Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Áfengisdrykkja og brjóstakrabbamein

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofuninni (World Health Organization) eru sterk tengsl milli áfengisdrykkju og brjóstakrabbameins. Jafnframt er bent á að brjóstakrabbamein sé ein algengasta krabbameinstegundin í Evrópu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að áfengisdrykkja er einn af helstu áhættuþáttum sjúkdómsins og veldur 7 af hverjum 100 nýjum brjóstakrabbameins tilfellum sem greinast. Bent hefur verið á að það að ef dregið væri úr drykkju áfengis meðal kvenna geti það dregið úr hættu á að konur fá brjóstakrabbamein burt séð frá því hvaða tegund áfengis um er að ræða eða gæði vörunnar. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að áhættan sé söm hvort sem drukkið sé innan skráðra hóflegra marka eða ef um ofdrykkju áfengis sé að ræða. Ekkert öruggt magn áfengisdrykkju er til staðar með tilliti til áhættu á brjóstakrabbameini, áhættan eykst með hverri einingu af áfengi sem neytt er daglega.

Samkvæmt Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnuninni (The International Agency for Research on Cancer) kom fram árið 2020 að áfengisdrykkja tengdist u.þ.b. 40.000 nýjum brjóstakrabbameinstilfellum í Evrópu. Sömu gögn sýndu fram á að brjóstakrabbamein væri orðið eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en sýnt var fram að meira en 2 milljónir nýrra tilfella brjóstakrabbameins voru greind 2020 og hægt að rekja 100.000 þeirra tilfella til áfengisdrykkju.

Samkvæmt Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnuninni er áfengi flokkað í fyrsta sæti sem krabbameinsvaldandi efni við inntöku einstaklingsins sem getur ýtt undir áhættu á orsakatengslum við sjö aðrar tegundir krabbameins fyrir utan brjóstakrabbamein í konum. Áfengisneysla getur aukið áhættu á krabbameini í munni, hálsi, barka, vélinda, lifur, ristli og endaþarmi.  

Til þess að það megi draga úr ósmitbærum sjúkdómum eins og krabbameini, bæta lýðheilsu almennt og þá um leið að draga úr álagi á heilbrigðiskerfi landa er best að takmarka áfengisdrykkju og finna leiðir til að breyta viðhorfi til áfengisdrykkju almennt fyrir aðra drykki sem ógna ekki heilsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir meðal annars á að til þess að ná því markmiði ætti að halda úti öflugum forvörnum í formi fræðslu til fólks um skaðsemi áfengisdrykkju og ekki síst til kvenna varðandi tengsl áfengisdrykkju og brjóstakrabbameins. Jafnframt er bent á að hefta ætti aðgengi að áfengi með sérstökum útsölustöðum, háa verðlagningu og takmarka markaðsetningu á áfengi.

Dr. Jóna Margrét Ólafsdóttir

Lektor við Félagsráðgjafardeild, HÍ

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -