni alla jafna ekki, nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (t.d. makar eða börn þeirra sem deila í málinu).

Í ljósi framangreinds og alls þess sem fram hefur komið í málinu, að það kynni að vera skynsamlegt fyrir Báru að mæta fyrir dóminn en neita að öðru leyti að tjá sig um efni og atriði máls.

AUGLÝSING


(Og þeir sem halda að það skipti einhverju máli að Bára hafi verið rangfeðruð eru á villigötum. Íslenskir dómstólar líta alla jafna á efni umfram form og það býr ekki til neitt Matlock-móment að Bára hafi fyrir handvömm verið kölluð Guðmundsdóttir en ekki Halldórsdóttir.)

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni