2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þetta venjulega

Jólin, jólin alls staðar … með jólagleði og gjafirnar.“ Mér finnst eins og ég eigi að vera að skrifa eitthvað flugbeitt og gáfulegt um Samherja en ég get ekki hætt að hugsa um jólin.

Hann er hafinn, forleikurinn að jólunum, með öllu því góða og slæma sem honum fylgir. IKEA getur vart lengur eignað sér byrj unina á jólunum, nú er tónninn sleginn á sumrin, með auglýs ingum um hina og þessa jólatónleika sem maður hreinlega verður að tryggja sér miða á. Maður er varla almennileg manneskja nema að hafa setið sveittur við tölvuna þegar miðarnir á Baggalút fóru í sölu. Svo eru það jólahlaðborðin, ekki má maður missa af þeim. Bæklingarnir fara að hrúgast inn. Þarf ekki að endurnýja jólaseríurnar? BYKO, Húsasmiðjan og Bauhaus eiga þær á lager. Baka nokkrar sortir? Nói sér þér fyrir uppskriftunum og súkkulaðinu. Redda einhverju í skóinn? Það er opið í Hagkaup og Nettó allan sólarhringinn. Og jólagjafirnar maður? Hundruð fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum eiga nákvæmlega það sem þig og þína vantar. Og til að koma til móts við þig, kæri viðskiptavinur, eru Kringlan og Smáralind með lengdan opnunartíma fyrir jól. Bara ekki gleyma að fara með jólakortin og pakkana á pósthúsið tímanlega.

„Mikið er það sorglegt að kvíðinn sé fastur liður í jólaundirbúningi margra sem berjast við að halda þá gerð jóla sem samfélagið heldur að okkur.“

„Börnin stóreyg standa hjá og stara jólaljósin á,“ segir svo næst í kvæðinu. Því er ekki að neita að jólaljósin ylja en jólablúsinn sækir sömuleiðis að. Gjafirnar trompa jólagleðina. Þegar maður starfar í blaðamennsku fer maður að hugsa um ákveðin tímabil í umfjöllunum. Árstíðir, skólaárið, kjörtímabil … allt kallar þetta á ákveðna umfjöllun á ákveðnum tíma. Jólunum fylgja alls konar föst umfjöllunarefni ár hvert en þau tvö sem mér dettur helst í hug eru bara alls ekkert jólaleg; skógjafir jólasveinanna og réttur neytenda þegar kemur að því að skila vörum og leysa út inneignarnótur. Á hverju einasta ári skapast umræða um skógjafirnar í samfélaginu. Jón fær iPhone, á meðan Gunna fær mandarínu. Þetta er sannarlega þarft samtal en mikið er það sorglegt að einn fylgifiskur jóla sé kvíði sem sækir að börnum vegna þess að þau fá ekki jafnflott í skóinn og bekkjar félagarnir. Mikið er það sorglegt að kvíðinn sé fastur liður í jólaundirbúningi margra sem berjast við að halda þá gerð jóla sem samfélagið heldur að okkur. Jól þar sem neyslan er í forgrunni og hefur náð svo sturluðum hæðum að skilavertíðin milli jóla og nýárs er farin að valda fólki streitu snemma í desember.

En hún er líka fyrirsjáanleg umræðan um streituna í aðdraganda jóla og mikil vægi þess að anda inn og út og njóta, fjandinn hafi það! Finna jóla gleðina! Kannski er lausnin að hugsa minna um jólin og meira um Samherja. Réttlát reiði í stað streitu … er það ekki eitthvað?

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum