Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Svavar og Berglind til liðs við Mannlíf: „Við erum linir neytendur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistill:

„Hvað ert þú að gera núna?“ Spurði Reynir Traustason, minn gamli yfirmaður á DV, á toppi Akrafjalls á dögunum fyrir framan 30 manna gönguhóp. „Ertu ekki til í að skrifa um neytendamál?“

Neytendamál? Ég sem er að mörgu leyti svo meðvitundarlaus neytandi. Var mér þá hugsað til afa, Geralds Häsler. Hann og amma Kaja bjuggu í Bæjaralandi og við heimsóttum þau alltaf á sumrin. Afi hjólaði alla morgna í bakaríið og kom heim færandi hendi með nýbakað bakkesli. En einn daginn kom hann tómhentur heim.

„Þeir hækkuðu rúnstykkin um 1 pfennig frá því í gær. Ég tek ekki þátt í þessu!“ sagði hann argur og sótti brauð í frysti. Afi og fleiri fastakúnnar sniðgengu bakaríið þar til eigendurnir dróu hækkunina til baka.

Þetta hefur alltaf sitið í mér. Það skiptir máli að vera á tánum sem neytandi, það sparar helling, en í amstri dagsins er oft þægilegra að borga bara og brosa. Mér finnst Íslendingar vera frekar linir neytendur upp til hópa og mig hefur lengi langað til að gera betur, þetta blundar í mér. Ætli það sé ekki þýska genið? Ég ákvað að taka þessu tilboði Reynis fagnandi og ég vona að ég geti lært eitthvað, miðlað einhverju áfram og líka átt samtal við lesendur um neytendamál. En ég verð ekki ein, við hjónin verðum í þessu saman. Yfir til þín Svavar:

Á mínu æskuheimili var ekki hlaupið út í búð eftir hverju sem er. Það voru gerð skipulögð innkaup sem dugðu lengi. En ekki nóg með það. Heldur var sest niður og farið kirfilega yfir strimilinn, hann færður til bókar, og borinn saman við síðustu innkaup. Þannig var hægt að sjá birgðastöðu heimilisins og skoða breytingar á verðlagi á milli innkaupa. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið mikið af þessari hagsýni með mér inn í heimilislíf okkar hjóna, þó svo að vissulega reyni ég að skoða verðmiðana vel og vandlega þegar ég fer út í búð. En við verðum samt að horfast í augu við það að neytendavitund minnkar sífellt á milli kynslóða. Kauphegðun verður sífellt öfgakenndari og neyslan eykst. Það er kannski ekki meiningin hér að stara í myrkrið og röfla um það hvað allt var betra í gamla daga. En hinsvegar má alveg efla umræðu um neytendamál og síðast en ekki síst benda á það sem vel er gert og það sem betur má fara.

- Auglýsing -

Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -