Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan rannsaki stórslysið á Landakoti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú skelfilega staða kom upp að tugir aldraðra á Landakoti og tengdum stofnunum smitaðist af Covid 19. Nú blasir við að  15 prósent þeirra létu lífið vegna þess að veiran náð að dreifa sér þar sem síst skyldi. Gamalt, varnarlaust fólk varð fyrir högginu og margt þeirra lét lífið.

Landakot er á ábyrgð Landsspítalans. Sá sem stærsta ábyrgð ber þar er forstjórinn. Það var á hans vakt sem brást að skipta Landakoti niður í örugg sóttvarnarsvæði. Ástæðan var sögð vera mannekla á Landakoti. Einhverskonar rannsókn óháðra aðila stendur yfir vegna ótímabærs dauða þessa fólks. En lögreglan er ekki komin í málið og stendur varla til. Forstjóri Landsspítalans virtist vera í bobba þegar hann var spurður að þessu í sjónvarpsfréttum.

Það hvílir ákveðin lagaskylda á sjúkrahúsunum og stofnunum þegar ótímabær mannslát verða. Fyrir nokkrum árum var hjúkrunarfræðingur miskunnarlaust ákærður vegna þess að sjúklingur í öndunarvél lét lífið. Ákæran sneri að því að hjúkrunarfæðingurinn hefði ekki stjórnað vélinni rétt. Niðurstaðan fyrir dómi var að hann var sýknaður. Nú stöndum við frammi fyrir því að 10 manns hafa látið lífið vegna þess að kerfið  sem átti að vernda fólkið brást. Þetta kerfi gegnir sama tilgangi og öndunarvélin og á að vernda líf skjólstæðinganna. Kerfið er mannanna verk og þar er fólk sem á að vernda skjólstæðingana. Það urðu stjórnunarmistök.

Með réttu hefði lögreglan átt að  fara strax í málið.

Það er algjörlega ófært annað en að  rannsaka til  hlítar hvað gerðist og kalla  fram ábyrgð þeirra sem stjórna málum. Það snýst ekki um annað en réttlæti og að fyrirbyggja að svona stórslys komi upp aftur. Við höfum þann hátt á að fara ofan í mál af þessu tagi. Skip strandar,  flugvél ferst eða það verður rútuslys. Mál eru undantekningalaust rannsökuð ítarlega og niðurstöður lagðar til grundvallar því hvort kallað verður eftir ábyrgð þeirra sem voru við stjórnvölinn. Með réttu hefði lögreglan átt að  fara strax í málið.

Umræður um stórslysið á Landakoti hafa einkennst af meðvirkni og að  þeir sem spyrja spurninga eru sakaðir um nornaveiðar. Fréttamaður Kastljóss var úthrópaður fyrir að spyrja forstjóra Landsspítalans ákveðinna og hnitmiðaðra spurning aum ástæðurnar fyrir fjöldasmitinu. Það er heimskulegt sjónarmið að ekki megi spyrja æðsta mann spítalans og engin sanngirni gagnvart þolendum málsins, þeim sem veiktust og létust og aðstandenda þeirra. Landlæknir á undanbragðalaust að kalla eftir lögreglurannsókn á Landakoti. Tíu glötuð mannslíf  og tugir veikra eru of mikið til þess að látið verði kyrrt liggja. Leita verður allra leiða til að  upplýsa hvað gerðist á Landakoti og hvers vegna og fyrirbyggja að eitthvað þessu líkt geti komið upp aftur í framtíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -