Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ekki abbast upp á ketti – fólk hins vegar, það er önnur saga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég horfði, sem oft áður, á heimildaþáttaseríu um daginn. Ég var ansi sein á lestina í þessu tilfelli, enda held ég að flestir og amma þeirra hafi horft á umrædda seríu þegar hún kom út á Netflix í lok árs 2019.

Sería þessi heitir „Don’t Fuck With Cats“ og fjallar um hóp internet-spæjara sem byrjar að rannsaka og reyna að hafa uppi á óþokka sem stundar það að drepa ketti og birta af því myndbönd á netinu.

Strax í lýsingunni komum við óumflýjanlega að ástæðu þess að það tók mig svona langan tíma að láta verða af því að horfa á þættina. Ég er nefnilega mikill dýravinur. Mér þykir alveg afskaplega vænt um dýr og hef alla ævi deilt heimili með köttum. Ég þoli það mjög illa þegar ég veit af dýrum sem þjást og ég fyrirlít alla þá sem koma ekki vel fram við dýr. Ég er líka alveg sérlega viðkvæm fyrir því að sjá dýr deyja í kvikmyndum. Svo ég tali nú ekki um það ef einhver meiðir þau eða kvelur. Þetta fer svo djúpt inn á sálina, að ég er yfirleitt lengi að jafna mig á eftir.

Ég mun til dæmis aldrei nokkurn tíma fyrirgefa höfundum John Wick-myndanna. Þeir sem hafa séð fyrstu myndina vita hvað ég er að tala um. Þetta varð til þess að ég hef ekki horft á fleiri myndir í John Wick-seríunni – meira að segja þótt Keanu Reeves leiki aðalhlutverkið í þeim. Og þá er mikið sagt.

Það var því, eins og gefur að skilja, töluvert átak að ýta á „play“ á fyrsta þættinum af Don’t Fuck With Cats. Ég fann hins vegar leið til þess að láta þetta ganga upp á sem farsælastan hátt. Það eru nefnilega fleiri eins og ég í þessum málum. Þannig er á netinu hægt að finna sérstakt handrit að þáttunum, fyrir kattavini. Þar kemur fram hvaða parta af þáttunum er best að spóla yfir. Það eru hlutarnir sem innihalda búta af myndböndunum sem kattamorðinginn birti af grimmdarverkum sínum. Það er víst aldrei sýnt akkúrat þegar kettirnir draga síðasta andardráttinn, en fyrri hluti myndbandanna er sýndur. Og það er bara of mikið fyrir mig.

Með þessum hætti komst ég í gegnum alla þrjá þættina – og þeir voru virkilega góðir. Sagan er gjörsamlega lygileg.

- Auglýsing -

Eins og þeir sem hafa séð þættina vita, færir kattamorðinginn sig á endanum yfir í mannfólk og myrðir mann sem hann lokkar heim til sín á fölskum forsendum. Hann birti myndband af því líka. Eins og með kettina var aðeins fyrri hluti þess myndbands sýndur í þættinum. Ég þurfti hins vegar ekki að spóla yfir það. Við skulum alveg láta eiga sig að greina það neitt nánar. Það er einfaldlega ekki sama Brandur og Brandur kisi!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -