2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Viðkvæmar forréttindafrekjur

Höfundur / Helga Baldvins Bjargardóttir

Í okkar tilfinningahatandi samfélagi er algengt að sjá hvernig fólk í forréttindastöðu hefur oft algjört óþol fyrir því þegar fólk í jaðarsettri stöðu lýsir upplifun sinni og erfiðum tilfinningum sem fylgja útilokun, misrétti og öðru ofbeldi.

Forréttindafólkið ranghvolfir augunum og sakar jaðarsetta fólkið um óþarfa viðkvæmni og áttar sig ekki á hræsninni sem felst í eigin viðkvæmni gagnvart viðkvæmni annarra. En allt eru þetta tilfinningar og allar eiga þær rétt á sér, ekki satt? Eða hvað?

Kannski skiptir máli að skoða hver er viðkvæmur fyrir hverju og hvaða hvatir búa þar að baki.

AUGLÝSING


Jaðarsett fólk á fullkomlega óskoraðan rétt til þess að lýsa reynslu sinni af mismunun, kúgun og öðru ofbeldi. Það má vera sárt, reitt og sýna allar þær tilfinningar sem það upplifir í ömurlegum aðstæðum sínum hvort sem um öráreitni eða lífshættulegt ofbeldi er að ræða. Að opna sig með slíka reynslu er til þess fallið að breyta ósanngjörnu kerfi sem bæði meiðir og skaðar.

Forréttindafrekjur sem geta ekki hlustað á slíkar reynslusögur án þess að saka fólk um að væla eða niðurlægja það með öðrum hætti er drifið áfram af öðrum hvötum. Annað hvort finnur það innra með sér réttilega til skammar yfir því að vera beinir eða óbeinir þátttakendur í slíkri mismunun en eru ekki tilbúnir til að líta í eigin barm og vilja þess vegna kenna sendiboðanum um skilaboðin. Eða það sem verra er, það finnur að forréttindastöðu sinni er svo ógnað að það berst með kjafti og klóm til að viðhalda óbreyttu ástandi svo það geti haldið forréttindum sínum í friði. Slíkt vinnur gegn jafnrétti og betra samfélagi fyrir alla.

Við þurfum sárlega að æfa okkur í tvenns konar viðbrögðum. Annars vegar þurfum við að læra að hlusta af samkennd þegar jaðarsett fólk lýsir reynslu sinni og mennta okkur í því hvernig við getum axlað okkar ábyrgð á að knýja fram raunverlegar breytingar í átt að jafnara og sanngjarnara samfélagi. Hins vegar þurfum við að hverfa frá okkar landlægu meðvirkni með fólki í valda- og foréttindastöðu og kalla það til ábyrgðar. Virkilega þora að gera aðstæðurnar óþægilegar fyrir fólk sem sýnir karlrembu, rasisma, hinseginfóbíu, drusluskömmun, fitufordóma, fötlunarfyrirlitningu og aðrar tegundir kúgunar. Það á að vera óþægilegt. Svo óþægilegt að fólk láti af þessum ósið og þessu ofbeldi.

Við getum gert betur og við eigum að gera betur!

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum