Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Nokkur orð um kjarabaráttu leikskólastarfsfólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mínum vinnustað er frábært starfsfólk sem vinnur af heilum hug og með þá hugsjón að hugsa sem best um börnin, kenna færni og gildi sem nýtast allt lífið, sýna einstaka umhyggju og er umhugsað um líðan barnana svo þau geti notið sýn sem best.

Á mínum vinnustað vinnur fólk með misjafna menntun. Háskólamenntað, með starfstengd nám, ómenntað og með misjafnlega reynslu.
En það sem við eigum öll sameiginlegt er að við vinnum okkar vinnu með hag barnana að sjónarmiði.

En hvernig er hægt að mismuna fólki svona í launum sem vinnur sömu störf ?

Ég er menntuð sem leikskólaliði með stuðningsnám þar ofan á. Ég er með 15 ára starfsreynslu af starfi í leikskóla.
Á þessum 15 árum hef ég starfað sem leiðbeinandi sìðar sem leikskólaliði, hef starfað sem stuðningur við börn með þroskafrávik, séð um íslenskukennslu og málörvun fyrir börn flóttafólks, verið með umsjón með sérkennslu og tekið að mér deildastjórastöðu tímabundið. Þykir mér þetta ansi góð starfsreynsla og vildi ég svo gjarnan að þetta yrði metið til betri launa en þannig er það nú bara alls ekki.
Með þessa reynslu á bakinu og mína menntun á ég af fá heilar 466 þús í mánaðarlaun miða við 100% starf miða við launaseðill 1 júní 2023.
Eru það ásættanleg laun spyr ég ?
Og þó svo að launin muni hækka um hámark 50 þús á mánuði er það þá nóg fyrir það mikilvæga starf sem ég vinn ?

Ég starfa með frábæru ófaglærðu fólki sem á auðvitað ekki að fá lægri laun en það hefur. En mér svíður það samt mikið að ég vinn með fólki sem hefur td ekki eins langan starfsaldur eða sömu menntun og ég en það hefur samt sem áður fengið hærri laun en ég því það tilheyrir stéttafélagi sem er ekki undir BSRB.

Við vinnum hlið við hlið með sömu hugsjón og gildi sem er að hlúa sem best að börnunum og starfinu.

- Auglýsing -

Munurinn á launataxta á milli þeirra sem eru í stéttafélögum sem eru aðildafélög í starfgreinasambandinu en svo aftur á móti stéttafélögum sem er aðilar í BSRB er mikill.
Við erum að tala um að það er allt að 50 þús launamun þarna á milli fyrir sömu störf.
Og við eigum bara að sætta okkur við að fá ekki sömu laun frá 1 janúar síðast liðin.

Er skrítið að við Kjalarfólk séum ekki sátt ?
Já og að segja við okkur að vera bara í öðru stéttafélagi er bara fáranlegt. Auðvitað eigum við bara að sitja við sama borð og fá sömu hækkanir á sama tíma en ekki þurfa að berjast fyrir afturvirkum launahækkunum eða sætta okkur við eitthvað minna.

Nei við viljum ekki sætta okkur við eitthvað minna.

- Auglýsing -

Ég skora á foreldra og velunnara okkar að mótmæla þessu, standa með okkur í þessari baráttu. Já og að sveitafélögin virði mikilvægi okkar starfa.

Lifið heil.

Hildur Sveinsdóttir
Leikskólastarfsmaður hjá Borgarbyggð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -