Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

„Fyrir mér var þetta ekki annað en lágkúra, einstaklega ógeðfelld, út í gegn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Viðar leikhúsgagnrýnandi rýnir í leikverkið Prinsessuleikana sem nú eru sýndir á fjölum Borgarleikhússins. Í nýjasta tölublaði Mannlífs má lesa alla grein Jóns Viðars sem ber nafnið: Lifandi leikhús og dautt.

Hér að neðan birtist úrdráttur úr gagnrýninni á Prinsessuleikunum:

Þó ég ætti að vinna mér það til lífs, þá gæti ég vart giskað á hvert var erindi skáldsins með verkinu. Að sjálfsögðu á þetta að vera einhverslags pólitísk framúrstefna, væntanlega í femínískum anda, því þarna er verið að hæðast að gömlum staðalmyndum um konur sem teprulegar prinsípissur bíðandi eftir því að prinsinn birtist og frelsi þær. Mjallhvít og Þyrnirós eru aðal í fyrri þáttunum tveimur, en eftir hlé gengur Jacqueline Kenndy fram í bleikrauðu dragtinni sinni, mynduglega túlkuð af Sólveigu Arnarsdóttur sem fékk mann næstum til að trúa því að hún botnaði eitthvað í þeim vaðli sem persónunni er lagður í munn, nokkuð sem er afrek út af fyrir sig. Það sem helst einkennir þetta „show“ er sem sé endalaus textastraumur, orðafroða slík að ég hef sjaldan eða bara aldrei þurft að sitja undir þvílíku, a.m.k. hér á landi. Hvort meira vit sé í hinum þýska frumtexta og hafi týnst í þýðingu, veit ég ekki, en Bjarni Jónsson er samviskusamur þýðandi svo ég tel það ólíklegt. Og það leiddist fleirum en mér þetta kvöld; eftir hlé var hálfur bekkurinn fyrir aftan mig horfinn hljóðalaust. Sem er dapurt, því leikhúsmiðarnir eru ekki ódýrir.

Ég hef í rauninni ekkert meira um þetta að segja, nema helst það hversu ósmekklegur þátturinn um frú Kennedy var; Kennedy sjálfur liggjandi í glerkistu eins og Mjallhvít, svo reis hann upp og þá fabúlerað um morðið á honum, klesstur bíll með heilaslettum á baksæti hafður til að vísa í það, sem er villandi, því bíllinn sem forsetahjónin voru í skaðaðist ekki og var síðast þegar ég vissi á safni í Chicago. Aðrir geta eflaust fundið eitthvað symbólskt út úr þessu ef þeim sýnist svo; fyrir mér var þetta ekki annað en lágkúra, einstaklega ógeðfelld, út í gegn.
Ein athugasemd: Hvers vegna í ósköpunum fá leikarar að nota þráðlausa míkrófóna í ekki stærra rými en Nýja sviðinu? Annaðhvort eru þeir með raddgalla sem þeir þurfa þá að vinna á eða þeir nenna ekki að vinna með raddtæknina; því miður óttast ég að það síðara sé raunin. Vonandi hverfur þessi ósiður sem fyrst af sviðinu. Ég tek fram að Sólveig þurfti ekki á neinu slíku að halda.

Hér má lesa grein Jón Viðars í heild

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -