Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Átján tilbrigði sifjaspella og skírlífisbrota dauðasök – Fyrirmönnum hugnaðist ekki Langidómur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Árið 1564 lögtók Alþingi lagabálk mikinn, sem nefndur var Langidómur. Tók hann til refsinga er vörðuðu margvísleg skírlífisbrot og sifjaspell. Fyrirmenn á Íslandi voru tregir til að samþykkja hina nýju refsilöggjöf, en konungsboð frá Friðriki konungi II um lögtöku hennar hafði borist árið áður. Höfuðsmaður, sem þá var Páll Stígsson, lét þá undir höfuð leggjast að þrýsta á lögmenn og aðra mikils metandi menn á Öxarárþingi til þess að gjalda henni jáyrði. Andstaða við hana var enda mikil því ekki ofmælt að segja að hún kæmi við kaunin á auðugum mönnum og atkvæðamiklum.

Þegar Langidómur hafði verið lögtekinn var haft á orði að hér á landi mætti í kjölfarið búast við að aftökur yrðu algengar, enda tók hann, sem fyrr segir, til refsinga vegna skírlífisbrota og sifjaspella.

Fram að þeim tíma voru aftökur …

Lesa meira hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -