Miðvikudagur 7. desember, 2022
-3.2 C
Reykjavik

Kalli verður kóngur góður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ég tek það strax fram að ég fyrirlít kónga, drottningar, prinsessur og prinsa; en verð að sætta mig að þetta sjúka pakk sem „fæðist“ sem eitthvað sem er „meira og betra“ en venjulegt fólk – almenningur – þeir sem bera uppi öll samfélög heimsins.

Þetta fólk er á engan hátt betri en ég, hvað þá þú. Ég hef á minni skrautlegu ævi gert meira af viti og af áhuga og metnaði en þessir hálfsofandi dekurmaurar sem ekkert gera fyrir samfélag þeirra annað en að gera þau fátækari.

Burt með allt þetta pakk; finnum þeim vinnu á elliheimilum; í Sorpu eða á kassa í Krambúðinni í Njarðvík. Eða á álíka vinnustöðum í samfélögum sínum sem passa við það sem ég var að skrifa.

Djöfull hefði þetta drasl migið og skitið í buxurnar yfir yfirgripsmikilli vankunnáttu þeirra á að dæla bensíni eða sinna afgreiðslustörfum á McDonalds; en engar áhyggjur; þjónar þeirra myndu þrífa upp hlandið og saurinn. Þetta lið verður aldrei stoppað úr þessu. En reyndar er ekki sniðugt að nota endanleg orð eins og alltaf og aldrei; því þau meika engan sens, og hananú!

Eina sem kóngarusl og drottningarhyski gerir er að sjúga til sín peninga svo líf þess verði bærilegt; að þeirra mati; en allt þess líf snýst um meiri peninga og svo meiri peninga. þetta eru algjörlega ódrepandi vampýrur sem sjúga megnið af blóðinu úr því samfélagi sem það lifir í; og fólk er hrifið af þessu! Hvað er að? Af hverju viðgegnst þetta ennþá árið 2022, þar sem ein fokking jarðarför kostaði trilljónir og einnig nokkrar zilljónir; komm on – enginn er svona merkilegur, og verður aldrei.

Ég skal þó viðurkenna að ég hef alltaf verið nett swag fyrir Karli prinsi af Wales; nú Karl III. Konungur Bretlands.

- Auglýsing -

Hann var kvennabósi og gleðimaður; kunni svo sannarlega að skemmta sér um víða veröld. Hann var kurteis, en hann kom oft til Íslands á sínum til að veiða. Dvaldi hann gjarnan á Hótel Loftleiðum – sem ég man ekki hvað heitir í dag.

Mamma mín vann þarna á árunum í kringum 1970 og til ársins 1979. Hún sá prinsinn nokkrum sinnum og var hann að hennar sögn kurteis og hæglátur; en nokkrum sinnum var einhver kona með í för, sem mamma vissi ekkert hver var fyrr en löngu síðar. Þið megið giska.

Ég er á þeirri skoðun að dónalegt, afskiptasamt og fordómafullt fólk megi fara fjandans til; og er ég ekki bara að tala um kónga, drottningar, prinsa eða prinsessur; bara slíkt fólk almennt séð. Vildi bara koma því að; nei,reyndar hata ég afskiptasamt fólk innilega – meira en að lenda í öðru sæti í Gettu betur árið 1991.

- Auglýsing -

En Karl III. var ekki og er ekki þannig og þó hann hafi sýnt smá reiðitakta og verið filmaður nýverið gefur það ekki góða mynd af honum; hann er rólegur maður og vel gefinn. Hann vildi og mun breyta bresku krúninni; minnka formlegheitin, grimmdina, og hafa meira gaman af lífinu, en það var nú ekki sterkasta hlið móður hans, hinnar nýlátnu Elísabetar II.

Hún var mjög andsnúin breytingartillögum Karls III. sem vildi verða og mun verða miklu meiri alþýðumaður; með mun meiri tengsl við almenning í landinu en móðir hans heitinn hafði – sem var köld og grimm í mannlegum samskiptum og þá sérstaklega við þá sem hefðu átt að vera henni kærastir; hugsaði meira og betur um sig sjálfa og mann sinn en börn þeirra. Sérstaklega Karl III. sem var frumburður hennar og því alinn upp til þess að verða kóngur þegar sú gamla gæfi upp öndina. Sorglegt.

Þó ég sé algjörlega mótfallinn þeirri hugmynd að einhver fæðist í eitthvað hlutverk í stað þess að vinna sér inn virðingu og leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins annað en að veifa pempíulega í bíl sem þýtur framhjá þrusuheimskum lýð sem enn dáir og dýrkar bresku konungsfjölskylduna, en lýður þessi var og er auðlind bresku krúnunnar sem tók mikið til sín og gaf ekkert til baka – þá ber ég virðingu fyrir einstaklingnum Karli III.

Hann var þvingaður í hjónaband með Díönu prinsessu þegar hans sanna ást í lífinu var Camilla-Parker Bowls. Hann sleit aldrei sambandi sínu við Camillu, og Þegar Karl III. og Díana prinsessa skildu varð Camilla hans lífsförunautur. Lifi ástin!

Karl III. verður kóngur góður – það veit ég, ef ég eitthvað veit. Langt er síðan konungur var við völd sem bar þetta nafn, Karl. Tveir konungar báru nafnið Karl, feðgarnir Karl I. sem grimmdarseggurinn Oliver Cromwell lét myrða, en sonur Karls I, Karl II, náði að flýja til Frakklands, þar sem hann bjó ásamt móður sinni eftir dauða Karls I. Hann snéri síðan úr útlegðinni þegar Cromwell geispaði golunni og búið var að koma honum í holuna eilífu.

Karl 2.

Báðir kóngarnir, Karl I. og þó sérstaklega sonur hans, Karl II. þóttu með allra bestu konungum sem Bretland hefur átt. Og hafa bretarnir ekki átt marga góða kónga – þetta voru meira og minna vitfirringar með útþynnt blóð sem héldu að þeir væru með blátt blóð. Svo var ekki.

Í ljósi þess hveru góðir feðgarnir sem báru nafnið Karl voru sem konungar leyfi ég mér að halda því fram að nú heimsæki fortíðin nútímann í Karli III. Hann á eftir að standa sig janfnvel eða betur en feðgarnir frá fortíðinni og gera góðar breytingar á stífu og steingeldu krúninni. Og hann mun skila af sér krúnunni þannig að auðvelt verður fyrir frumburð hans, Vilhjám, að taka við henni.

En leyfum Kalla kóngi hinum þriðja að njóta sín þessi ár sem hann á eftir, en kappinn er orðinn nokkuð gamall – verður 74 ára í nóvember.

Kalli verður kóngur góður.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -