Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Munu sóttvarnaraðgerðirnar kosta fleiri börn lífið en breska afbrigðið hefði gert?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur fullyrt að sérstaklega mikið liggi nú undir því að komið verði í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðis kórónuveirunnar. Hann segir það vegna þess að börn séu að veikjast oftar og verr af þessu afbrigði en öðrum. Því verði nú að grípa til hörðustu aðgerða sem gripið hafi verið til hérlendis.

Þessi röksemdafærsla er ekki svo galin ef við gefum okkur að þetta sé rétt hjá honum, enda gjörbreytir það stöðunni ef börn eru farin að veikjast af samskonar alvarleika og tíðni og eldri hópar. Við erum flest sammála um að líf barna eru allra verðmætust og við ættum að standa vörð um þau. Breska tölfræðin hlýtur að endurspegla þessa miklu tíðni alvarlegra veikinda enda hefur veiran gengið nokkuð stjórnlaust yfir þar undanfarið ár.

Nú er það svo að Covid tölfræði breta er mjög aðgengileg eins og íslenska tölfræðin. Ef við skoðum hana kemur í ljós að samtals eru 13 börn, 0-14 ára, skráð látin af eða með Covid á Bretlandseyjum, það kann að hljóma skelfilega há tala en við skulum muna að þetta er rúmlega 60 milljón manna þjóð. Við getum sett þetta í samhengi árlegrar flensu en um 30 börn í þessum aldurshóp eru skráð látin af flensu árlega í Bretlandi. Við getum líka yfirfært töluna á íslenskan mælikvarða með smá útreikning, ef Bretar væru 350 þúsund manna þjóð væri talan 0.07 börn. Við getum jafnframt leitt líkum að því að undirliggjandi heilsufar
þessara barna hafi haft mikil áhrif.

Þessi tölfræði er keimlík þeirri sem við höfum kynnst hér heima og erlendis á undanförnu ári, það er afskaplega fátítt að börn veikist illa af kórónuveirunni. En hvað með það? Ef þetta bjargar 0.07 börnum, er það ekki þess virði? Það mætti kannski færa rök fyrir
því, ef sóttvarnaraðgerðir af þessu tagi hefðu ekki afleiðingar í för með sér. Djúp og mikil kreppa, atvinnuleysi, skerðingar á skóla-, íþrótta- og frístundastarfi barna. Sum börn flosna upp úr íþróttum eða skóla og ná sér aldrei á strik aftur. Þá eykst tíðni heimilis- og kynferðisofbeldis sem og fíkni-, vímuefnaneysla og sjálfsvígum fjölgar. Tugþúsundir fjölskyldna eru að tapa öllu. Hver dagur í kreppunni kostar ríkissjóð um milljarð króna. Það er milljarður sem þarf fyrr eða seinna að skera niður, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu.

Holan sem við þurfum að grafa okkur uppúr verður dýpri með hverjum degi sem líður. Allt kostar þetta, peninga og mannslíf, þar á meðal líf barna. Það á að tala um hlutina eins og þeir eru. Sóttvarnaraðgerðirnar eru ekki til verndar barna, þær eru á kostnað þeirra. Stefna Þórólfs og ríkisstjórnarinnar er að öllu skuli fórna til að halda aftur af smitum og það þýðir að við erum að fórna lífum og lífsgæðum barnanna okkar til að koma í veg fyrir að eldra fólk veikist. Mér finnst það ekki í lagi. Börnin eiga að vera í forgangi.

Það er vel hægt að fara millileið í sóttvörnum þar sem allur kraftur er lagður í að vernda þá sem sannarlega þurfa á vernd að halda í stað þess að leggja allt samfélagið í rúst. Við þurfum ekki að fórna börnunum okkar. Nánar er fjallað um það í Great Barrington yfirlýsingu fremstu lýðheilsufræðinga og sóttvarnarlækna heims.

- Auglýsing -

Höfundur er atvinnulaus faðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -