• Orðrómur

Smitdólgurinn á að fá dóm

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heimsbyggðin hefur í hálft annað ár staðið frammi fyrir einni stærstu áskorun á síðari tímum. Sú illræmda veira, Covid 19, hefur snert við allflestum íbúum veraldarinnar. Við þekktum flest einhvern sem lét lífið í faraldrinum. Og við þekkjum flest marga sem hafa veikst og eru jafnvel að glíma við afleiðingar sem marka daglegt líf þeirra.

Í öllu þessu fári höfum við Íslendingar, af öllum þjóðernum, staðið saman. Við höfum í hálft annað ár tekið á okkur frelsisskerðingar og hömlur til að halda vágestinum niðri. Við höfum uppskorið og verið svo heppin að sleppa betur frá veirunni en aðrar þjóðir. Undanfarna mánuði hefur veiran mallað í samfélaginu en ekki með dauðsföllum eins og í fyrstu bylgjunni. Það sem helst vinnur gegn okkur er ákveðið sleifarlag stjórnvalda við að kaupa inn bóluefni og ná þannig fram hjarðónæmi.

Einn maður hefur öll þessi áhrif

Fyrir viku síðan héldum við að nú væri þetta allt að koma. Sárafá smit og slakað á takmörkunum. En þá kom höggið. Einstaklingur, sem kom til landsins, braut gegn sóttkví og smitaði fjölda manns áður en yfirvöldum tókst að grípa inn í og einangra fólk. Framferði þessa smitdólgs, sem ekki gat hlýtt reglum, kostar nú veikindi barna og starfsmanna á leikskóla og tengdra aðila. Þá þurfa tugir manna að sæta einangrun og aðskilnaði frá ættingjum og vinum. Einn maður hefur öll þessi áhrif sem enginn veit hversu varanleg verða fyrir fórnarlömb hans. Þá má nefna að smitdólgurinn færir yfirvöldum það vopn að það megi svipta almenning frelsinu og loka inn á hótelherbergi til að fyrirbyggja smit. Við erum samkvæmt því rollur og það verður að reka okkur í réttir og svipta okkur frelsi.

Sú krafa er eðlileg að hann og aðrir smitdólgar sæti viðurlögum og verði dæmdir í samræmi við verk sín. Við búum við ákveðið réttarkerfi þar sem þeir sem brjóta gegn lögum samfélagsins eru gerðir ábyrgir. Við dæmum fólk í fangelsi fyrir að stela úr sjoppu eða fyrir að aka of hratt og ógna þannig samborgurum sínum. Dómarnir þýða þó ekki að ævilanga útskúfun. Fólk afplánar einfaldlega og tekur vonandi betrun.

Einhverjir vilja klína sök á Pólverja almennt og útlendingahatur vex

Sum okkar eru meðvirk. Það má ekki ala á smitskömm. Þegar þess er krafist að sá sem dreifir meðvitað smiti svari til saka rísa einhverjir upp og telja að fólk og fjölmiðlar séu með heykvíslar á lofti. Nafnbirting smitsdólgs er í huga þessa fólks ofsóknir á hendur honum. Þetta er í besta falli meðvirkni eða í versta falli hræsni. Það á að upplýsa um nafn þess sem veldur víðtæku smiti með broti á sóttkví. Það flýgur fyrir í dag að sá sem ber sökina í smitmálinu í dag sé Pólverji. Það þýðir að einhverjir vilja klína sök á Pólverja almennt og útlendingahatur vex. Ef nafn hins brotlega er birt komumst við framhjá þeirri ömurlegu umræðu. Hann fær þá tækifæri til þess að skýra sína hlið og biðja þolendur, börn og fullorðna fyrirgefningar. Í því felst líka sá fælingarmáttur að við hugsum okkur öll um áður en við tökum þá áhættu að valda samfélagi okkar stórskaða og setja líf í hættu og lenda í kastljósi fjölmiðla. Horfum í augu smitdólganna og hjálpum þeim til að verða betra fólk.

Mynd / Hákon Davíð

Aðalatriðið er þó að allir verða að skilja að það er ekki í boði að brjóta gegn sóttkví og setja heilt samfélag á annan endann. Allir verða lúta þeim reglum. Það er betra að sjoppuþjófurinn komist upp með sitt athæfi heldur en að við normalíserum það háttalag sem leiðir að óþörfu þjáningu og frelsisskerðingu yfir hóp fólks. Þeir brotlegu sem dreifa smiti eiga að upplifa smitskömm.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -