Við erum öll almannavarnir, líka gagnvart hagkerfinu!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Höfundur / Kjartan Sigurðsson

Það er samdráttur. COVID-19 hefur lamað hluta hagkerfisins og atvinnuleysi er mikið. Stjórnvöld hafa brugðist við með fjölmörgum aðgerðum sem styðja eiga við heimilin og fyrirtækin í landinu.

Stærsta atvinnugreinin, ferðamannaiðnaðurinn, skapar ekki lengur erlendar tekjur inn í hagkerfið og íslenska krónan hefur veikst. Í venjulegu árferði myndi gengisfelld króna skapa tækifæri fyrir hina tvo stólpa íslensks atvinnulífs; sjávarútveginn og álframleiðsluna. Við fengjum fleiri íslenskar krónur fyrir hverja selda afurð út í heim. Núverandi aðstæður eru hins vegar fordæmalausar. Minnkandi eftirspurn eftir sjávarfangi og áli í heiminum kemur í veg fyrir að við fáum fleiri krónur inn í hagkerfið.

Með veikri krónu hækkar vöruverð sem getur skapað verðbólgu. Lágt heimsmarkaðsverð á eldsneyti auk almenns eftirspurnarfalls kemur í veg fyrir verðbólguskot sem gefur Seðlabankanum tækifæri til að lækka vexti eins og hann hefur gert undanfarið. Þegar vextir eru lækkaðir er verið að lækka verð á fjármagni bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þetta er tíminn sem einstaklingar, ekki síður en fyrirtæki, eiga að huga að endurfjármögnun lánanna sinna. Lækkuð greiðslubyrði lána skapar auknar ráðstöfunartekjur.

Til þess að viðhalda atvinnustigi í landinu er skammtímalausnin að við, fólkið í landinu, höldum áfram að eyða krónunum sem við þó þénum. Aukinn sparnaður gæti hljómað skynsamlega en er það samt ekki fyrir heildina á þessum tímapunkti auk þess sem ávöxtun sparnaðar á lágum vöxtum skilar litlu. Við þurfum að neyta á Íslandi til þess að styðja við minnkandi landsframleiðslu. Viðskipti við erlendar netverslanir stuðla t.d. ekki að innlendri viðspyrnu.

En einkaneysla verður aðeins til ef fyritæki eiga vörur og þjónustu til að selja. Til þess að eiga vörur þurfa fyrirtæki að flytja þær til landsins og fá þær tollafgreiddar. Þrátt fyrir loforð stórnvalda um aðstoð við launafólk og fyrirtæki, með það að markmiði að viðhalda einkaneyslu og stuðla að öflugri viðspyrnu í hagkerfinu, fara sögur af því að embættismenn hjá Tollstjóra og Vinnueftirlitinu séu með sitt eigið dagskrárgerðarvald. Þar á bæ eru menn orðnir vanir því að dansa ekki í takt við „spillta“ stórnmálamenn og forðast alla afskiptasemi eða leiðsögn. Tilhæfislausar tafir við tollafgreiðslu og smámunalegar athugasemdir við vörusendingar geta lamað hagkerfið enn frekar.

Við erum öll almannavarnir, líka gagnvart hagkerfinu. Hvort sem við erum stjórnmálamenn, embættismenn eða venjulegir Jónar komumst við aldrei út úr þessari efnahagslægð með aðgerðum stjórnvalda einum og sér heldur með sameiginlegum gjörðum okkar allra. Hvert og eitt okkar þarf að taka þátt. Það verða ekki aðferðir Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri-grænna sem bjarga okkur út úr kreppunni heldur viðbrögð og viðhorf okkar almennings.

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Kærleikurinn strangi og mjúki

Leiðari úr 45 tölublaði Vikunnar.Fíknisjúkdómar leggja undir sig heilu fjölskyldurnar, sundra þeim og eyðileggja einstaklinga. Fíkniefnaneytandinn er...

Farsóttarþreyta og heimavinna

Höfundur / María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá SamskiptastöðinniDaglegt líf fólks hefur tekið miklum breytingum vegna heimsfaraldurs...