Fimmtudagur 12. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Vangaveltur um Rússa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðdáendur mínir vita að ég hef gengið götur Moskvu oftar en meðalmaðurinn sem aldrei hefur komið þangað. Aldrei fann ég til hræðslu þar. Það var helst að ég yrði hræddur þegar ég fékk ískalt augnaráð frá forsvarskonu aðdáendaklúbbsins þegar ég hafði gleymt að hugsa áður en ég talaði. Nú yrði mér vafalaust hent út. Það gerðist nú samt ekki, slíkt er jafnaðargeðið.

Ég fann sem sagt aldrei fyrir neinni hræðslu í garð Rússa, sem ekki var sjálfsköpuð. Ég hef verið að rifja þetta upp með sjálfum mér undanfarna mánuði. Á þeim tíma hefur það þótt æ flottara að mótmæla stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Það er orðið svo „mainstream“ að jafnvel ungir Sjálfstæðismenn mótmæla. Það er gott, það á að mótmæla stríðum sama hverjir heyja þau.

Samt fer það fyrir brjóstið á mér þegar talað er um hernað Rússa í Úkraínu. Ég veit að það er ekkert rangt við að orða það svona, en þar sem ég þekki ögn betur til en margir, þá veit ég að í Rússlandi býr fólk sem, eins og ég, fyrirlítur stríð, fólk sem vill upplifa undur náttúrunnar, hlustar á ABBA eða Billie Eilish og fannst gaman að horfa á Friends á sínum tíma. Því fannst gaman að ferðast eða „chilla“ bara heima yfir Netflix.

Báðir þessir hlutir eru í dag orðnir mun erfiðari fyrir hin dæmigerða Rússa. Ýmsar vefsíður leyfa ekki einu sinni heimsóknir frá Rússlandi. VISA vill þig ekki heldur ef þú ert frá Rússlandi. Allt þetta, og svo miklu meira, vegna þess að maður, sem þú hafðir aldrei mikið um að segja að réði öllu í landinu þínu, er óður.

Hvernig hefðum við tekið því ef sams konar aðgerðir hefðu dunið yfir Íslendinga eftir að tveir óðir menn lýstu yfir stuðningi við stríð í Írak árið 2003? Er virkilega ekki til betri leið en útilokun í aðstæðum sem þessum? Og ég spyr í einlægni, því ég þykist ekki vita svörin við þessum vangaveltum mínum. Ég er bara hræddur um að aðgerðir sem þessar bitni minnst á þeim sem þær beinast að.

Þetta fólk er heldur ekki í stríðsrekstri í Úkraínu. Það er her Pútíns. Alveg eins og ég átti ekki í stríði við Írak árið 2003. Það voru Davíð og Halldór og þeirra her.

- Auglýsing -

Eiríkur Guðmundsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -