Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hefnd Agnesar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska Þjóðkirkjan hefur mörg undanfarin ár átt undir högg að sækja. Vaxandi óvinsældir snúast ekki síst um æðstu stjórn sem hefur ástundað yfirhylmingar á brotum presta og lagt aðra í einelti. Ólafur Skúlason biskup varð uppvís að því að áreita konur sem sumar leituðu til hans í neyð. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur hafði misnotað stúlkubarn á námsárum hans. Systir stúlkunnar varð vitni að atvikum. Séra Þórir komst upp með það í meira en hálfa öld að svara ekki fyrir syndir sínar. Konan sem varð fyrir illmennskunni barðist árum saman fyrir því að fá afsökunarbeiðni prestsins. Stígamót áttu engin úrræði. Kirkjan þagði þunnu hljóði. Það var ekki fyrr en Unnur Guðjónsdóttir hóf baráttu fyrir hönd konunnar að mál komust á hreyfingu. Unnur hafði leitað með málið til kirkjunnar en án árangurs. Loks leitaði hún til séra Skírnis Garðarssonar, prests í Lágafellssókn. Skírnir brást við eins og sönnum sálusorgara sæmir og skrifaði bréf til Fagráðs kirkjunnar og krafðist svara um stöðu mála konunnar. Uppnám varð við bréf prestsins sem þarna beitti sér beinlínis í máli sem snéri að kollega innan kirkjunnar. Einhverjir urðu til þess að bölva prestinum fyrir að svíkja lit. En bréfið varð til þess að hreyfing komst á málið. Lyktir þess urðu að séra Þórir Stephensen játaði brot sitt.

Undirmenn Agnesar í Lágafellssókn brutust inn í pósthólf prestsins og framsendu pósta á Biskupsstofu. Séra Skírnir klagaði til Úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem lýsti kirkjunnar menn seka um innbrotið.

Fimm árum eftir að Fagráð kirkjunnar tók á málinu varð furðuleg uppákoma að tilstuðlan biskups. Presturinn seki og fórnarlambið komu saman til sáttafundar. Séra Þórir baðst þar fyrirgefningar á athæfi sínu sem í raun er ófyrirgefanlegt. En þrátt fyrir að brotið lægi fyrir var hann ekki gerður brottrækur af starfsvettvangi kirkjunnar. Nokkrum árum eftir sáttafundinn var hann enn að vinna prestverk. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar komust á snoðir um það að Agnes biskup tilkynnti að séra Þórir ynni ekki framar fyrir kirkjuna.

Agnes biskup brá aftur á móti skjótar við þegar hún fékk höggstað á séra Skírni. Presturinn hafði lent í nokkrum ógöngum þegar hann átti í samskiptum við konu sem hann taldi sigla undir fölsku flaggi í leit að neyðaraðstoð kirkjunnar. Það mál varð til þess að hún klagaði prestinn til Persónuverndar fyrir að hafa grafist fyrir um fortíð hennar. Undirmenn Agnesar í Lágafellssókn brutust inn í pósthólf prestsins og framsendu pósta á Biskupsstofu. Séra Skírnir klagaði til Úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem lýsti kirkjunnar menn seka um innbrotið. Persónuvernd var sama sinnis og tók ekki undir klögumálið á hendur prestinum sem þannig var saklaus af því að brjóta trúnað við sóknarbarn sitt. Samt hrakti Agnes Skírni úr sókninni og sendi hann í annað og veigaminna embætti.

Sóknarbarnið, sem á sínum tíma sótti um styrk á vafasömum forsendum, náði að koma sér inn í bakvarðasveit vegna kórónufaraldursins án þess að hafa til þess tilskilin starfsréttindi sem sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur. Séra Skírnir sá hana í fréttum og honum brá. Hann sagði Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, frá því að konan væri varasöm. Svo varð Skírni á að segja frá upplifun sinni í viðtali við fjölmiðil. Þá var tækifæri biskups komið. Agnes reiddi til höggs og lýsti séra Skírni útlægan frá störfum í þágu kirkjunnar. Engin áminning, engin vægð. Uppljóstraranum hafði verið refsað. Hefndin var komin.

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -