Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Hrakmenni með peninga að vopni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Árásir Rússa á Fréttablaðið eru dæmi um það þegar hið illa vald beitir ofbeldi til þess að þagga niður umræðu. Blaðið birti á dögunum mynd af fótum troðnum rússneskum fána og var krafið um afsökunarbeiðni. Þessu var að sjálfsögðu hafnað af ritstjórn og eigendum.

Fjölmörg dæmi eru um það hérlendis að valdamenn beiti sér gegn fjölmiðlum í krafti peninga eða pólitískra valda. Tímaritið Ísafold var bannað í einni verslunarkeðju vegna umfjöllunar um bæjarstjórann, besta vin eigandans. Ofbeldið hafði engin áhrif á almenning sem hélt áfram að versla við hrakmennið. Stundin sætti ofsóknum sýslumanns Sjálfstæðisflokksins í framhaldi af umfjöllun um formann flokksins og fjármálabrall hans.

Boðberar hinna illu tíðinda hafa verið stimplaðir

Nokkrir blaðamenn sem hafa gegnt lykilhlutverki við að upplýsa um spillingarmál Samherja eru nánast ofsóttir af yfirvöldum og einstökum fjölmiðlum. Blaðamennirnir áttu þátt í að upplýsa að sjávarútvegsrisinn Samherji heldur úti skæruliðasveit í því skyni að rógbera fjölmiðlafólk og aðra þá sem teljast til óvina þeirra sem ráða því fyrirtæki. Boðberar hinna illu tíðinda hafa verið stimplaðir sem grunaðir og kallaðir til yfirheyrslu fyrir að hafa nálgast og birt upplýsingar úr síma skipstjóra sem tilheyrði skæruliðasveitinni. Því er haldið fram einstaklingur, náinn skipstjóranum, hafi byrlað honum ólyfjan og síðan stolið símanum og komið honum í hendur fjölmiðlamanna. Á sama tíma og kraftur er í rannsókn á fjölmiðlafólkinu virðist fátt vera að gerast með þá lykilmenn Samherja sem grunaðir eru um mútur í Namibíu og skattsvik í Færeyjum. Þorsteinn Már Baldvinsson leikur enn lausum hala á meðan lögreglustjórinn í heimabæ hans djöflast á blaðamönnum.

Enn eitt dæmið um þá spillingu sem á sér stað snýr að Mannlífi. Auðmaðurinn Róbert Wessman tengist innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Fyrir liggur játning og fyrirgefningarbeiðni þess sem stóð að innbrotinu. Auðmaðurinn greiddi honum verulegar fjárhæðir til að fela slóðina. Fyrir liggur rökstuddur grunur um aðild Róberts að fleiri afbrotum sem tengjast fjölmiðlinum. Þau mál eru í vinnslu. Ráðherrar láta sig málið engu varða og stilla sér upp til myndatöku upp með auðmanninum sem hringir bjöllum með betlistaf í hendi. Sjálfur hefur auðmaðurinn sigað einhverjum aumustu lögmönnum Íslands á fjölmiðilinn með alls konar ávirðingar að vopni. Auk þessi beitti hann lögmönnum níðingsins Harveys Weinstein. Kónarnir Wessman og Weinstein deila með sér lögmönnum. Tilgangurinn er bersýnilega að beita ofbeldi í krafti auðs og þagga niður í fjölmiðli.

Lögreglan vinnur á sínum hraða og hefur fengið skýlausa játningu þess sem braust inn. Þá liggur fyrir kæra hjá lögreglunni á hendur auðmanninum fyrir aðild og yfirhylmingu. Í þessu máli mun reyna á réttarkerfið, rétt eins og í málinu gegn Samherjamönnunum. Getur verið að menn sleppi í krafti auðæfa sinna á meðan smáþjófarnir lenda á Hrauninu? Getur það verið að glæpamenn á Íslandi sleppi ef þeir eru auðugir og valdamiklir? Hengjum við bakara fyrir smið? Siðað samfélag hlýtur að hafa í hávegum þá kröfu að allir séu jafnir fyrir lögunum. Annars erum við ógeðslegt samfélag.

- Auglýsing -

Fyrirvarar:

  1. Höfundur greinarinnar vinnur að heimildabók um Róbert Wessman í samvinnu við fyrrverandi samstarfsmann hans.

2. Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu vegna yfirhylmingar og aðildar að innbrotinu á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -