2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allir vegir liggja til Peking

Þann 20. desember 1938 var skrifað undir samning í Saltsjöbaden í Svíþjóð sem markaði upphaf hins Norræna líkans af vinnumarkaðstengslum. Samráð atvinnurekanda, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda varð ríkjandi og þar með var lagður grunnur að hugmyndafræðinni og skrefum til að byggja upp hið norræna velferðarkerfi sem margar þjóðir litu til sem fyrirmyndarskipulags.

Þann 6. september 2013, sagði kínverski forsetinn Xi Jinping í ræðu sem hann hélt í Astana, hinni nýju höfuðborg Kazakhstan í Nazarbayev háskólanum, að það væri forgangsatriði í utanríkisstefnu Kína að eiga í vingjarnlegum samskiptum við nágranna sína og að þeir vildu læra af fortíðinni með því að tengjast löndum sem liggja um hina fornu Silkileið. Silkileiðin var einskonar „vegur” milli Rómarveldis og Kína en í raun var leiðin net fjölmargra leiða sem kvísluðust í ýmsar áttir. Upptök leiðarinnar voru við Xi‘an, og lágu síðan þrjár meginleiðir þaðan.

Kínverjar vilja auka samvinnu með því að leggja efnahagslega vegi og belti eftir Silkileiðinni (One belt, One Road Policy). Árið 2017 skrifuðu 29 þjóðarleiðtogar undir viljayfirlýsingu til að efla frjáls og greið viðskipta í anda Nýju Silkileiðinni. Síðan hafa Kínverjar lagt fé í yfir 1000 verkefni í 49 löndum, vegir, hafnir, lestir og mannvirki sem eiga að tengja saman fólk, viðskipti og hugmyndafræði. Markmiðið er að tengjast 65 löndum þar sem nú býr á fimmta milljarður manna. Ísland tengist þessum áformum því kínversk stjórnvöld hafa kynnt stefnu sína um að tengja siglingar á norðurslóðum stefnunni um belti og braut.

Nýr heimur er að myndast í Asíu og reyndar um heim allan. Einu sinni lágu allir vegir til Rómar en núna liggja þeir til Peking.

AUGLÝSING


Ég var svo heppin að ferðast til Peking í lok síðasta ár með samstarfskonum mínum og maður finnur um leið og maður lendir hvernig maður er komin til framtíðar bæði í jákvæðum og neikvæðum skilningi. Sköpunargleðin, bjartsýnin og hversu tilbúnir Kínverjar eru til að tengjast heiminum. En þann dag sem við vorum staddar þar fór mengunin yfir öll mörk og allir gengu með grímu fyrir vitum sér því erfitt var að draga andann frjálst.

Þegar ég stóð á Kínamúrnum og horfði eftir þessu stórkostlega mannvirki vissi ég að Kínverjar geta byggt braut um hina fornu Silkileið en um leið og ég reyndi að sjá eftir múrnum – þá hvarf hann í mengunarmistrið. Það eru stór mál að takast á við og það skiptir öllu máli fyrir Kínverja og heimsbyggðina að taka höndum saman.  Loftslagsmál og aðgangur að vatni er mikilvægasta verkefni mið-Asíu.

Á meðan á þessu stærsta samvinnuverkefni sögunnar gengur á hið eystra þá hamast Forseti Bandaríkjanna, við að kynda undir ótta við ógnina sem stendur af Kínverjum. Brexit sýnir vanda Evrópusambandsins og tortryggni gætir í stjórnmálum.  Kínverjar eiga AC og Inter Mílan, Sádar eiga Manchester, CitySaint-German er í eigu manns frá Katar, Arsenal fótboltaklúbburinn er í eigu viðskiptamanns frá Uzbekistan. Hinum megin Atlantshafs er Waldorf Astoria og Plaza hótelin i New York og Werner Music í eigu fjárfesta fá Rússlamdi, Mið-Austurlöndum og Kína. Á síðustu tuttugu og fimm árum hafa 800 milljónum Kínverja verið lyft yfir fátækramörkum, það breytir ekki bara Kína heldur öllum heiminum. Eins og stendur er aðeins um 5% Kínverjar með vegabréf en áætlað er að um 200 milljónir Kínverja munu ferðast erlendis á næsta ári. Fermetraverð hefur hækkað gríðarleg í miðborg London þar sem Rússar hafa keypt margar eignir, í Vancouver hækkaði fasteignaveð svo hratt 2016 að borgaryfirvöld settu 15% skatt á erlenda kaupendur til að reyna að kæla kerfið niður.

Heimurinn er að breytast hratt og besta leiðin til þess að taka þátt er ekki að hræðast heldur að fræðast. Næsta landsvæði, m.a. vegna erlendra fjárfestinga er líklega Afríka. Fleiri afríkubúar fara nú í háskólanám til Kína heldur en Bretlands og Bandaríkjanna.

Við hittum kínverska athafnakonu, sem er ein af ríkustu konum Kína, hún vinnur m.a. að verkefni sem tengja hönnuði tískufatnaðar frá Afríku, Kína og Íslandi saman. Af hverju tísku? Svarið var einfalt: „unga fólkið hefur mestan áhuga á tísku og þau eru framtíðin.“

Samstarf bæði innan vébanda þjóða eins og samráðskerfi Norðurlandanna er dæmi um eða samstarf milli þjóða eins og í Asíu núna er líklegra til árangurs en ótti. Við Íslendingar þurfum á því að halda að efla samstarf bæði innan- og utanlands með það fyrir augum að fræðast en ekki hræðast.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni