Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ólína sakar Mörð um trúnaðarbrot: „Samræmist það skyldum þínum

Ólína með bókina sína. Mynd / Skjáskot Facebook.

Flokksystkinin Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason hafa átt í ritdeilu vegna þess að Ólína fjallar um Mörð í nýrri bók sinni. Mörður var stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, RÚV ohf, þegar auglýst var eftir nýjum útvarpsstjóra. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, vildi að nafnleynd væri ekki varðandi umsækjendur. Ólína, varamaður Marðar, var á sama máli en bendir í bók sinni á tvískinnunginn í Samfylkingunni. „Samfylkingin talaði tungum tveim. Helga Vala Helgadóttir þingmaður flokksins andæfði upplýsingaleyndinni í fjölmiðlum meðan flokksbróðir hennar, Mörður Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn RÚV, mótmælti henni ekki og virtist raunar láta sér vel líka,“ skrifar hún. Þetta fór fyrir brjóst Marðar.

„Rétt er að umtalaður fulltrúi andæfði ekki þessari ákvörðun opinberlega. Hann var reyndar í leyfi frá störfum sínum í stjórn RÚV þegar þetta var, og kominn til Kochi-borgar á Indlandi í löngu ákveðna kynnis- og lærdómsdvöl. Varamaður hans í stjórninni var Ólína Þorvarðardóttir, en svo vildi til að á fundinn þegar ákvörðunin var tekin komst varamaðurinn ekki, og var því annar varamaður (Pírati) beðinn að mæta fyrir okkar hönd. Ég lagði honum línurnar í stórum dráttum fyrir fundinn, en þá var ekki vitað um þessa leyndartillögu, og sat varamaðurinn hjá þegar hún var borin upp þar sem hann vissi ekki um afstöðu okkar til málsins (en Lára Hanna aðalmaður Pírata var á móti). Á næsta fundi kynnti Ólína hins vegar efasemdir okkar beggja um þessa ráðstöfun. Síðan tók Indíafarinn við stjórnarstörfum á ný (gegnum síma) vegna þess að Ólína hafði ákveðið að hætta um sinn störfum sem varamaður,“ skrifar Mörður og réttlætir enn aðgerðarleysi sitt vegna ráðningaferilisins.

Mörður Árnason
Mörður Árnason hefur viðurkennt að brjóta trúnað við umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra.

„Þá var leyndar-ákvörðunin þegar tekin og mér þótti ekki gagn eða vit í að andæfa henni frekar, heldur einbeitti mér að því að ráðningarferlið yrði faglegt og að stjórnin sjálf tæki ákvörðun um ráðningu útvarpsstjóra – í fyrsta sinn í sögunni,“ skrifar Mörður og rifjar upp að ráningaferlið hafi reynst faglegt þótt þrjár kærur frá kvenumsækjendum hafi borist.

„Nefndin hefur úrskurðað tveimur kærenda í óhag, en þriðja kæran, efnislega nokkurnveginn samhljóða, barst seinna en hinar og er enn í meðferð. Þess skal líka getið að í samþykktir RÚV var á síðasta aðalfundi bætt ákvæði sem tekur fyrir nafnleynd umsækjenda í framtíðinni …,“ skrifar Mörður.
Ólína brást við skrifum Marðar og tuktar hann til fyrir að segja fullsnemma skilið við greinargerð sína. Hún sakar Mörð jafnframt um alvarlegt trúnaðarbrot sem stjórnarmanns í RÚV.„Eitt er ákvörðun um að leyna nöfnum umsækjenda – sem ég mótmælti sem varafulltrúi (staðgengill) í stjórn RÚV á sínum tíma, áður en umsóknarfrestur rann út. Mér þykir þú þó full djarfur að fullyrða hér í ljósi þeirrar nafnleyndar sem gilti að ég hafi verið meðal umsækjenda. Var nafnleynd eða ekki? Hver ert þú að ákveða hvenær hún gildir og hvenær ekki? Samræmist það skyldum þínum sem stjórnarmanns og þinni trúnaðarskyldu þar að fullyrða hér um einstaka umsækjendur en ekki aðra?“ spyr Ólína.

Hún segir að í bókinni felst gagnrýni á að neita umsækjendum um upplýsingar um ráðningarferlið sem og rökstuðning fyrir ráðningunni en birta þess í stað almenna yfirlýsingu stjórnar á heimasíðu RÚV þegar allt var afstaðið.
„Það er sú upplýsingaleynd sem gagnrýnd er í bók minni. Prinsippið hér er þegjandi samkomulag allra þeirra sem sátu í stjórn RÚV á þessum tíma um að varpa leynd yfir ráðningarerlið, ekki bara nöfn umsækjenda gagnvart almenningi, heldur ráðningarferlið sjálft gagnvart umsækjendunum. Þessu mættir þú svara í stað þess að reyna að draga mig inn í ákvarðanir stjórnar RÚV með þeim hætti sem þú gerir“.
Mörður viuðurkenndu trúnaðarbrot sitt og baðst loks afsökunar á því að hafa nafngreint umsækjendur og tók út nöfnin, þeirra á meðal Ólínu.

Lést í húsbruna í Borgarfirði

|
|

Manneskja lést í bruna íbúðuarhúss í Borgafirði í gær. Viðkomandi brann inni en ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Rannsókn málsins er á frumstigi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregunni á Vesturlandi. Þar segir að húsið hafi verið alelda þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang.

Um kl. 17:30 í gær, sunnudaginn 18. október, barst tilkynning um eld í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar. Við komu slökkviliðs og lögreglu á vettvang var íbúðarhúsið alelda.

Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar en slökkvilið náði tökum á eldinum um þremur tímum eftir komu á vettvang. Húsið er gjörónýtt.

Slökkvistarfi lauk um kl. 23 í gærkvöldi en að því komu slökkvilið frá öllum starfsstöðvum slökkviliðs Borgarfjarðar auk þess sem aðstoð barst frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Ein manneskja var í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Ekki er vitað um eldsupptök og er rannsókn á frumstigi. Lögreglan á Vesturlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, rannsakar eldsupptök.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo komnu máli.

Jón Viðar segir Ingó veðurguð vera bestan

Óhætt er að segja að gagnrýndandinn Jón Viðar Jónsson hafi verið óvenju jákvæður á laugardaginn þegar hann gaf þáttum Ingó veðurguðs sín bestu meðmæli.

Jón Viðar er af mörgum talinn grimmur gagnrýnandi en hann nefnir ekki eitt atriði betur hefði mátt fara.

„Þessir þættir með Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, sem eru á eftir fréttum Stöðvar 2 á föstudögum, eru eitt besta efni sem íslenskt sjónvarp býður upp á um þessar mundir,“ skrifar Jón Viðar á Facebook og heldur áfram:

„Flottir músíkantar skemmta sér og áhorfendum með líflegum samræðum milli þess sem þeir flytja fjölbreytta og oft hugljúfa músík. Fín upplyfting í faraldrinum.“

Benedikt hjólar í Brynjar: „Hefði þetta fólk ekki dáið hvort sem er?“

Benedikt Jóhannesson. Mynd / Skjáskot RÚV

Benedikt Jóhannesson, strærðfræðingur og fyrrum formaður Viðreisnar, gagnrýnir þann hóp fólks sem hann kallar fríhyggjumenn. Þeim hópi finnst ríkið alltaf vera að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Þessa einstaklinga kýs Benedikt að kalla nafninu Brynjar.

Benedikt fjallar um þessa frelsisunnendur í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu. Þar segir hann að Brynjari sé nokkur vorkunn. „Aumingja Brynjar. Áratugum saman hefur verið saumað að honum. Upp úr 1980 voru bílbelti komin í alla bíla og leitt í lög að þau skyldu ávallt spennt, enda verið sýnt fram á að þau minnkuðu hættuna á alvarlegum slysum. Brynjari fannst þau bókstaflega hefta sig og sagði: „Hverjum kemur það við nema mér hvort ég nota þessar fjárans ólar?“ Dýr maður eins og Brynjar gæti reyndar kostað tugi milljóna í bætur ef hann keyrði sig og bílinn sinn í klessu. Þjóðfélagið missti þá líka starfskrafta nýts þegns (jú, jú, víst er hann það). „En helvítis tryggingarnar myndu borga, nóg kosta þær“,“ segir Benedikt og heldur áfram að taka dæmi um hversu erfið tilveran getur verið Brynjari kallinum.

„Svona er Brynjar stöðugt í vörn.“

„Árið 1996 var þungt í Brynjari. Nú var farið að fylgjast með því að allir greiddu 10% af launum sínum í lífeyrissjóð. Háskólamenntaður maðurinn vissi auðvitað vel að þetta hafði lengi verið lögbundið, en hann hafði enga trú á þessum lífeyrissjóðum. „Ef ég vil spara á annað borð, þá á ég að ráða því hve mikið og hvernig ég geri það. Auðvitað er það bara mitt mál hvað ég hef í ellinni.“ Heildsalar og sjálfstæðir atvinnurekendur greiddu margir aldrei krónu í lífeyrissjóð og undrast nú mjög nísku samfélagsins þegar þeir reyna að framfleyta sér á fullum bótum TR. Á meðan fær Sólveig sem var þvottakona á lágmarkstaxta skertar bætur af því að hún greiddi alltaf í lífeyrissjóð. Hennar mál, ekki Brynjars,“ segir Benedikt.

Benedikt segir að á 21. öldin hafi ekki verið Brynjari auðveld. „Enn var þrengt að Brynjari sem hafði reykt sígarettur frá því á skólaárunum og fékk sér öðru hvoru vindil á skrifstofunni. Kannski kom líka fyrir að í skjalaskápnum var koníakslögg sem dreypt var á, en það skiptir ekki máli í þessari sögu. Allt í einu kom tilkynning frá húseigandanum um að héðan í frá yrði allt húsið reyklaust. Okkar manni var öllum lokið. „Ég reyki eins og mér sýnist, þar sem mér sýnist.“ Þegar Brynjar flutti loks úr skrifstofunni var hann löngu búinn að flæma alla aðra af hæðinni. Enginn vildi leigja í námunda við stækjuna. Vindlalyktin finnst enn af jakkafötunum hans,“ segir Benedikt og bætir við:

„Svona er Brynjar stöðugt í vörn. Fyrst var það Stóri bróðir, svo Djúpríkið og síðast Góða fólkið sem ofsækja frjálshugann. Þessa dagana er enn þrengt að Brynjari. Frelsisunnandanum er bannað að fara á krána sína. Enn síður má hann stunda hnefaleika í Kópavoginum, sem vakti satt að segja engan áhuga fyrr en það var bannað. Honum er meira að segja skipað að vera með grímu á almannafæri (sem þeir sem til þekkja telja raunar til prýði). Hvað kemur honum það við að einhver smitist og jafnvel deyi úr slæmri flensu? Hefði þetta fólk ekki dáið hvort sem er?“

Rúnar með lausnina í borginni: „Burt með fantasíuna!“

Rúnar Már Bragason verkstjóri segir fyrirhugaða borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu vera samgönguslys. Hann segir það ljóst að hún sé ekki til þess fallin að leysa samgöngur í borginni.

Þetta segir Rúnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann kallar borgarlínuna einfaldlega fantasíu sem eigi komi til með að skapa fleiri vandamál frekar en leysa þau. „Þannig ætla kjörnir fulltrúar að leysa mál á þann hátt sem íbúar svæðisins hafa ekki kallað eftir. Engin krafa hefur verið frá íbúum höfuðborgarsvæðisins um borgarlínu enda sést vel þegar skipulagið er skoðað að allt miðar að stjórnsýslunni sem er vestan megin á höfuðborgasvæðinu. Það er eins og íbúar austan megin á höfuðborgarsvæðinu séu allir á leiðinni í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Rúnar.

Rúnar reyndir sjálfur að nýta sér þjónustu Strætó en gafst upp á því og keypti sér bíl. Hann veltir því fyrir sér hvort þeir borgarbúar sem nýta sér almenninssamgöngur hafi nokkurn tímann verið spurðir að þvi hvert þeir eru að fara. „Þessi lykilspurning hefur aldrei verið í umræðunni heldur fara kosnir fulltrúar í tvær heimsálfur og þrjár borgir til að skoða staðhætti. Nei, frekar skal bruðlað með almannafé,“ segir Rúnar.

Rúnar er sannfærður um að það sé afar ólíklegt að borgarlínan skili þeim árangri sem vonast er til. Hluti vandans er að kerfið sé teiknað með það fyrir augum að allir séu á leið í útjaðar höfuðborgarsvæðisins, Vesturbæ Reykjavíkur. „Einhverra hluta vegna þrjóskast fólk enn við að kalla þetta svæði miðbæ. Lausnin felst í að færa áhersluna frá Vesturbæ Reykjavíkur og setja samgöngumiðstöð í Mjódd. Í stað íbúðabyggðar að breyta skipulagi í samgöngumiðstöð. Þaðan er auðveldast að deila út til jaðranna vegna góðra samgangna og kostar lítið að breyta. Með því að setja kjarnann nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins er auðveldara að setja sveigjanleika í kerfið. Sveigjanleika sem borgarlína býður ekki upp á,“ segir Rúnar og bætir við:

„Borgarlína er fantasía sem svarar ekki kalli notenda um sveigjanleika í ferðum, hvar sem er um höfuðborgarsvæðið. Svarið er að hugsa út frá skilvirkni sem næst með breyttum áherslum strætó, miðlægri samgöngumiðstöð, kjarnastöðvum, tíðari ferðum og betri tengingum milli hverfa. Burt með fantasíuna!“

Fjöllyndi faðirinn

Einn vetur fyrir mörgum árum kenndi ég í litlum framhaldsskóla úti á landi. Mér fannst kennslan skemmtileg og líkaði vel á staðnum. Margir nemendur mínir voru einstaklega skemmtilegir en einn þeirra átti ótrúlega sögu, sorglega en jafnframt svolítið fyndna.

 

Ég var nýhætt með sambýlismanni mínum til fjögurra ára. Ég var sátt við skilnaðinn en hann ekki. Hann reyndi mikið að fá mig til að taka saman við sig aftur en ég stóð föst á mínu. Þá tók hann upp á því að leggja mig í hálfgert einelti en þó án þess að beinlínis nokkur tæki eftir því. Hann forvitnaðist greinilega um ferðir mínar og hvar sem ég kom í heimsóknir til vina og vandamanna fékk ég iðulega að heyra: „Hann Jonni var hérna og er nýfarinn! Mikið er hann nú alltaf ljúfur og skemmtilegur, er enginn möguleiki á því að þið byrjið saman aftur?“ Ég var satt að segja orðin mjög pirruð á þessu og fljótlega fór hann að rekast „alveg óvænt“ á mig á förnum vegi. Við þekktumst orðið það vel að ég áttaði mig alveg á því að þessi leikræna þjáning hans átti að fá mig til að vorkenna honum en það virkaði alveg öfugt!

Einn daginn fékk ég nóg, nóg af Jonna, nóg af Reykjavík, vinnunni minni og bara öllu! Ég sá auglýsingu í dagblaði þar sem auglýst var eftir kennara í framhaldsskóla úti á landi. Ég er kennari að mennt en hafði gegnt skrifstofustarfi um tveggja ára skeið. Mig langaði að fara að kenna aftur og fann þarna leið til að slá tvær flugur í einu höggi. Með fín meðmæli í farteskinu flaug ég inn í starfið og var alsæl með það.

Sorgmæddur nemandi
Ég kenndi af krafti og fylgdist náið með nemendum mínum fóta sig, að vísu misvel, á námsbrautinni. Einn nemandinn vakti þó alveg sérstaklega athygli mína. Sá hét Kjartan, var afburðaklár, metnaðargjarn og frumlegur í tilsvörum. Mér þótti mikið til hans koma og alltaf var hann langhæstur á prófunum hjá mér. Þegar líða tók að vori fór ég þó að merkja að Kjartan var ansi daufur í tímum, lagði lítið til málanna, sem hann var ekki vanur, og einkunnir hans snarlækkuðu.

„Nei, þú skilur þetta ekki. Þegar ég sagði pabba frá trúlofuninni og hver sú heittelskaða væri skipaði hann mér að slíta trúlofuninni eins og skot.“

Að vonum hafði ég nokkrar áhyggjur af þessum breytingum, bæði á framkomu hans og námsárangri. Ég ákvað því að kalla Kjartan til fundar við mig í lok eins skóladagsins. Við settumst inn á kennarastofu sem var mannlaus þennan eftirmiðdag og ég tók til við að spyrja hann hverju þessi umskipti sættu. Þá greindi aumingja pilturinn mér frá því að hann hefði nýslitið trúlofun sinni og ungrar stúlku í plássinu. Hann væri gersamlega vængbrotinn og gæti því ekki einbeitt sér að neinu. Þar sem ég sat þarna gegnt Kjartani og horfði á sorgarsvipinn á andliti hans reyndi ég að slá á létta strengi, minnti hann á ungan aldur og það að ástin sækti hann án efa aftur heim áður en langt um liði.

Þá horfði fyrirmyndarnemandinn allt í einu beint í augun á mér og sagði strangur á svip: „Nei, þú skilur þetta ekki. Þegar ég sagði pabba frá trúlofuninni og hver sú heittelskaða væri skipaði hann mér að slíta trúlofuninni eins og skot. Sú sem ég hafði trúlofast væri nefnilega hálfsystir mín en ég mætti ekki segja mömmu frá því.“ Svo stundi Kjartan þungan. Sem von var varð mér svarafátt.

Ný kærasta
Skólanum var slitið um vorið og þegar líða tók á sumarið rakst ég á Kjartan einn daginn þar sem hann kom gangandi út úr einu ísbúð bæjarins með unga fallega stúlku sér við hlið. Þau voru bæði brosandi út að eyrum. Ég þóttist skilja að tíminn hefði grætt sárin í ungu hjartanu og hann væri ástfanginn á nýjan leik. Þegar kennslan hófst aftur um haustið var Kjartan orðinn hann sjálfur og varð málefnalegur í kennslustundum að nýju. Það varði þó ekki lengi. Allt fór á sama veg þegar önnin var aðeins hálfnuð.

Kjartan varð þegjandalegur, þungur í skapi og einkunnir tóku að snarlækka. Enn boðaði ég hann því á fund til mín og viti menn! Hið sama var uppi teningnum. Í ljós kom að stúlkan sem hann hafði kynnst þá um sumarið og hafði, eins og hin fyrri, alist upp í bænum, var jafnframt hálfsystir hans. Mig tók nú að gruna að drengstaulinn væri einfaldlega að gera gys að mér en ákvað þó í framhaldinu að ræða málin við foreldra hans til að vera viss í minni sök. Annað væri óábyrgt af mér, enda þótt vera kynni að um trúnaðarbrest væri að ræða á milli mín og Kjartans. Andleg heilsa hans var í húfi og námsárangur, auk þess sem ég vildi vita hvort drengnum yrði fyrirmunað fyrir lífstíð að bindast nokkurri stúlku úr plássinu, sökum fjöllyndis föðurins.

Óvænt útspil móður
Foreldrar Kjartans mættu til mín á skrifstofu skólans strax daginn eftir. Ég var ansi hreint taugatrekkt þegar ég ætlaði að fara að bera upp erindið og byrjaði því á því að gera slakar einkunnir Kjartans að umtalsefni ásamt breyttu hátterni hans í kennslustundum. Síðan spurði ég hvort heimilisaðstæður hefðu eitthvað breyst, einhver áföll orðið í fjölskyldunni eða annað sem þeim dytti í hug að gæti valdið þessum stakkaskiptum á drengnum. Þau könnuðust ekki við að hagir fjölskyldunnar hefðu eitthvað breyst. Ég þagði þunnu hljóði en horfði stíft á föðurinn.

„Ég sá nú fram á að þurfa að stilla til friðar á milli þeirra hjóna og jafnvel stöðva stympingar.“

Allt í einu tók pabbinn til máls, dálítið óstyrkur í röddinni og hræddur á svip. Kjartan hefði jú leitað tvisvar til sín vegna sitthvorrar stúlkunnar sem hann hefði kynnst í bænum og átt í ástarsambandi við. Sakbitnar játningar um blóðtengsl stúlknanna við soninn, framhjáhöld og hve hann iðraðist og allt það fylgdu í kjölfarið.

Ég sá nú fram á að þurfa að stilla til friðar á milli þeirra hjóna og jafnvel stöðva stympingar, enda hefði ég sannarlega gengið í skrokk á unnusta mínum, ef ég hefði átt hann til, hefði hann játað annað eins fyrir mér. En öðru nær. Móðirin leit fyrst á mig og síðan á mann sinn og spurði skömmustuleg hverjar þessar stúlkur væru sem hefðu átt vingott við Kjartan. Hann nefndi einhver nöfn og hún þagði um stund. Síðan sagði hún allt í einu ofurblíðri röddu: „Elskan mín, við getum alveg sagt honum Kjartani að hann megi trúlofast annarri hvorri því þú ert ekki faðir hans. Raunverulegur pabbi hans er að sunnan og ég hef ætlað að játa þetta fyrir þér í öll þessi ár.“

Hægt er að hlusta á Lífsreynslusögur Vikunnar á Storytel. Guðrún Óla Jónsdóttir, Gógó, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Ekki missa af því þegar nýr þáttur af Lífsreynslusögum fer í loftið í viku hverri – fylgstu með okkur á Facebook. https://www.facebook.com/lifsreynslusaga/

Smyglað inn á verðlaunahátíðina

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Sú upplifun var ævintýraleg

Signý Rós útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum í maí 2019 og hefur síðan verið á fullu við að skrifa handrit og leikstýra. Síðastliðið vor fékk hún svo þau skilaboð að útskriftarmyndin hennar, stuttmyndin Hafið ræður, væri tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York og það endaði með því að hún hlaut verðlaunin sem besti kvenleikstjórinn. Átti hún von á að ná svona langt á svona skömmum tíma?

„Nei, alls ekki. Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja. Ég tek bara að mér verkefni og tek mínar hugmyndir og vinn eins vel og ég get,“ segir hún hugsi.

„Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem tæknimaður fyrir KrakkaRÚV. Ég var aðallega að taka upp og klippa en fékk líka að skrifa handrit, skrifaði til dæmis hluta af Jólastundinni í fyrra og fleira. Þar var ég í nokkra mánuði en ákvað þá að fara til Berlínar til að víkka sjóndeildarhringinn.

Ég fór reyndar fyrst til New York til að vera á hátíðinni, ætlaði ekkert að vinna verðlaun, bara upplifun að fara og sjá afkvæmið mitt svona úti í heimi. Svo fengum við þau skilaboð að myndin væri tilnefnd og svo var ég allt í einu komin með verðlaun í hendurnar. Það var reyndar mjög fyndið því ég var bara tvítug og til þess að komast inn á skemmtistaðinn þar sem lokahátíðin var haldin þurfti maður að vera tuttugu og eins. Þannig að það þurfti að smygla mér inn til að taka við verðlaununum. Ég fór svo þaðan til Þýskalands og náði smátíma áður en COVID-19 skall á.“

Fyrir nokkrum árum hefði Signýju Rós þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins þegar COVID-19 leyfir og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu. 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Geggjuð gulrótarúlluterta

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ertu að leita að hugmynd að góðri tertu? Þessi uppskrift svíkur engan!

Gulrótarúlluterta
fyrir 10

4 egg, meðalstór
140 g sykur
100 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
½ tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
200 g gulrætur, rifnar fínt

Þeytið egg og sykur þar til það er létt og loftkennt. Blandið þurrefnum saman og sigtið út í. Blandið saman við með sleikju ásamt vanillu og gulrótum. Útbúið smjörpappír í ofnskúffu eins og sýnt er í þrep fyrir þrep og smyrjið hann með olíu. Hellið deiginu í skúffuna og breiðið úr því. Bakið kökuna í 10-12 mín. Látið kökuna bíða í 5-10 mín. Losið um kökuna við kantana og hvolfið henni á sykurstráðan bökunarpappír. Látið kólna í svolitla stund. Smyrjið kreminu á botninn en geymið ½ dl af því til að skreyta með, rúllið kökunni upp. Smyrjið kremi ofan á kökuna og rífið e.t.v. gulrætur yfir.

Krem
200 g rjómaostur
50 g smjör, mjúkt
4 dl flórsykur
1 tsk. vanilludropar

Hrærið allt saman

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Hryllilegt ár hjá hæstaréttarlögmanni

Orðrómur

Það gladdi marga að sjá eldhressan Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann í Silfrinu á RÚV að tjá sig um stjórnarskránna. Þetta ár hefur verið Sigurði erfitt. Hann steypti útgáfu sinni, Frjálsri fjölmiðlun, í gjaldþrot, stuttu  eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði hjálpað honnum um hundruð milljónir króna. Hann missti þar með yfirráðin yfir fjölmiðlum DV en losnaði að mestu undan himinháum skuldum þótt einhver eftirmál, kennd við umboðssvik, hafi elt hann. Sigurður hrapaði síðan ofan af þaki heima hjá sér í sumar og margbrotnaði. Hann glímdi við miklar þrautir sem hann lýsti í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Þetta er því ár hryllings fyrir hæstaréttarlögmanninn sem glímdi við hver bágindin af öðrum en er nú mættur aftur í opinbera umræðu til að ráðleggja þjóðinni í frumskógi stjórnarskrár og laga …

Miðflokkurinn sver Margréti af sér

Margrét Friðriksdóttir

Orðrómur

Stjórnendur Miðflokksins sverja af sér að standa að nýjum fjölmiðli ásamt Margréti Friðriksdóttur sem hefur sérstakan áhuga á málum flóttamanna. Margrét boðaði í Morgunblaðinu að hún væri að leita að blaðamönnum á hinn nýja fjölmiðil. Þá sagði hún að bakhjarlar hennar væri einstaklingar úr Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir að hvorki flokkurinn né ráðandi einstaklingar þar styðji Margréti. Einhverjir hafa giskað á að Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, styðji áformin um hinn nýja fjölmiðil. Ásmundur hefur undanfarið talið hælisleitendur á leið til Íslands og er áhyggjufullur yfir kostnaðinum, rétt eins og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sem lýst hefur skilningi á sjónarmiðum Ásmundar. Bjarni er fjársterkur og getur auðveldlega styrkti Margréti með Engeyjarættina að bakhjarli. Þó er talið ólíklegt að formaðurinn vilji láta spyrða sig við hana.  Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi er gamall samherji Margrétar. Hann hefur boðað stofnun nýs flokks og gæti því notað nýjan fjölmiðil. Vandin er sá að allt fór í kaldakol milli þeirra þegar Margrét sakaði Guðmund um að hafa svikið sig um laun …

„Alltaf verið að reyna að laga mig“

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu.

Spurð hvort viðmótið sem hún mætti í skólakerfinu hafi brotið sjálfsmynd hennar segir Signý Rós engan vafa leika á því.
„Já, það gerði það,“ segir hún hugsi. „Af því manni fannst maður alltaf vera að klúðra öllu og mamma og pabbi voru á endalausum foreldrafundum út af mér. Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann. Skilaboðin voru: Þú mátt vera eins og þú vilt svo lengi sem það hentar okkur og passar inn í formið okkar. Það var bara ekkert vit í þessum misvísandi skilaboðum.

„Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann.“

Svo kom maður heim og átti að læra einhverja stærðfræði sem öllum fannst svo auðveld en fyrir mér voru þetta algjör geimvísindi, ég sat bara og starði á bækurnar. Og þegar allir aðrir segja að þetta sé auðvelt þá finnst manni maður auðvitað bara vera heimskur að geta það ekki en á þeim tíma hefði ég vel geta talið upp alla leikmenn í ensku deildinni og þá sérstaklega í Liverpool, það var eitthvað sem ég hafði áhuga á. Annars hafði ég lengi lifað í þeirri trú að ég væri vitlaus og heimsk áður en ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“

Til liðs við Geðhjálp

Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun þegar COVID-19 ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu. „Ég var að vinna fyrir ADHD-samtökin, eins og ég sagði áðan og leitaði til alls konar fólks sem veit meira um það málefni en ég,“ útskýrir Signý Rós. „Ég sendi meðal annars skilaboð á Héðin Unnsteinsson formann Geðhjálpar til að fá spjall við hann. Við hittumst og áttum mjög gott spjall og svo var hann bara búinn að bóka fund með Grími framkvæmdastjóra hjá Geðhjálp. Þegar til kom mætti Héðinn hins vegar ekki á fundinn og við Grímur höfðum aldrei hist þannig að við vissum eiginlega ekki hvernig við ættum að nálgast umræðuna, en svo kom í ljós að þeir höfðu verið að ræða það að fá mig með sér í ferð í skóla hringinn í kringum landið til að segja mína sögu af skólakerfinu og að það sé hægt að ná langt þótt maður nái ekki að leysa jöfnur og að það sé hægt að gera góða hluti þótt maður sé ekki góður í dönsku og funkeri ekki alveg í átta til þrjú skólakerfi.

Þetta er flókið og það eru allir að gera sitt besta, ég hef alla vega aldrei hitt manneskju sem er eitthvað að reyna að standa sig illa, þetta er greinilega bara það stórt vandamál sem aðeins þarf að hrista upp í og skoða í kjarnann. Það eru nefnilega ekki allir eins og sama kerfi og hugmyndafræði hentar ekki öllum.“

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Hrafn sagður gúgú: Smáborgarar og kjaftakerlingar fá ádrepu

„Nafnar mínir bera mér þær fréttir að einstöku alveg óvenjulega vel innréttuð sál hafi djúpar áhyggjur af því að Hrafn Jökulsson sé orðinn alveg gúgú,“ skrifar Hrafn Jökulsson, baráttumaður og eldhugi, sem nú vinnur að hreinsun á Kolgrafarvík í Árneshreppi og öðrum fjörum  landsins.
Hrafn skrifar langa færslu á Facebook þar sem hann tuktar til smáborgara og kjaftakerlingar. Tilefnið er að störf hans í fjörunum  hafa orðið til þess að einhverjir úr áðurnefndum hópum hafa gefið til kynna að hann sé ekki  ekki heill á sönsum.
Hrafn vísar til móður sinnar heitinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem vann þrekvirki á sínum tíma í þágu barna, einstæðra foreldra og annarra sem áttu undir högg að sækja.

 

Hrafn Jökulsson

„Tvö voru þau orð sem mamma bar fram af takmarkalausri fyrirlitningu, og hló við: Kjaftakerlingar & smáborgarar. Það var fólkið — karlar og konur — sem hámaði í sig mannorð annarra en lyfti aldrei fingri til að gera lífið betra eða fallegra,“ skrifar Hrafn.
Hann hefur skuldbundið sig til að vinna með veraldarvinum næstu árin, launalaust, að hreinsun strandlengju Íslands og heitir því að láta ekkert stöðva sig í þeim efnum.

„Já, smáborgarafóbíuna hef ég frá mömmu, svo mikið er víst. Og ég er nokkuð glöggur á fölsku brosin, þó ég segi sjálfur frá.

„Svo, elsku vinir, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég skemmti mér ekki konunglega yfir því sem krummarnir hvísla hér norður í Trékyllisvík,“ skrifar Hrafna og skorar á smáborgara og kjaftatívur að finna  sig í fjöru.

„Endilega sýndu umhyggjuna í verki með því að hreinsa þína eigin fjöru. Svo skulum við tala saman,“ skrifar Hrafn.

Pistil hans í heild sinni má lesa hér að neðan.

Kæri smáborgari: Komdu að finna mig í fjöru
Ja, nú er stand á frúnni á neðri hæðinni, einsog mamma hefði sagt. Nafnar mínir bera mér þær fréttir að einstöku alveg óvenjulega vel innréttuð sál hafi djúpar áhyggjur af því að Hrafn Jökulsson sé orðinn alveg gúgú…

Ekki veit ég það, en þessari vinnuskýrslu skilar Krummi Klakason verkstjóri, fyrir hönd okkar Veraldarvina — bakvið nöfnin eru eldhugar úr öðrum löndum sem láta ekkert stoppa sig í frelsisstríði strandlengjunnar.
Tvö voru þau orð sem mamma bar fram af takmarkalausri fyrirlitningu, og hló við: Kjaftakerlingar & smáborgarar. Það var fólkið — karlar og konur — sem hámaði í sig mannorð annarra en lyfti aldrei fingri til að gera lífið betra eða fallegra.

Mamma var einstæð móðir með fjögur börn, vann rúmlega fulla vinnu & lét sig ekki muna um það 28 ára að leiða hóp eldhuga(!) sem stofnuðu Félag einstæðra foreldra — hver vökustund var nýtt í þágu málstaðarins, kappið og eljan, maður lifandi! Já, og gleðin og heilagur gáskinn! Þá var nú gaman á Drafnó.
Barnungur afgreiddi ég á flóamörkuðum, gekk í hús og seldi merki, jólakort, happdrættismiða… Við mamma vorum félagar — einsog öll sem standa í stórræðum þurfti mamma að geta hugsað upphátt, metið stöðuna, skoðað leiðir, möguleika… Ójá, ótal herráðsfundir með Jóhönnu Kristjónsdóttur frá blautu barnsbeini voru einsog þjálfunarbúðir fyrir það verkefni sem ég hef nú tekið að mér.

Mamma var fræg á Íslandi. Fyrst af því hún hafði gifst Jökli Jakobssyni, gefið út metsölubók tvítug, og að lokum gefist upp á JJ — og dúkkaði svo upp sem baráttukona fyrir réttindum einstæðra foreldra — og barna. Já, barna, vel að merkja. Barna.

Af öllum afrekum mömmu met ég þessi mest, því þau komu fyrst og þau kostuðu blóð og svita og tár. Ég var þar — ekki sem áhorfandi heldur liðsmaður.

Já, mamma var safaríkt umræðuefni á Íslandi smáborgarans á áttunda áratugnum. Mamma fyrirleit svo sannarlega ekki margt fólk — hún var opin og forvitin og lífsglöð — en hún fyrirleit af öllu hjarta smáborgarann. Falska fólkið. Smáborgarinn var þröngsýnn og umræðuillur, lagði jafnan allt út á versta veg, hlakkaði mjög yfir óförum annarra, trúði öllu illu & hafði ekkert kjarngott eða kærleiksríkt fram að færa — en smælaði allan hringinn ef hann varð á vegi okkar…
Já, smáborgarafóbíuna hef ég frá mömmu, svo mikið er víst. Og ég er nokkuð glöggur á fölsku brosin, þó ég segi sjálfur frá.

Svo, elsku vinir, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég skemmti mér ekki konunglega yfir því sem krummarnir hvísla hér norður í Trékyllisvík.

En nú svíf ek úr möskvum internetsins og í frelsi fjörunnar — frelsið.
Og ég ætla að halda áfram verkinu sem ég byrjaði 13. maí: Frelsa Kolgrafarvík.

Lið dagsins í Kolgrafarvík verður tilkynnt á morgunfundi — við verðum með pönnukökur og síróp. Við munum gaumgæfa kortið, gæta að nesti og útbúnaði & halda svo í ævintýraferð að frelsa fjörur Árneshrepps.

Við höldum áfram í næstu viku, í Árneshreppi og Bitrufirði, og við höldum áfram að gera draum að veruleika á Brú, þar sem verður byggt upp algjörlega sjálfbært samfélag & miðstöð sjálfboðastarfs Veraldarvina — draumsýn kraftaverkamannsins Þórarins Ívarssonar, stofnanda Veraldarvina…

Já, við höldum áfram í Kolgrafarvík og Bitrufirði og við ætlum að hreinsa strandlengjuna við Húnaflóa & síðan alla strandlengju Íslands — samtímis því að byggja upp net innlendra sjálfboðaliða.

Við ætlum að frelsa strandlengjuna og við erum löngu byrjuð. Í vinnuflokki mínum — og meðal Veraldarvina allra — er meiri dugnaður, andríki og skemmtilegheit en í nokkurri annarri hreyfingu sem ég hef kynnst.

Já, ef þú telur þig vin minn & hefur áhyggjur af velferð minni — endilega sýndu umhyggjuna í verki með því að hreinsa þína eigin fjöru. Svo skulum við tala saman.

Fór í gegnum allan grunnskólann án þess að fá aðstoð

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk.

Í tíunda bekk kom í ljós að Signý Rós er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

Signý Rós flutti nokkrum sinnum sem barn vegna náms og vinnu foreldranna og var í fjórum grunnskólum en það var alls staðar sama sagan, alveg fram í níunda bekk grunnskólans. „Það voru samt margir kennarar sem sáu að það var eitthvað að,“ segir hún.

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk. Þá kom inn nýr kennari, Atli Sveinn Þórarinsson áttaði sig fljótlega á því að það væri hægt að ná meiru út úr mér með öðruvísi aðferðum. Ég náði líka að tengja við hann í gegnum fótboltann. Ætli hann hafi ekki bara bjargað lífi mínu? Hann sendi mig í greiningu. Þannig að ég fór í gegnum næstum allan grunnskólann án þess að neinn pældi í því að ég þyrfti einhverja öðruvísi aðstoð eða aðferðir en hinir krakkarnir.“

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk.“

Þrátt fyrir að vera svona róleg innan veggja skólans fékk Signý Rós útrás fyrir orkuna með öðrum hætti, hún stundaði fótbolta og alls konar íþróttir frá unga aldri og vildi helst hvergi annars staðar vera en á vellinum.

„Ég var alltaf í fótbolta,“ segir hún og hlær. „Og það var tekið sem merki um að það væri allt í lagi með mig að ég mætti alltaf á allar æfingar og tók aukaæfingar, var alltaf með boltann og ég stóð mig vel þar. En ég var samt ekkert að læra neitt í skólanum en alltaf að reyna, með falleinkunn í samræmdu prófunum, enda er maður metinn eða dæmdur þar eftir því hvað maður kann í þrem fögum og þegar ég kom upp í framhaldsskóla entist ég auðvitað ekki lengi þar. Ég hafði ekki grunninn sem þurfti.“

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Hin fullkomna blanda: Nauta-prime-steik ásamt ljúffengu meðlæti

Hérna er á ferðinni uppáhaldssteikin mín: Nauta-prime-steik, ásamt nýuppteknum rauðum kartöflum, grillaðri papriku og béarnaise-sósu. Þetta er hin fullkomna blanda, bragðmikið og hæfilega mjúkt kjöt. Auðvitað er þetta ekki jafnmjúkt og lundin en bitinn er bragðmeiri. Hrein unun er að elda svona steik og í þessu tilviki vildi ég ekkert eiga mikið við kjötið því ég vildi að kjötbragðið og allt það flókna bragð sem kemur úr þessu stykki fengi að njóta sín. Ég notaði aðeins salt, pipar og dijon-sinnep.

1 stk. nauta-rib eye, um 3 kg
5 msk. dijon-sinnep
2 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar

Hitið ofninn í 100°C. Smyrjið kjötið með dijon-sinnepinu og olíunni, kryddið svo eftir smekk. Brúnið kjötið að utan á hvorri hlið í 5 mín. á mjög háum hita, annaðhvort á grilli eða stórri pönnu. Setjið kjötið á stórt fat og inn í ofn með hitamæli í þykkasta partinum á steikinni og kjarnhitinn á að fara upp í 55°C fyrir medium rare-steikingu. Þetta tekur um það bil 4-5 tíma en það fer eftir hvernig kjötið er og hvernig ofn þið notist við. Takið kjötið og leggið viskustykki yfir það og hvílið í minnst 5 mín. áður þið skerið í það.

Béarnaise-sósa

200 g smjör
2 eggjarauður
sítrónusafi úr 1 sítrónu
1/3 dl hvítvín
2 tsk. béarnaise-essence
1 msk. estragon, þurrkað
½ kjötkraftsteningur leystur upp

Bræðið smjörið í potti á lágum hita. Hitið vatn í stórum potti. Þeytið eggjarauður, hvítvín og sítrónusafa saman í minni potti. Setjið pottinn með eggjunum ofan í vatnsbaðið og haldið áfram að þeyta þar til þykknar. Takið pottinn úr vatnsbaðinu og blandið smjörinu mjög varlega saman við. Bragðbætið að lokum sósuna með kjötkrafti, estragon og essence, salti og pipar. Gott er að bæta smávegis af cayenna-pipar til að fá svolítið sterkt bragð í hana.

Berið nýuppteknar kartöflur og grillaða papriku fram með þessu.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson

Jóhanna segir það einstök forréttindi að eignast barn með Downs: „Þvílík gleði, hlýja og hamingja“

Birgir Reimar kemur syngjandi heim til sín alla daga. Mynd / Downs-félagið.

Downs-félagið á Íslandi stendur nú fyrir vitundarvakningu hérlendis um Downs heilkenni. Októbermánuður er helgaður vakningunni á alþjóðavísu og íslensku samtökin segja okkur nú sögur á Facebook-síðu sinni af Íslendingum með Downs.

Tónelskandi íþróttaálfar með Downs-heilkenni

Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Downs-félagsins, segir það ekki sjálfgefið að eignast barn með downs-heilkenni, heldur einstök forréttindi. Hún segir það hafa verið tilvalið að kynna fólkið sitt sem hluta á þessu alþjóðlega átaki. „Til þess njótum við stuðnings ungra barna, ungmenna og fullorðinna einstaklinga með downs heilkenni ásamt stuðningi foreldra eða forráðamanna. Mánuðurinn er rétt hálfnaður og innleggin sem hafa nú þegar birst á facebooksíðu Downs-félagsins bera öll með sér yfir hve miklum og djúpum mannauði félagið býr. Færslurnar veita innsýn í lífsgleði, hlýju og hamingju á heimsmælikvarða. Sólargeislarnir sem alla jafna lýsa inn á okkar heimili dags daglega ná með þessari leið aðeins lengra en venjulega og þvílík gleði. Eins og önnur börn eða fullorðnir einstaklingar, þá lifir fólk með downs heilkenni innihaldsríku lífi og þetta er frábær vettvangur til að fagna fjölbreytileikanum og hampa auka litningnum góða,“ segir Inga Guðrún.

Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Downs-félagsins

Vitundarvakningin gengur undir heitinu „Okkar fólk“. Þar má finna stuttar kynningar af ungu og hressu fólki með Downs-heilkenni. Mannlíf tekur hér nokkur dæmi.

„Færslurnar veita innsýn í lífsgleði, hlýju og hamingju á heimsmælikvarða.“

Sigurbára Rúnarsdóttir skrifar um Ævar Örn son sinn sem er stríðinn húmorist. Eitt sinn pantaði hann tónleika með uppáháldshljómsveitinni sinni. „Þetta er Ævar Örn og hann býr í Flóahreppi. Hann verður 17 ára í desember. Hann er afar stríðinn og mikill húmoristi. Ævar Örn elskar tónlist og er Bubbi Mortens í miklu uppáhaldi en einnig Stuðlabandið en hann hefur einmitt hringt í umboðsmanninn þeirra (móðirin afpantaði giggið….). Hann heldur tónleika að minnsta kosti einu sinni á dag og er þá allt sett í botn með gítar og míkrafón. Ævari Erni finnst líka gaman að fara á handboltaleiki og heldur með Selfossi (maður fær alltaf kók og hraun í hálfleik). Ævar Örn er á starfsbraut í FSu og er duglegur að spjalla við alla. Yngri bróðir hans talar alla vega um að hann hljóti að þekkja alla í FSu því allir heilsa honum í sundi,“ segir Sigurbára.

Ævar Örn er mikill aðdáandi Bubba og Stuðlabandsins.
Snorri og Þórdís fjalla um Ágústu Hlín dóttur sína. Hún er glaðvær og hjartahlý útivistarstúlka. „Þetta er Ágústa Hlín Snorradóttir Reykjavíkurmær. Hún er 11 ára og var að byrja í 6. bekk með hinum unglingunum. Ágústa Hlín er afar glaðvær stúlka og með hjartahlýju og umhyggjusemi dregur hún fram það besta í hverjum þeim sem hún umgengst. Hún elskar útiveru allt árið um kring, í öllum landshlutum og í öllum veðrum. Hún er afar dugleg að ferðast borgarmörk á milli á Tandem hjóli með pabba sínum, ganga í Heiðmörk, heimsækja sjávarsíðuna fyrir vestan og njóta skíðasvæða landsins. Þegar hún þarf að vera inni eru tónlist, bækur og dans í uppáhaldi; Leonard Cohen, Auður, Friðrik Dór og Just Dance að sjálfsögðu,“ segja Snorri og Þórdís. 
Ágústa Hlín Reykjavíkurmær.

Lilja Líf er mikill gleðigjafi segja foreldrar hennar, Ari og Eva Lind. Hún stundar boltaíþróttir af kappi og elskar jólalög. „Lilja Líf er 13 ára gömul stúlka úr Reykjanesbæ og er mikill gleðigjafi. Hún er mikil boltastelpa og æfir körfubolta með Special Olymic hóp Hauka í Hafnarfirði ásamt því að stunda fótbolta með Nes í Reykjanesbæ. Hún fer á mjög marga körfuboltaleiki í Reykjanesbæ, bæði hjá Keflavík og Njarðvík og þá þykir henni íþróttaefni í sjónvarpi mjög skemmtilegt. Tónlist er í miklu uppáhaldi, sérstaklega Ingó veðurguð og Frikki Dór eins og hún kallar þá sjálf. Þá hlakkar hana mikið til þegar hún getur farið að hlusta á jólalög, hún vill helst getað spilað jólalögin sín líka í júlí. Lilju Líf þykir einstaklega gaman af TikTok í Ipadinum sínum.
Ferðalögin með fjölskyldunni á sumrin ásamt annari útiveru eru í miklu uppáhaldi. Þá er samveran með stuðningsfjölskyldunni ómetanlegur tími í lífi hennar. Lilja Líf er einstaklega snyrtileg og vill hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Hún hefur mjög gaman af því að gera sig fína og er make up í miklu uppáhaldi þessa dagana. Lilju Líf hlakkar mikið til tilvonandi fermingardags sem er áætlaður á alþjóðlega Downs deginum,“ segja Ari og Eva Lind. 

Lilja Líf bíður spennt eftir fermingardeginum.

Jóhanna Birgisdóttir fjallar um son sinn, Birgi Reimar, sem kemur syngjandi heim til sín alla daga. Það er alveg brjálað að gera hjá honum við ýmsa iðju. „Birgir Reimar er 22 ára hress og glaður strákur með Downs heilkenni sem býr í Vestmannaeyjum. Hann er yngstur af 4 systkinum og hefur alltaf litið upp til þeirra og lært mikið af þeim, og þau af honum.
Birgir Reimar vinnur í Heimaey sem er verndaður vinnustaður hérna í Vestmannaeyjum. Einnig er hann tvo morgna í viku að vinna við að búa til skólamat með Einsa Kalda en margir þekkja hann eflaust. Einn eftirmiðdag í viku er hann líka að vinna í skóbúð og síðan fer hann með bæjarblað sem heitir Tígull í fyrirtæki einu sinni í viku.
Birgir Reimar æfir Boccia, golf og á gítar. Síðan finnst honum mjög gaman að fara í ræktina. Já hann er sko hörku duglegur og hefur svo gaman af því að gera gagn. Hann segir oft: „Úff mamma, mikið að gera”. Birgir Reimar er mjög snyrtilegur og fer helst ekki að sofa fyrr en allt er fullkomið inní herberginu sínu (og helst í öllu húsinu). Hann hlustar mikið á alla tónlist og dansar og syngur með, bæði heima og þegar hann labbar á milli staða. Hann vill helst hlusta með headsettið á sér þar sem hann syngur með hástöfum eins og enginn sé að hlusta. Það er auðvelt fyrir mann að vita að Birgir Reimar sé á leiðinni heim, vegna þess að 1 km áður en hann kemur heim að dyrum, þá heyrist söngurinn hans nálgast,” segir Jóhanna. 

Hlutdeildarleiðin: pólitísk veisla sem fáum er boðið í

Um mánaðarmótin verður hægt að sækja um svokölluð hlutdeildarlán. Láninu er ætlað að hjálpa ungu fólki með lágar tekjur að komast úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði og kaupa fyrstu eign. Lánið hentar einnig þeim sem hefur átt íbúð – séu 5 ár liðin frá síðustu eign. Viðkomandi þarf eftir sem áður að standast greiðslumat en fær með þessu aðstoð við útborgun. Þá er gert ráð fyrir að afborganir af fasteignalánum fari ekki yfir 40% af ráðstöfunartekjum.

Lárus Ómarsson, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Nýhöfn, segir merkilegt hvað fáir virðast vita um hlutdeildarlánin. „Það kemur mér stórkostlega á óvart. Það virðist vera meira um að fullorðið fólk átti sig á þessu.“

Blaðamaður skýtur inn í að það sé skrýtið í ljósi þess hve mikið af ungu fólki býr enn heima. Maður hefði haldið að foreldrarnir kepptust við að kynna þessa nýju leið. Lárus tekur undir það og bætir við:

„Ég held að mikið af kaupum og sölum undanfarna mánuði skýrist af miklu nábýli fjölskyldumeðlima í allri þessari einangrun. Fólk vill meira pláss og auka herbergi fyrir skrifstofuna.“

Eins og mörgum er kunnugt var 40% aukning á sölu fasteigna í ágúst milli áranna 2019 og 2020.

„Þetta er íslenska leiðin. All inn. Við brettum upp ermar og vöðum út í.“

En aftur að hlutdeildarlánum.

Eins og með öll lán þarf auðvitað að borga þau til baka og það er gert þegar viðkomandi selur íbúðina, eða við lok lánstíma, og fer upphæð endurgreiðslu eftir markaðsverði íbúðar við uppgjör.

Ekki er hægt að kaupa hvaða íbúð sem er. Lánað fyrir nýjum íbúðum eða íbúðum á landsbyggðinni sem hafa verið mikið endurnýjaðar.

Með hagkvæmum íbúðum er átt við íbúðir sem uppfylla stærðar- og verðmörk.

Þessu fyrirkomulagi er ætlað að styðja við nýbyggingar hagkvæmra íbúða. Þá þarf íbúð að vera byggð af verktaka sem er með samning við HMS.

En þótt hugmyndin sé góð óttast margir að ekki sé nægt framboð á íbúðum sem falla undir þessi skilyrði, sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu þar sem eftirspurnin er mest. Hugmyndin um hlutdeildarlán er upphaflega frá Bretlandi.

„Í Bretlandi er tekjutengingin hins vegar allt öðruvísi. Þar fá allir hlutdeildarlán sem ekki eiga fyrir útborgun en einstaklingur fær ekki hærri upphæð en 4,5 sinnum árslaunin sín og hjón 3,5 sinnum samanlögð árslaun og ekki eru sett takmörk á stærð en sett er þak á hversu hátt lánið sé.“ Lárus Ómarsson segir hugmyndina frábæra í grunninn en í meðförum ráðuneytisins hér hafi tekist að stúta henni, eins og hann orðar það sjálfur.

,,Hér fær enginn hlutdeildarlán nema hann sé með minna en einhverja ríkisupphæð í laun. Þetta er frábær fjárfesting fyrir ríkið. En stjórnvöld hafa sett þessu allt of þröngan ramma. Auðvitað ættu bara allir að geta tekið hlutdeildarlán og fyrir þá stærð af íbúð sem fólk kýs sér.“

Samkvæmt hlutdeildarleiðinni er gert ráð fyrir því að lána fyrir 400 íbúðum á ári. Samkvæmt Lárusi seldust 87 íbúðir það sem af er árinu 2020 sem falla undir hlutdeildarleiðinna sem er afar lágt hlutfall af heildinni segir hann.

„Lagerinn af nýbyggingum er að tæmast. Ég veit ekki hvar menn ætla að finna 400 íbúðir sem falla undir þessa skilgreiningu á næsta ári.“

Þá gerir Lárus athugasemd við það að ríkið skuli með þessum hætti reyna að hafa áhrif á hvernig íbúðir verktakar byggi. Þá skarist þau skilyrði oft á tíðum við þær kvaðir sem Reykjavíkurborg setur á lóðir um að byggja skuli íbúðir í ákveðinni stærð og þar sé síður en svo gert ráð fyrir litlum íbúðum sem gefa möguleikann á hlutdeildarláni. „Það er eitthvað rangt við það að ráðuneytið skuli pressa á markaðinn með þessum hætti, sérstaklega þegar og ef markaðurinn kallar eftir einhverju allt öðru.“

Lárust segist þó þrátt fyrir allt fagna tilkomu hlutdeildarláns sem hann segir frábæran kost fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign. „Svo má ekki gleyma því að þetta er eina alvöru úrræðið fyrir þá sem misstu fasteignina sína í hruninu því þetta gildir líka fyrir þá sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár“

Lárus segir hins vegar afar fáar íbúðir falla undir skilgreiningu hlutdeildarláns á markaði í dag.

„Þetta lyktar allt af einhverri pólitík. Vittu til að Ásmundur Daði mun veifa þessu í kosningunum að ári um að hann hafi komið þessu á. Þetta er risastór veisla fyrir pólitíkina, allir eru bara að skála í kampavín yfir að hafa komið þessu á, en fyrstu íbúðarkaupendum – þeim er ekki boðið!“

 

 

Neytandi vikunnar: „Ekki taka lán“

Neytandi vikunnar er Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Kolbrún og samstarfsfólk hennar hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur við undirbúning Bleika dagsins, sem var í gær, og fjáröflun tengdri Bleiku slaufunni.

„Við munum nýta helgina vel til að hvíla okkur,“ segir Kolbrún sem verður augljóslega hvíldinni fegin.

En hvernig neytandi er Kolbrún?

„Þegar ég kaupi í matinn horfi ég frekar til þess hvernig varan er framleidd en hvað hún kostar. Ég reyni að forðast að kaupa matvöru sem er með mörgum innihaldsefnum – sem heita eitthvað sem ég hreinlega skil ekki. Ég kaupi frekar íslenska framleiðslu þegar það er hægt, bæði vegna umhverfismála en líka til að styðja við mitt nærsamfélag.“

Kolbrún segir að í starfi sínu vinni hún með mikið af sérfræðingum á ýmsum sviðum heilbrigðismála og það hafi gert hana enn meðvitaðri um hvað það skiptir miklu máli að borða rétt. „Það er fullt af eiturefnum í mat sem lítið er vitað um hvaða áhrif hafa á líkamann.“

Þegar kemur að fatakaupum segist Kolbrún hugsa um gæði, eitthvað sem endist en verðið verði að vera innan sársaukamarka. Þá segist hún ekki eltast við tískubylgjur þegar kemur að heimilinu. „Við höfum skapað okkur stíl sem við höldum okkur við og breytum aðeins til öðru hvoru.“

Kolbrún segist leggja markvisst fyrir „og ég ástunda lífeyrissparnað af mikilli elju!“

Ef Kolbrún ætti að ráðleggja einhverjum eitthvað um sparnað, hvað væri það?

„Ekki taka lán. Það gerir alla neyslu gríðarlega dýra.“

Kolbrún segir Bleika daginn hafa gengið mjög vel. Vel hafi gengið að selja Bleiku slaufuna og mikið var að gera í vefbúð Krabbameinsfélagsins þar sem hægt er að kaupa slaufuna auk ýmis annars varnings.

„Við finnum fyrir miklum stuðningi um allt land. Þetta er orðið fastur liður hjá fjölmörgum stofnunum, fyrirtækjum, leik- og grunnskólum. Margir þekkja það að greinast með krabbamein eða gengið í gegnum það ferli með einhverjum nákomnum.“

Einn liður í bleika deginum var að óska eftir myndum frá fólki sem gerði sér bleikan dag. Fleiri myndir má sjá á facebook-síðu bleiku slaufunnar.

Samherji afhendir dagbækur Jóhannesar uppljóstrara

Samherjamenn eru lögsóttir í Namibíu.

Sam­herji hef­ur af­hent embætti héraðsak­sókn­ara dag­bæk­ur uppljóstrarans Jó­hann­es­ar Stefánssonar frá því að hann stýrði fé­lög­um Sam­herja í Namib­íu. Mogginn segir fá þessu í dag og vitnar í nýtt myndband Samherja þar sem skuldinni af meintum mútugreiðslum er enn skellt á millistjórnandann. Fram kemur að ekkert í dag­bók­ar­skrif­unum gefi til kynna að Jó­hann­es hafi fengið fyr­ir­mæli frá yfirstjórn Samherja um mútu­greiðslur eða aðra óeðli­lega viðskipta­hætti. Umræddar dag­bæk­ur munu hafa fund­ist á „drifi sem fannst“ við starfs­lok Jó­hann­es­ar árið 2016.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, viðurkennir mis­tök Sam­herja en segir að þau fel­ist í að að hafa ekki haft betra eft­ir­lit með rekstr­in­um í Namib­íu. Á ýmsu hefur gengið í ímyndarstríði samherja. Jón Óttar Ólafsson rannsakandi hefur unnið fyrir félagið og meðal annars áreitt og setið um Helga Seljan blaðamann Kveiks. Samherji hefur svarið af sér að hafa vitað af brotum Jóns Óttars. Þorbjörn Þórðarsson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og lögfræðingur, hefur einnig lagt hönd á plóg í þágu Samherja. Áherslan hefur verið sú að koma óorði á Helga Seljan og Jóhannes uppljóstrara. Í Namibíu sitja enn nokkrir í varðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá sjávarútvegsfyrirtækinu ..

Signý glímdi við ADHD: „Mér fannst ég alltaf vera að bregðast“

Signý Rós Ólafsdóttir. Mynd / Hallur Karlsson

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

„Mín upplifun er að það passa ekkert allir inn í þennan fyrirframákveðna kassa sem skólakerfið vinnur eftir,“ segir Signý Rós spurð hvernig hún hafi upplifað skólakerfið. „Allir eiga að vera geðveikt góðir í að lesa mörg orð á mínútu, góðir í stærðfræði og svo framvegis, það er bara alls ekki þannig. Það geta ekkert allir leyst jöfnur eða fundið x. Ég get það til dæmis ekki. Ég gat aldrei fundið x-ið en ég get gert stuttmyndir eða skrifað fyrir þig sögu um hvað sem er. Það vantar sveigjanleika í kerfið til að koma til móts við þá krakka sem passa ekki inn í rammann.“

Signý Rós segist ekki hafa verið dæmigert ADHD-barn, það hafi farið afskaplega lítið fyrir sér í skólanum og hún hafi eiginlega bara gleymst þess vegna.

„Ég var alltaf rólega barnið í bekknum,“ segir hún og brosir. „Sat aftast og það fór rosalega lítið fyrir mér, þannig að ég gleymdist bara, ég var líka í svo erfiðum bekk á tímabili. Kennurunum fannst ég alveg fyrirmyndarnemandi í tímum, en ég var bara að horfa út um gluggann, á kafi í eigin heimi og átti alltaf mjög erfitt með að læra. Mamma og pabbi stóðu í eilífri baráttu við að fá mig til að læra heima. Ég var ekki þetta týpíska ADHD-barn sem oft er talað um, þetta aktíva barn sem getur ekki setið kyrrt, heldur var ég hin gerðin sem beinir allri orkunni inn á við. Eins og þekkt er í dag sérstaklega meðal stelpna með ADHD.“

Fór í gegnum allan grunnskólann án þess að fá aðstoð

Signý Rós flutti nokkrum sinnum sem barn vegna náms og vinnu foreldranna og var í fjórum grunnskólum en það var alls staðar sama sagan, alveg fram í níunda bekk grunnskólans.

„Það voru samt margir kennarar sem sáu að það var eitthvað að,“ segir hún. „Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk. Þá kom inn nýr kennari, Atli Sveinn Þórarinsson áttaði sig fljótlega á því að það væri hægt að ná meiru út úr mér með öðruvísi aðferðum. Ég náði líka að tengja við hann í gegnum fótboltann. Ætli hann hafi ekki bara bjargað lífi mínu? Hann sendi mig í greiningu. Þannig að ég fór í gegnum næstum allan grunnskólann án þess að neinn pældi í því að ég þyrfti einhverja öðruvísi aðstoð eða aðferðir en hinir krakkarnir.“

„Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann.“

Þrátt fyrir að vera svona róleg innan veggja skólans fékk Signý Rós útrás fyrir orkuna með öðrum hætti, hún stundaði fótbolta og alls konar íþróttir frá unga aldri og vildi helst hvergi annars staðar vera en á vellinum.

„Ég var alltaf í fótbolta,“ segir hún og hlær. „Og það var tekið sem merki um að það væri allt í lagi með mig að ég mætti alltaf á allar æfingar og tók aukaæfingar, var alltaf með boltann og ég stóð mig vel þar. En ég var samt ekkert að læra neitt í skólanum en alltaf að reyna, með falleinkunn í samræmdu prófunum, enda er maður metinn eða dæmdur þar eftir því hvað maður kann í þrem fögum og þegar ég kom upp í framhaldsskóla entist ég auðvitað ekki lengi þar. Ég hafði ekki grunninn sem þurfti.“

Ósögð skilaboð um að standa sig ekki

Margir með ADHD-greiningu glíma einnig við þunglyndi og kvíða en Signý Rós segist aldrei hafa fundið fyrir þunglyndi. Kvíðann þekki hún hins vegar vel og kannski skólaleiða.

„Þegar ég hugsa til baka man ég oft eftir kvíða, gat oft ekki sofnað á kvöldin út af kvíða, kveið lífinu og að mæta í skólann,“ segir hún. „Maður var aldrei að standa sig nógu vel og fannst maður bara vera heimskur. Ég gat ekki alltaf gert eins og kennarinn bað mig um að gera, ég gat ekki setið og einbeitt mér og ég bara funkeraði ekki fyrr en ég var komin á fótboltavöllinn og fékk útrás við að koma boltanum í markið. Kvíðinn tengdist því að vera alltaf að bregðast og vera alveg vonlaust tilfelli. Ég fékk ósögðu skilaboðin; þú ert ekki að standa þig, oft frá kennurunum þótt þeir segðu það ekki beint út en aðallega fann ég bara fyrir því sjálf að ég var ekki að standa mig nógu vel og kannski setti ég þessa pressu á sjálfa mig því mér fannst ég ekki vera eins og hinir.“

Signý Rós segir foreldra sína alltaf hafa stutt við bakið á sér og hvatt sig áfram og það sé eiginlega alfarið þeim að þakka að hún sé yfirhöfuð læs.

„Ég er rosa heppin,“ segir hún. „Foreldrar mínir eru stuðningsaðilar mínir númer eitt, tvö og þrjú og eru algjörlega frábær. Ef þau hefðu ekki verið svona hörð við mig þegar ég var að byrja að læra að lesa þá kynni ég ekki að lesa í dag. Skólinn var ekki að veita mér þá athygli og stuðning sem ég þurfti til að læra að lesa, það var allt gert heima með miklum erfiðismunum fyrir mömmu og pabba því ég vildi alls ekki lesa, ég vildi fara út í fótbolta. Það kom svo í ljós þegar ég fór í greininguna í tíunda bekk að ég er með lesblindu og það var mikill léttir og einhvers konar staðfesting, það var þá einhver ástæða fyrir því að ég gat ekki lesið eins hratt og allir aðrir og er ekki enn búin að ná fullum tökum á lestri, en mér finnst það smávegis núna, lesblinda handritshöfundinum. Heilinn í mér fann bara sína eigin aðferð til að lesa enda þurfti hann að gera það til að virka í þessu kerfi. En pabbi og mamma hafa alltaf staðið við bakið á mér og komið mér í gegnum allt.“

Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla flutti Signý Rós til Hafnafjarðar til ömmu sinnar og afa og fór í Flensborgarskólann. Hún segist muna sérstaklega vel eftir foreldrafundi þar sem þau fóru sérstaklega til þess að tilkynna kennaranum að hún færi í framhaldsskóla.

„Það er mjög sterk minning,“ segir hún og brosir. „Það var alls ekkert sjálfsagt að ég færi í framhaldsskóla og mér fannst það nokkurs konar sigur. Það var ákveðið að ég flytti ein til ömmu og afa til að komast í nýtt umhverfi og prófa eitthvað nýtt og sjá hvort það yrði til þess að mér gengi betur í skólanum. Ég fór á íþróttabraut en fann mig hins vegar alls ekki í framhaldsskóla, þar var líka svona kassalagað kerfi og einhvern tíma var ég látin sitja eftir því ég neitaði að lesa upphátt fyrir framan bekkinn. Það var enginn sem spurði hvort það hentaði mér eða hvað það væri sem mig langaði að gera. Ég entist þar inni í tvö ár og náði prófum í einhverjum fögum en svo fann ég að þetta var ekki að virka þannig að ég hætti. Ætlaði bara að fara að vinna eða eitthvað en þá komst ég inn í kvikmyndaskólann, sem kom mér mjög gleðilega á óvart og verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir tækifærið og fyrir að hafa trú á mér.“

Hélt áfram að reyna að fylgja gamla forminu

Þau gleðitíðindi að hún hefði fengið inngöngu í Kvikmyndaskóla Íslands fékk Signý Rós rétt eftir átján ára afmælið og þar með tók líf hennar nýja og mun ánægjulegri stefnu, hún fann hilluna sína.

„Ég sótti um í einhverju hvatvísikasti eftir sigur í fótboltaleik,“ segir hún hlæjandi. „Ég man að ég kom heim og tilkynnti mömmu að ég ætlaði að sækja um í Kvikmyndaskólanum og henni fannst það frábær hugmynd. Höfðum reyndar aðeins rætt það en aldrei tekið það neitt lengra. Ég sendi inn umsókn sama kvöld og ég vonaðist í mesta lagi til að komast inn um áramótin því það var langt liðið á sumarið, en svo fæ ég póst um að koma í viðtal og svo var ég bara allt í einu komin inn. Ég var samt alveg nokkrar vikur eftir að ég byrjaði að losna úr gamla forminu, það var búið að negla mig svo kirfilega niður í það að ég var lengi að leyfa ímyndunaraflinu að taka völdin. Kennarinn minn var alltaf að hvetja mig til að sleppa mér og leyfa hugmyndunum að flæða, ég var bara orðin svo vön því að berja mig niður fyrir að gera hlutina ekki rétt og fylgja gamla skólaforminu. En þetta kom svo smám saman.“

Signý Rós segist hafa átt þann draum að vinna við leikhús eða kvikmyndir eiginlega frá því að hún man eftir sér.

„Ég hef í mörg ár átt drauminn um leikhús og bíómyndir,“ segir hún. „Ég var ekkert ákveðin í að verða leikstjóri fyrr en stuttu áður en ég komst inn í Kvikmyndaskólann. Þá uppgötvaði ég að það væri hægt að vinna við það að skrifa handrit og leikstýra. Það hefur samt alltaf verið þörf hjá mér að búa til bíó eða leikhús. Ég hef alltaf verið mikið í leikhúsi og verið að væflast þar.“

„Alltaf verið að reyna að laga mig“

Spurð hvort hún hafi þá leikið sjálf í sýningum fer Signý Rós að hlæja. „Ég gerði það þegar ég var yngri,“ segir hún. „En þegar ég eltist var sjálfstraustið til þess ekki lengur til staðar. Ég gat alls ekki hugsað mér að standa uppi á sviði fyrir framan fólk og leika. Ég var alltaf að reyna að gera mitt besta en samt skilaði það sér aldrei þannig að ég var eiginlega búin að ákveða að vera bara í fótboltanum. Og það hentaði mér ágætlega að vera bara úti á velli. Var samt alveg að laumast til að horfa á íslenskar bíómyndir og leikrit öll kvöld. Þegar ég var ellefu ára horfði ég til dæmis þrisvar á Íslandsklukkuna, þriggja tíma sýningu á erfiðu máli. Mamma og pabbi voru alveg steinhissa en áttuðu sig á því að það væri eitthvað að gerast hjá mér og voru bara mjög ánægð með það. Það hefur alltaf blundað í mér að búa eitthvað til og ég notaði gömlu vídeóvélina sem við áttum heima til að gera stuttmyndir og taka upp bara eitthvað og alls konar þegar ég var yngri, þannig að þetta var alltaf til staðar. Ég held það sé þörfin til þess að segja sögur sem liggur að baki, ég elska að segja sögur.“

Spurð hvort viðmótið sem hún mætti í skólakerfinu hafi brotið sjálfsmynd hennar segir Signý Rós engan vafa leika á því.

„Já, það gerði það,“ segir hún hugsi. „Af því manni fannst maður alltaf vera að klúðra öllu og mamma og pabbi voru á endalausum foreldrafundum út af mér. Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann. Skilaboðin voru: Þú mátt vera eins og þú vilt svo lengi sem það hentar okkur og passar inn í formið okkar. Það var bara ekkert vit í þessum misvísandi skilaboðum. Svo kom maður heim og átti að læra einhverja stærðfræði sem öllum fannst svo auðveld en fyrir mér voru þetta algjör geimvísindi, ég sat bara og starði á bækurnar. Og þegar allir aðrir segja að þetta sé auðvelt þá finnst manni maður auðvitað bara vera heimskur að geta það ekki en á þeim tíma hefði ég vel geta talið upp alla leikmenn í ensku deildinni og þá sérstaklega í Liverpool, það var eitthvað sem ég hafði áhuga á. Annars hafði ég lengi lifað í þeirri trú að ég væri vitlaus og heimsk áður en ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“

Smyglað inn á verðlaunahátíðina

Signý Rós útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum í maí 2019 og hefur síðan verið á fullu við að skrifa handrit og leikstýra. Síðastliðið vor fékk hún svo þau skilaboð að útskriftarmyndin hennar, stuttmyndin Hafið ræður, væri tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York og það endaði með því að hún hlaut verðlaunin sem besti kvenleikstjórinn. Átti hún von á að ná svona langt á svona skömmum tíma?

„Nei, alls ekki. Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja. Ég tek bara að mér verkefni og tek mínar hugmyndir og vinn eins vel og ég get,“ segir hún hugsi. „Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem tæknimaður fyrir KrakkaRÚV. Ég var aðallega að taka upp og klippa en fékk líka að skrifa handrit, skrifaði til dæmis hluta af Jólastundinni í fyrra og fleira. Þar var ég í nokkra mánuði en ákvað þá að fara til Berlínar til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég fór reyndar fyrst til New York til að vera á hátíðinni, ætlaði ekkert að vinna verðlaun, bara upplifun að fara og sjá afkvæmið mitt svona úti í heimi. Svo fengum við þau skilaboð að myndin væri tilnefnd og svo var ég allt í einu komin með verðlaun í hendurnar. Það var reyndar mjög fyndið því ég var bara tvítug og til þess að komast inn á skemmtistaðinn þar sem lokahátíðin var haldin þurfti maður að vera tuttugu og eins. Þannig að það þurfti að smygla mér inn til að taka við verðlaununum. Ég fór svo þaðan til Þýskalands og náði smátíma áður en COVID-19 skall á.“

Rekst aftur á veggi skólakerfisins

Nú leigir Signý Rós stúdíó í Reykjavík með öðrum listamönnum og er um þessar mundir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Draumurinn er samt að halda áfram að mennta sig í kvikmyndagerð og halda áfram að verða betri í að segja sögur en þar rekst hún aftur á veggi skólakerfisins þar sem hún lauk ekki stúdentsprófi.
„Mig langar að læra meira og verða betri leikstjóri og handritshöfundur,“ útskýrir hún. „En ég er bara lent á smávegis vegg þar sem ég er ekki með stúdentspróf. Nú er ég að leita að skólum sem bjóða upp á nám fyrir fólk sem er ekki með stúdentspróf eða eru til í að taka mig inn á undanþágu, sem er geðveikt mikið vesen. En ég er að vinna í því að taka stúdentinn, næ að taka einn og einn áfanga með, ákveðinn skellur að þurfa að stíga til baka og fara í það að lesa Snorra-Eddu og leysa jöfnur en ég verð bara að kyngja því og reyna að klára. Ég er búin að finna mína hillu og ég ætla að verða frábær leikstjóri og handritshöfundur einn daginn en ég þarf samt að stíga til baka og fara í framhaldsskóla til að klára einhverja dönsku- og stærðfræðiáfanga.

Kvikmyndagerð er samvinna eins og svo margt annað og maður finnur sér bara fólk sem er betra en maður sjálfur í því sem þarf að gera. Ég er með mína framleiðendur og ég er með minn tökumann sem er frábær og þau eru betri en ég í stærðfræði og dönsku þannig að ef til þess kæmi að það þyrfti að nota þá kunnáttu myndu þau bara sjá um það. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir því, að sjá um samningagerð og fjármál, ég þarf ekkert að kunna það þó að ég sé með puttana í því.“

„Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja.“

Spurð við hvað hún sé að vinna þessa dagana er Signý Rós skjót til svars.

„Núna er ég að vinna í alls konar eins og til dæmis herferð fyrir ADHD-samtökin sem verður birt í október. Svo er ég að byrja þessa hringferð með Geðhjálp þegar COVID-19 leyfir og svo er ég alltaf að skrifa bæði bíómynd og þætti. Ég og fleiri vorum að gera öndunar æfingamyndband fyrir Björgvin Pál handboltamann og erum við að klára tónlistarmyndband. Og svo ætlum við að skjóta eina stuttmynd fyrir jólin. Ég er ofsalega hrifin af hugmyndinni um að gera barna- og fjölskyldumyndir, krakkar eru snilld. Og svo er ég auðvitað í fótboltanum líka, spila með ÍR en hef því miður ekkert náð að mæta núna í september. Þau hjá ÍR sýna því rosalega mikinn skilning, það er frábært og það er gaman að ná svo loksins að mæta á æfingar. Það er svolítið erfitt að samræma það að vera í kvikmyndagerð og fótbolta, það fer eiginlega ekki saman því kvikmyndagerð er lífsstíll og fótbolti er lífsstíll, en ég er samt að reyna. Það er kannski bara fínt að ég sé svona ofvirk og hafi svona mikla orku. Ég hef líka kynnst svo mörgu mögnuðu fólki undanfarin ár sem hefur stutt mig og hlakka bara til að kynnast enn fleirum, ég elska fólk.“

Talandi um hringferðina með Geðhjálp, hvernig kom það samstarf til og um hvað snýst þinn hluti verkefnisins?

„Ég var að vinna fyrir ADHD-samtökin, eins og ég sagði áðan og leitaði til alls konar fólks sem veit meira um það málefni en ég,“ útskýrir Signý Rós. „Ég sendi meðal annars skilaboð á Héðin Unnsteinsson til að fá spjall við hann. Við hittumst og áttum mjög gott spjall og svo var hann bara búinn að bóka fund með Grími hjá Geðhjálp. Þegar til kom mætti Héðinn hins vegar ekki á fundinn og við Grímur höfðum aldrei hist þannig að við vissum eiginlega ekki hvernig við ættum að nálgast umræðuna, en svo kom í ljós að þeir höfðu verið að ræða það að fá mig með sér í ferð í skóla hringinn í kringum landið til að segja mína sögu af skólakerfinu og að það sé hægt að ná langt þótt maður nái ekki að leysa jöfnur og að það sé hægt að gera góða hluti þótt maður sé ekki góður í dönsku og funkeri ekki alveg í átta til þrjú skólakerfi. Þetta er flókið og það eru allir að gera sitt besta, ég hef alla vega aldrei hitt manneskju sem er eitthvað að reyna að standa sig illa, þetta er greinilega bara það stórt vandamál sem aðeins þarf að hrista upp í og skoða í kjarnann. Það eru nefnilega ekki allir eins og sama kerfi og hugmyndafræði hentar ekki öllum.“

Viðtalið má finna í blaði Geðhjálpar.

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Vinna heima á Covid-tímum: Vinnuvakt vs. fjölskylduvakt

Eftir / Írisi Eik Ólafsdóttur

Tilhugsunin um að vinna heima og vera meira með fjölskyldunni hljómar fýsilega og mörgum hefur á einhverjum tímapunkti dreymt um það. En ef verkefnin verða of mörg er líklegra að við náum ekki að sinna öllu eins og skyldi. Margir kannast við að hafa þurft að skila af sér verkefni en á sama tíma kalla börnin, hundurinn geltir og þurrkarinn lætur vita að hann sé búinn. Ef við erum að sinna of mörgum verkefnum í of langan tíma er líklegt að niðurstaðan verði sú að við verðum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Of mörg verkefni á sama tíma valdur streitu og ef hún verður of mikil hefur það áhrif á afköst okkar og lífsgæði.

Ef tveir fullorðnir eru á heimilinu er mikilvægt, eða næstum því nauðsynlegt við þessar aðstæður, að hafa vaktaskipti. Einn er á vinnuvakt, hinn á fjölskylduvakt og svo koma báðir aðilar inn í hefðbundna fjölskyldusamveru eins og áður þegar báðir komu heim að loknum vinnudegi. Vinnuvakt á heimili með börn heima þarf hugsanlega að vera styttri en á vinnustað og þessu þurfa stjórnendur að sýna skilning. Ef tíminn er vel nýttur er hægt að afkasta mjög miklu á 3-4 klst. í friði frekar en ef reynt er að gera það samhliða öðrum verkum á heimili. Á meðan þú sinnir vinnuvakt er maki á fjölskylduvakt og takmarkar eins og hann getur að sinna vinnuvakt á meðan en fær svo fullt svigrúm til vinnu þegar hans vinnuvakt hefst.

Ef það er möguleiki, er afar mikilvægt fyrir velferð fjölskyldunnar í þessi ástandi að sá sem þarf að klára verkefni hafi lokað rými til þess. Því þarf fjölskyldan að fórna einhverju rými í vinnustöð hvort sem það er skrifstofuherbergi, hjónaherbergi, geymsla, hjólhýsið fyrir utan eða hvað sem er. Ef það er ekki mögulegt kemst maður ansi langt með góð heyrnartól. Það er líklegra að við verðum betri foreldrar og makar ef við náum að vinna í friði í einhvern tíma og koma svo aftur til baka og sinna skyldum okkar í fjölskyldunni.

Á  krefjandi tímum þurfum við að leggja okkur fram við að gera nógu vel til þess að mæta þörfum barna. Við þurfum að sýna þeim athygli og hlýju, huga að rútínu fyrir þau og viðeigandi mörkum. Einnig þurfum við að muna að þau eru ekki með sama þroska og við og þurfa því nærgætni. Þetta á líka við um unglinga. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þetta er satt! Því ef þú sýnir barninu þínu virðingu og kurteisi þá mun það læra það með tímanum. Ef þú sýnir því vanvirðingu og lítið umburðarlyndi máttu reikna með að það sé það sem mun einkenna samskipti ykkar á Covid- tímum sem og í framtíðinni.

Vöndum okkur og reynum að milda framkomu okkar og sýna hvert öðru umburðarlyndi.

Höfundur er réttarfélagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni.

Ólína sakar Mörð um trúnaðarbrot: „Samræmist það skyldum þínum

Ólína með bókina sína. Mynd / Skjáskot Facebook.

Flokksystkinin Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason hafa átt í ritdeilu vegna þess að Ólína fjallar um Mörð í nýrri bók sinni. Mörður var stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, RÚV ohf, þegar auglýst var eftir nýjum útvarpsstjóra. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, vildi að nafnleynd væri ekki varðandi umsækjendur. Ólína, varamaður Marðar, var á sama máli en bendir í bók sinni á tvískinnunginn í Samfylkingunni. „Samfylkingin talaði tungum tveim. Helga Vala Helgadóttir þingmaður flokksins andæfði upplýsingaleyndinni í fjölmiðlum meðan flokksbróðir hennar, Mörður Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn RÚV, mótmælti henni ekki og virtist raunar láta sér vel líka,“ skrifar hún. Þetta fór fyrir brjóst Marðar.

„Rétt er að umtalaður fulltrúi andæfði ekki þessari ákvörðun opinberlega. Hann var reyndar í leyfi frá störfum sínum í stjórn RÚV þegar þetta var, og kominn til Kochi-borgar á Indlandi í löngu ákveðna kynnis- og lærdómsdvöl. Varamaður hans í stjórninni var Ólína Þorvarðardóttir, en svo vildi til að á fundinn þegar ákvörðunin var tekin komst varamaðurinn ekki, og var því annar varamaður (Pírati) beðinn að mæta fyrir okkar hönd. Ég lagði honum línurnar í stórum dráttum fyrir fundinn, en þá var ekki vitað um þessa leyndartillögu, og sat varamaðurinn hjá þegar hún var borin upp þar sem hann vissi ekki um afstöðu okkar til málsins (en Lára Hanna aðalmaður Pírata var á móti). Á næsta fundi kynnti Ólína hins vegar efasemdir okkar beggja um þessa ráðstöfun. Síðan tók Indíafarinn við stjórnarstörfum á ný (gegnum síma) vegna þess að Ólína hafði ákveðið að hætta um sinn störfum sem varamaður,“ skrifar Mörður og réttlætir enn aðgerðarleysi sitt vegna ráðningaferilisins.

Mörður Árnason
Mörður Árnason hefur viðurkennt að brjóta trúnað við umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra.

„Þá var leyndar-ákvörðunin þegar tekin og mér þótti ekki gagn eða vit í að andæfa henni frekar, heldur einbeitti mér að því að ráðningarferlið yrði faglegt og að stjórnin sjálf tæki ákvörðun um ráðningu útvarpsstjóra – í fyrsta sinn í sögunni,“ skrifar Mörður og rifjar upp að ráningaferlið hafi reynst faglegt þótt þrjár kærur frá kvenumsækjendum hafi borist.

„Nefndin hefur úrskurðað tveimur kærenda í óhag, en þriðja kæran, efnislega nokkurnveginn samhljóða, barst seinna en hinar og er enn í meðferð. Þess skal líka getið að í samþykktir RÚV var á síðasta aðalfundi bætt ákvæði sem tekur fyrir nafnleynd umsækjenda í framtíðinni …,“ skrifar Mörður.
Ólína brást við skrifum Marðar og tuktar hann til fyrir að segja fullsnemma skilið við greinargerð sína. Hún sakar Mörð jafnframt um alvarlegt trúnaðarbrot sem stjórnarmanns í RÚV.„Eitt er ákvörðun um að leyna nöfnum umsækjenda – sem ég mótmælti sem varafulltrúi (staðgengill) í stjórn RÚV á sínum tíma, áður en umsóknarfrestur rann út. Mér þykir þú þó full djarfur að fullyrða hér í ljósi þeirrar nafnleyndar sem gilti að ég hafi verið meðal umsækjenda. Var nafnleynd eða ekki? Hver ert þú að ákveða hvenær hún gildir og hvenær ekki? Samræmist það skyldum þínum sem stjórnarmanns og þinni trúnaðarskyldu þar að fullyrða hér um einstaka umsækjendur en ekki aðra?“ spyr Ólína.

Hún segir að í bókinni felst gagnrýni á að neita umsækjendum um upplýsingar um ráðningarferlið sem og rökstuðning fyrir ráðningunni en birta þess í stað almenna yfirlýsingu stjórnar á heimasíðu RÚV þegar allt var afstaðið.
„Það er sú upplýsingaleynd sem gagnrýnd er í bók minni. Prinsippið hér er þegjandi samkomulag allra þeirra sem sátu í stjórn RÚV á þessum tíma um að varpa leynd yfir ráðningarerlið, ekki bara nöfn umsækjenda gagnvart almenningi, heldur ráðningarferlið sjálft gagnvart umsækjendunum. Þessu mættir þú svara í stað þess að reyna að draga mig inn í ákvarðanir stjórnar RÚV með þeim hætti sem þú gerir“.
Mörður viuðurkenndu trúnaðarbrot sitt og baðst loks afsökunar á því að hafa nafngreint umsækjendur og tók út nöfnin, þeirra á meðal Ólínu.

Lést í húsbruna í Borgarfirði

|
|

Manneskja lést í bruna íbúðuarhúss í Borgafirði í gær. Viðkomandi brann inni en ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Rannsókn málsins er á frumstigi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregunni á Vesturlandi. Þar segir að húsið hafi verið alelda þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang.

Um kl. 17:30 í gær, sunnudaginn 18. október, barst tilkynning um eld í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar. Við komu slökkviliðs og lögreglu á vettvang var íbúðarhúsið alelda.

Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar en slökkvilið náði tökum á eldinum um þremur tímum eftir komu á vettvang. Húsið er gjörónýtt.

Slökkvistarfi lauk um kl. 23 í gærkvöldi en að því komu slökkvilið frá öllum starfsstöðvum slökkviliðs Borgarfjarðar auk þess sem aðstoð barst frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Ein manneskja var í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Ekki er vitað um eldsupptök og er rannsókn á frumstigi. Lögreglan á Vesturlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, rannsakar eldsupptök.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo komnu máli.

Jón Viðar segir Ingó veðurguð vera bestan

Óhætt er að segja að gagnrýndandinn Jón Viðar Jónsson hafi verið óvenju jákvæður á laugardaginn þegar hann gaf þáttum Ingó veðurguðs sín bestu meðmæli.

Jón Viðar er af mörgum talinn grimmur gagnrýnandi en hann nefnir ekki eitt atriði betur hefði mátt fara.

„Þessir þættir með Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, sem eru á eftir fréttum Stöðvar 2 á föstudögum, eru eitt besta efni sem íslenskt sjónvarp býður upp á um þessar mundir,“ skrifar Jón Viðar á Facebook og heldur áfram:

„Flottir músíkantar skemmta sér og áhorfendum með líflegum samræðum milli þess sem þeir flytja fjölbreytta og oft hugljúfa músík. Fín upplyfting í faraldrinum.“

Benedikt hjólar í Brynjar: „Hefði þetta fólk ekki dáið hvort sem er?“

Benedikt Jóhannesson. Mynd / Skjáskot RÚV

Benedikt Jóhannesson, strærðfræðingur og fyrrum formaður Viðreisnar, gagnrýnir þann hóp fólks sem hann kallar fríhyggjumenn. Þeim hópi finnst ríkið alltaf vera að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Þessa einstaklinga kýs Benedikt að kalla nafninu Brynjar.

Benedikt fjallar um þessa frelsisunnendur í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu. Þar segir hann að Brynjari sé nokkur vorkunn. „Aumingja Brynjar. Áratugum saman hefur verið saumað að honum. Upp úr 1980 voru bílbelti komin í alla bíla og leitt í lög að þau skyldu ávallt spennt, enda verið sýnt fram á að þau minnkuðu hættuna á alvarlegum slysum. Brynjari fannst þau bókstaflega hefta sig og sagði: „Hverjum kemur það við nema mér hvort ég nota þessar fjárans ólar?“ Dýr maður eins og Brynjar gæti reyndar kostað tugi milljóna í bætur ef hann keyrði sig og bílinn sinn í klessu. Þjóðfélagið missti þá líka starfskrafta nýts þegns (jú, jú, víst er hann það). „En helvítis tryggingarnar myndu borga, nóg kosta þær“,“ segir Benedikt og heldur áfram að taka dæmi um hversu erfið tilveran getur verið Brynjari kallinum.

„Svona er Brynjar stöðugt í vörn.“

„Árið 1996 var þungt í Brynjari. Nú var farið að fylgjast með því að allir greiddu 10% af launum sínum í lífeyrissjóð. Háskólamenntaður maðurinn vissi auðvitað vel að þetta hafði lengi verið lögbundið, en hann hafði enga trú á þessum lífeyrissjóðum. „Ef ég vil spara á annað borð, þá á ég að ráða því hve mikið og hvernig ég geri það. Auðvitað er það bara mitt mál hvað ég hef í ellinni.“ Heildsalar og sjálfstæðir atvinnurekendur greiddu margir aldrei krónu í lífeyrissjóð og undrast nú mjög nísku samfélagsins þegar þeir reyna að framfleyta sér á fullum bótum TR. Á meðan fær Sólveig sem var þvottakona á lágmarkstaxta skertar bætur af því að hún greiddi alltaf í lífeyrissjóð. Hennar mál, ekki Brynjars,“ segir Benedikt.

Benedikt segir að á 21. öldin hafi ekki verið Brynjari auðveld. „Enn var þrengt að Brynjari sem hafði reykt sígarettur frá því á skólaárunum og fékk sér öðru hvoru vindil á skrifstofunni. Kannski kom líka fyrir að í skjalaskápnum var koníakslögg sem dreypt var á, en það skiptir ekki máli í þessari sögu. Allt í einu kom tilkynning frá húseigandanum um að héðan í frá yrði allt húsið reyklaust. Okkar manni var öllum lokið. „Ég reyki eins og mér sýnist, þar sem mér sýnist.“ Þegar Brynjar flutti loks úr skrifstofunni var hann löngu búinn að flæma alla aðra af hæðinni. Enginn vildi leigja í námunda við stækjuna. Vindlalyktin finnst enn af jakkafötunum hans,“ segir Benedikt og bætir við:

„Svona er Brynjar stöðugt í vörn. Fyrst var það Stóri bróðir, svo Djúpríkið og síðast Góða fólkið sem ofsækja frjálshugann. Þessa dagana er enn þrengt að Brynjari. Frelsisunnandanum er bannað að fara á krána sína. Enn síður má hann stunda hnefaleika í Kópavoginum, sem vakti satt að segja engan áhuga fyrr en það var bannað. Honum er meira að segja skipað að vera með grímu á almannafæri (sem þeir sem til þekkja telja raunar til prýði). Hvað kemur honum það við að einhver smitist og jafnvel deyi úr slæmri flensu? Hefði þetta fólk ekki dáið hvort sem er?“

Rúnar með lausnina í borginni: „Burt með fantasíuna!“

Rúnar Már Bragason verkstjóri segir fyrirhugaða borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu vera samgönguslys. Hann segir það ljóst að hún sé ekki til þess fallin að leysa samgöngur í borginni.

Þetta segir Rúnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann kallar borgarlínuna einfaldlega fantasíu sem eigi komi til með að skapa fleiri vandamál frekar en leysa þau. „Þannig ætla kjörnir fulltrúar að leysa mál á þann hátt sem íbúar svæðisins hafa ekki kallað eftir. Engin krafa hefur verið frá íbúum höfuðborgarsvæðisins um borgarlínu enda sést vel þegar skipulagið er skoðað að allt miðar að stjórnsýslunni sem er vestan megin á höfuðborgasvæðinu. Það er eins og íbúar austan megin á höfuðborgarsvæðinu séu allir á leiðinni í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Rúnar.

Rúnar reyndir sjálfur að nýta sér þjónustu Strætó en gafst upp á því og keypti sér bíl. Hann veltir því fyrir sér hvort þeir borgarbúar sem nýta sér almenninssamgöngur hafi nokkurn tímann verið spurðir að þvi hvert þeir eru að fara. „Þessi lykilspurning hefur aldrei verið í umræðunni heldur fara kosnir fulltrúar í tvær heimsálfur og þrjár borgir til að skoða staðhætti. Nei, frekar skal bruðlað með almannafé,“ segir Rúnar.

Rúnar er sannfærður um að það sé afar ólíklegt að borgarlínan skili þeim árangri sem vonast er til. Hluti vandans er að kerfið sé teiknað með það fyrir augum að allir séu á leið í útjaðar höfuðborgarsvæðisins, Vesturbæ Reykjavíkur. „Einhverra hluta vegna þrjóskast fólk enn við að kalla þetta svæði miðbæ. Lausnin felst í að færa áhersluna frá Vesturbæ Reykjavíkur og setja samgöngumiðstöð í Mjódd. Í stað íbúðabyggðar að breyta skipulagi í samgöngumiðstöð. Þaðan er auðveldast að deila út til jaðranna vegna góðra samgangna og kostar lítið að breyta. Með því að setja kjarnann nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins er auðveldara að setja sveigjanleika í kerfið. Sveigjanleika sem borgarlína býður ekki upp á,“ segir Rúnar og bætir við:

„Borgarlína er fantasía sem svarar ekki kalli notenda um sveigjanleika í ferðum, hvar sem er um höfuðborgarsvæðið. Svarið er að hugsa út frá skilvirkni sem næst með breyttum áherslum strætó, miðlægri samgöngumiðstöð, kjarnastöðvum, tíðari ferðum og betri tengingum milli hverfa. Burt með fantasíuna!“

Fjöllyndi faðirinn

Einn vetur fyrir mörgum árum kenndi ég í litlum framhaldsskóla úti á landi. Mér fannst kennslan skemmtileg og líkaði vel á staðnum. Margir nemendur mínir voru einstaklega skemmtilegir en einn þeirra átti ótrúlega sögu, sorglega en jafnframt svolítið fyndna.

 

Ég var nýhætt með sambýlismanni mínum til fjögurra ára. Ég var sátt við skilnaðinn en hann ekki. Hann reyndi mikið að fá mig til að taka saman við sig aftur en ég stóð föst á mínu. Þá tók hann upp á því að leggja mig í hálfgert einelti en þó án þess að beinlínis nokkur tæki eftir því. Hann forvitnaðist greinilega um ferðir mínar og hvar sem ég kom í heimsóknir til vina og vandamanna fékk ég iðulega að heyra: „Hann Jonni var hérna og er nýfarinn! Mikið er hann nú alltaf ljúfur og skemmtilegur, er enginn möguleiki á því að þið byrjið saman aftur?“ Ég var satt að segja orðin mjög pirruð á þessu og fljótlega fór hann að rekast „alveg óvænt“ á mig á förnum vegi. Við þekktumst orðið það vel að ég áttaði mig alveg á því að þessi leikræna þjáning hans átti að fá mig til að vorkenna honum en það virkaði alveg öfugt!

Einn daginn fékk ég nóg, nóg af Jonna, nóg af Reykjavík, vinnunni minni og bara öllu! Ég sá auglýsingu í dagblaði þar sem auglýst var eftir kennara í framhaldsskóla úti á landi. Ég er kennari að mennt en hafði gegnt skrifstofustarfi um tveggja ára skeið. Mig langaði að fara að kenna aftur og fann þarna leið til að slá tvær flugur í einu höggi. Með fín meðmæli í farteskinu flaug ég inn í starfið og var alsæl með það.

Sorgmæddur nemandi
Ég kenndi af krafti og fylgdist náið með nemendum mínum fóta sig, að vísu misvel, á námsbrautinni. Einn nemandinn vakti þó alveg sérstaklega athygli mína. Sá hét Kjartan, var afburðaklár, metnaðargjarn og frumlegur í tilsvörum. Mér þótti mikið til hans koma og alltaf var hann langhæstur á prófunum hjá mér. Þegar líða tók að vori fór ég þó að merkja að Kjartan var ansi daufur í tímum, lagði lítið til málanna, sem hann var ekki vanur, og einkunnir hans snarlækkuðu.

„Nei, þú skilur þetta ekki. Þegar ég sagði pabba frá trúlofuninni og hver sú heittelskaða væri skipaði hann mér að slíta trúlofuninni eins og skot.“

Að vonum hafði ég nokkrar áhyggjur af þessum breytingum, bæði á framkomu hans og námsárangri. Ég ákvað því að kalla Kjartan til fundar við mig í lok eins skóladagsins. Við settumst inn á kennarastofu sem var mannlaus þennan eftirmiðdag og ég tók til við að spyrja hann hverju þessi umskipti sættu. Þá greindi aumingja pilturinn mér frá því að hann hefði nýslitið trúlofun sinni og ungrar stúlku í plássinu. Hann væri gersamlega vængbrotinn og gæti því ekki einbeitt sér að neinu. Þar sem ég sat þarna gegnt Kjartani og horfði á sorgarsvipinn á andliti hans reyndi ég að slá á létta strengi, minnti hann á ungan aldur og það að ástin sækti hann án efa aftur heim áður en langt um liði.

Þá horfði fyrirmyndarnemandinn allt í einu beint í augun á mér og sagði strangur á svip: „Nei, þú skilur þetta ekki. Þegar ég sagði pabba frá trúlofuninni og hver sú heittelskaða væri skipaði hann mér að slíta trúlofuninni eins og skot. Sú sem ég hafði trúlofast væri nefnilega hálfsystir mín en ég mætti ekki segja mömmu frá því.“ Svo stundi Kjartan þungan. Sem von var varð mér svarafátt.

Ný kærasta
Skólanum var slitið um vorið og þegar líða tók á sumarið rakst ég á Kjartan einn daginn þar sem hann kom gangandi út úr einu ísbúð bæjarins með unga fallega stúlku sér við hlið. Þau voru bæði brosandi út að eyrum. Ég þóttist skilja að tíminn hefði grætt sárin í ungu hjartanu og hann væri ástfanginn á nýjan leik. Þegar kennslan hófst aftur um haustið var Kjartan orðinn hann sjálfur og varð málefnalegur í kennslustundum að nýju. Það varði þó ekki lengi. Allt fór á sama veg þegar önnin var aðeins hálfnuð.

Kjartan varð þegjandalegur, þungur í skapi og einkunnir tóku að snarlækka. Enn boðaði ég hann því á fund til mín og viti menn! Hið sama var uppi teningnum. Í ljós kom að stúlkan sem hann hafði kynnst þá um sumarið og hafði, eins og hin fyrri, alist upp í bænum, var jafnframt hálfsystir hans. Mig tók nú að gruna að drengstaulinn væri einfaldlega að gera gys að mér en ákvað þó í framhaldinu að ræða málin við foreldra hans til að vera viss í minni sök. Annað væri óábyrgt af mér, enda þótt vera kynni að um trúnaðarbrest væri að ræða á milli mín og Kjartans. Andleg heilsa hans var í húfi og námsárangur, auk þess sem ég vildi vita hvort drengnum yrði fyrirmunað fyrir lífstíð að bindast nokkurri stúlku úr plássinu, sökum fjöllyndis föðurins.

Óvænt útspil móður
Foreldrar Kjartans mættu til mín á skrifstofu skólans strax daginn eftir. Ég var ansi hreint taugatrekkt þegar ég ætlaði að fara að bera upp erindið og byrjaði því á því að gera slakar einkunnir Kjartans að umtalsefni ásamt breyttu hátterni hans í kennslustundum. Síðan spurði ég hvort heimilisaðstæður hefðu eitthvað breyst, einhver áföll orðið í fjölskyldunni eða annað sem þeim dytti í hug að gæti valdið þessum stakkaskiptum á drengnum. Þau könnuðust ekki við að hagir fjölskyldunnar hefðu eitthvað breyst. Ég þagði þunnu hljóði en horfði stíft á föðurinn.

„Ég sá nú fram á að þurfa að stilla til friðar á milli þeirra hjóna og jafnvel stöðva stympingar.“

Allt í einu tók pabbinn til máls, dálítið óstyrkur í röddinni og hræddur á svip. Kjartan hefði jú leitað tvisvar til sín vegna sitthvorrar stúlkunnar sem hann hefði kynnst í bænum og átt í ástarsambandi við. Sakbitnar játningar um blóðtengsl stúlknanna við soninn, framhjáhöld og hve hann iðraðist og allt það fylgdu í kjölfarið.

Ég sá nú fram á að þurfa að stilla til friðar á milli þeirra hjóna og jafnvel stöðva stympingar, enda hefði ég sannarlega gengið í skrokk á unnusta mínum, ef ég hefði átt hann til, hefði hann játað annað eins fyrir mér. En öðru nær. Móðirin leit fyrst á mig og síðan á mann sinn og spurði skömmustuleg hverjar þessar stúlkur væru sem hefðu átt vingott við Kjartan. Hann nefndi einhver nöfn og hún þagði um stund. Síðan sagði hún allt í einu ofurblíðri röddu: „Elskan mín, við getum alveg sagt honum Kjartani að hann megi trúlofast annarri hvorri því þú ert ekki faðir hans. Raunverulegur pabbi hans er að sunnan og ég hef ætlað að játa þetta fyrir þér í öll þessi ár.“

Hægt er að hlusta á Lífsreynslusögur Vikunnar á Storytel. Guðrún Óla Jónsdóttir, Gógó, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Ekki missa af því þegar nýr þáttur af Lífsreynslusögum fer í loftið í viku hverri – fylgstu með okkur á Facebook. https://www.facebook.com/lifsreynslusaga/

Smyglað inn á verðlaunahátíðina

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Sú upplifun var ævintýraleg

Signý Rós útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum í maí 2019 og hefur síðan verið á fullu við að skrifa handrit og leikstýra. Síðastliðið vor fékk hún svo þau skilaboð að útskriftarmyndin hennar, stuttmyndin Hafið ræður, væri tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York og það endaði með því að hún hlaut verðlaunin sem besti kvenleikstjórinn. Átti hún von á að ná svona langt á svona skömmum tíma?

„Nei, alls ekki. Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja. Ég tek bara að mér verkefni og tek mínar hugmyndir og vinn eins vel og ég get,“ segir hún hugsi.

„Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem tæknimaður fyrir KrakkaRÚV. Ég var aðallega að taka upp og klippa en fékk líka að skrifa handrit, skrifaði til dæmis hluta af Jólastundinni í fyrra og fleira. Þar var ég í nokkra mánuði en ákvað þá að fara til Berlínar til að víkka sjóndeildarhringinn.

Ég fór reyndar fyrst til New York til að vera á hátíðinni, ætlaði ekkert að vinna verðlaun, bara upplifun að fara og sjá afkvæmið mitt svona úti í heimi. Svo fengum við þau skilaboð að myndin væri tilnefnd og svo var ég allt í einu komin með verðlaun í hendurnar. Það var reyndar mjög fyndið því ég var bara tvítug og til þess að komast inn á skemmtistaðinn þar sem lokahátíðin var haldin þurfti maður að vera tuttugu og eins. Þannig að það þurfti að smygla mér inn til að taka við verðlaununum. Ég fór svo þaðan til Þýskalands og náði smátíma áður en COVID-19 skall á.“

Fyrir nokkrum árum hefði Signýju Rós þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins þegar COVID-19 leyfir og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu. 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Geggjuð gulrótarúlluterta

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ertu að leita að hugmynd að góðri tertu? Þessi uppskrift svíkur engan!

Gulrótarúlluterta
fyrir 10

4 egg, meðalstór
140 g sykur
100 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
½ tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
200 g gulrætur, rifnar fínt

Þeytið egg og sykur þar til það er létt og loftkennt. Blandið þurrefnum saman og sigtið út í. Blandið saman við með sleikju ásamt vanillu og gulrótum. Útbúið smjörpappír í ofnskúffu eins og sýnt er í þrep fyrir þrep og smyrjið hann með olíu. Hellið deiginu í skúffuna og breiðið úr því. Bakið kökuna í 10-12 mín. Látið kökuna bíða í 5-10 mín. Losið um kökuna við kantana og hvolfið henni á sykurstráðan bökunarpappír. Látið kólna í svolitla stund. Smyrjið kreminu á botninn en geymið ½ dl af því til að skreyta með, rúllið kökunni upp. Smyrjið kremi ofan á kökuna og rífið e.t.v. gulrætur yfir.

Krem
200 g rjómaostur
50 g smjör, mjúkt
4 dl flórsykur
1 tsk. vanilludropar

Hrærið allt saman

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Hryllilegt ár hjá hæstaréttarlögmanni

Orðrómur

Það gladdi marga að sjá eldhressan Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann í Silfrinu á RÚV að tjá sig um stjórnarskránna. Þetta ár hefur verið Sigurði erfitt. Hann steypti útgáfu sinni, Frjálsri fjölmiðlun, í gjaldþrot, stuttu  eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði hjálpað honnum um hundruð milljónir króna. Hann missti þar með yfirráðin yfir fjölmiðlum DV en losnaði að mestu undan himinháum skuldum þótt einhver eftirmál, kennd við umboðssvik, hafi elt hann. Sigurður hrapaði síðan ofan af þaki heima hjá sér í sumar og margbrotnaði. Hann glímdi við miklar þrautir sem hann lýsti í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Þetta er því ár hryllings fyrir hæstaréttarlögmanninn sem glímdi við hver bágindin af öðrum en er nú mættur aftur í opinbera umræðu til að ráðleggja þjóðinni í frumskógi stjórnarskrár og laga …

Miðflokkurinn sver Margréti af sér

Margrét Friðriksdóttir

Orðrómur

Stjórnendur Miðflokksins sverja af sér að standa að nýjum fjölmiðli ásamt Margréti Friðriksdóttur sem hefur sérstakan áhuga á málum flóttamanna. Margrét boðaði í Morgunblaðinu að hún væri að leita að blaðamönnum á hinn nýja fjölmiðil. Þá sagði hún að bakhjarlar hennar væri einstaklingar úr Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir að hvorki flokkurinn né ráðandi einstaklingar þar styðji Margréti. Einhverjir hafa giskað á að Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, styðji áformin um hinn nýja fjölmiðil. Ásmundur hefur undanfarið talið hælisleitendur á leið til Íslands og er áhyggjufullur yfir kostnaðinum, rétt eins og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sem lýst hefur skilningi á sjónarmiðum Ásmundar. Bjarni er fjársterkur og getur auðveldlega styrkti Margréti með Engeyjarættina að bakhjarli. Þó er talið ólíklegt að formaðurinn vilji láta spyrða sig við hana.  Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi er gamall samherji Margrétar. Hann hefur boðað stofnun nýs flokks og gæti því notað nýjan fjölmiðil. Vandin er sá að allt fór í kaldakol milli þeirra þegar Margrét sakaði Guðmund um að hafa svikið sig um laun …

„Alltaf verið að reyna að laga mig“

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu.

Spurð hvort viðmótið sem hún mætti í skólakerfinu hafi brotið sjálfsmynd hennar segir Signý Rós engan vafa leika á því.
„Já, það gerði það,“ segir hún hugsi. „Af því manni fannst maður alltaf vera að klúðra öllu og mamma og pabbi voru á endalausum foreldrafundum út af mér. Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann. Skilaboðin voru: Þú mátt vera eins og þú vilt svo lengi sem það hentar okkur og passar inn í formið okkar. Það var bara ekkert vit í þessum misvísandi skilaboðum.

„Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann.“

Svo kom maður heim og átti að læra einhverja stærðfræði sem öllum fannst svo auðveld en fyrir mér voru þetta algjör geimvísindi, ég sat bara og starði á bækurnar. Og þegar allir aðrir segja að þetta sé auðvelt þá finnst manni maður auðvitað bara vera heimskur að geta það ekki en á þeim tíma hefði ég vel geta talið upp alla leikmenn í ensku deildinni og þá sérstaklega í Liverpool, það var eitthvað sem ég hafði áhuga á. Annars hafði ég lengi lifað í þeirri trú að ég væri vitlaus og heimsk áður en ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“

Til liðs við Geðhjálp

Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun þegar COVID-19 ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu. „Ég var að vinna fyrir ADHD-samtökin, eins og ég sagði áðan og leitaði til alls konar fólks sem veit meira um það málefni en ég,“ útskýrir Signý Rós. „Ég sendi meðal annars skilaboð á Héðin Unnsteinsson formann Geðhjálpar til að fá spjall við hann. Við hittumst og áttum mjög gott spjall og svo var hann bara búinn að bóka fund með Grími framkvæmdastjóra hjá Geðhjálp. Þegar til kom mætti Héðinn hins vegar ekki á fundinn og við Grímur höfðum aldrei hist þannig að við vissum eiginlega ekki hvernig við ættum að nálgast umræðuna, en svo kom í ljós að þeir höfðu verið að ræða það að fá mig með sér í ferð í skóla hringinn í kringum landið til að segja mína sögu af skólakerfinu og að það sé hægt að ná langt þótt maður nái ekki að leysa jöfnur og að það sé hægt að gera góða hluti þótt maður sé ekki góður í dönsku og funkeri ekki alveg í átta til þrjú skólakerfi.

Þetta er flókið og það eru allir að gera sitt besta, ég hef alla vega aldrei hitt manneskju sem er eitthvað að reyna að standa sig illa, þetta er greinilega bara það stórt vandamál sem aðeins þarf að hrista upp í og skoða í kjarnann. Það eru nefnilega ekki allir eins og sama kerfi og hugmyndafræði hentar ekki öllum.“

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Hrafn sagður gúgú: Smáborgarar og kjaftakerlingar fá ádrepu

„Nafnar mínir bera mér þær fréttir að einstöku alveg óvenjulega vel innréttuð sál hafi djúpar áhyggjur af því að Hrafn Jökulsson sé orðinn alveg gúgú,“ skrifar Hrafn Jökulsson, baráttumaður og eldhugi, sem nú vinnur að hreinsun á Kolgrafarvík í Árneshreppi og öðrum fjörum  landsins.
Hrafn skrifar langa færslu á Facebook þar sem hann tuktar til smáborgara og kjaftakerlingar. Tilefnið er að störf hans í fjörunum  hafa orðið til þess að einhverjir úr áðurnefndum hópum hafa gefið til kynna að hann sé ekki  ekki heill á sönsum.
Hrafn vísar til móður sinnar heitinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem vann þrekvirki á sínum tíma í þágu barna, einstæðra foreldra og annarra sem áttu undir högg að sækja.

 

Hrafn Jökulsson

„Tvö voru þau orð sem mamma bar fram af takmarkalausri fyrirlitningu, og hló við: Kjaftakerlingar & smáborgarar. Það var fólkið — karlar og konur — sem hámaði í sig mannorð annarra en lyfti aldrei fingri til að gera lífið betra eða fallegra,“ skrifar Hrafn.
Hann hefur skuldbundið sig til að vinna með veraldarvinum næstu árin, launalaust, að hreinsun strandlengju Íslands og heitir því að láta ekkert stöðva sig í þeim efnum.

„Já, smáborgarafóbíuna hef ég frá mömmu, svo mikið er víst. Og ég er nokkuð glöggur á fölsku brosin, þó ég segi sjálfur frá.

„Svo, elsku vinir, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég skemmti mér ekki konunglega yfir því sem krummarnir hvísla hér norður í Trékyllisvík,“ skrifar Hrafna og skorar á smáborgara og kjaftatívur að finna  sig í fjöru.

„Endilega sýndu umhyggjuna í verki með því að hreinsa þína eigin fjöru. Svo skulum við tala saman,“ skrifar Hrafn.

Pistil hans í heild sinni má lesa hér að neðan.

Kæri smáborgari: Komdu að finna mig í fjöru
Ja, nú er stand á frúnni á neðri hæðinni, einsog mamma hefði sagt. Nafnar mínir bera mér þær fréttir að einstöku alveg óvenjulega vel innréttuð sál hafi djúpar áhyggjur af því að Hrafn Jökulsson sé orðinn alveg gúgú…

Ekki veit ég það, en þessari vinnuskýrslu skilar Krummi Klakason verkstjóri, fyrir hönd okkar Veraldarvina — bakvið nöfnin eru eldhugar úr öðrum löndum sem láta ekkert stoppa sig í frelsisstríði strandlengjunnar.
Tvö voru þau orð sem mamma bar fram af takmarkalausri fyrirlitningu, og hló við: Kjaftakerlingar & smáborgarar. Það var fólkið — karlar og konur — sem hámaði í sig mannorð annarra en lyfti aldrei fingri til að gera lífið betra eða fallegra.

Mamma var einstæð móðir með fjögur börn, vann rúmlega fulla vinnu & lét sig ekki muna um það 28 ára að leiða hóp eldhuga(!) sem stofnuðu Félag einstæðra foreldra — hver vökustund var nýtt í þágu málstaðarins, kappið og eljan, maður lifandi! Já, og gleðin og heilagur gáskinn! Þá var nú gaman á Drafnó.
Barnungur afgreiddi ég á flóamörkuðum, gekk í hús og seldi merki, jólakort, happdrættismiða… Við mamma vorum félagar — einsog öll sem standa í stórræðum þurfti mamma að geta hugsað upphátt, metið stöðuna, skoðað leiðir, möguleika… Ójá, ótal herráðsfundir með Jóhönnu Kristjónsdóttur frá blautu barnsbeini voru einsog þjálfunarbúðir fyrir það verkefni sem ég hef nú tekið að mér.

Mamma var fræg á Íslandi. Fyrst af því hún hafði gifst Jökli Jakobssyni, gefið út metsölubók tvítug, og að lokum gefist upp á JJ — og dúkkaði svo upp sem baráttukona fyrir réttindum einstæðra foreldra — og barna. Já, barna, vel að merkja. Barna.

Af öllum afrekum mömmu met ég þessi mest, því þau komu fyrst og þau kostuðu blóð og svita og tár. Ég var þar — ekki sem áhorfandi heldur liðsmaður.

Já, mamma var safaríkt umræðuefni á Íslandi smáborgarans á áttunda áratugnum. Mamma fyrirleit svo sannarlega ekki margt fólk — hún var opin og forvitin og lífsglöð — en hún fyrirleit af öllu hjarta smáborgarann. Falska fólkið. Smáborgarinn var þröngsýnn og umræðuillur, lagði jafnan allt út á versta veg, hlakkaði mjög yfir óförum annarra, trúði öllu illu & hafði ekkert kjarngott eða kærleiksríkt fram að færa — en smælaði allan hringinn ef hann varð á vegi okkar…
Já, smáborgarafóbíuna hef ég frá mömmu, svo mikið er víst. Og ég er nokkuð glöggur á fölsku brosin, þó ég segi sjálfur frá.

Svo, elsku vinir, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég skemmti mér ekki konunglega yfir því sem krummarnir hvísla hér norður í Trékyllisvík.

En nú svíf ek úr möskvum internetsins og í frelsi fjörunnar — frelsið.
Og ég ætla að halda áfram verkinu sem ég byrjaði 13. maí: Frelsa Kolgrafarvík.

Lið dagsins í Kolgrafarvík verður tilkynnt á morgunfundi — við verðum með pönnukökur og síróp. Við munum gaumgæfa kortið, gæta að nesti og útbúnaði & halda svo í ævintýraferð að frelsa fjörur Árneshrepps.

Við höldum áfram í næstu viku, í Árneshreppi og Bitrufirði, og við höldum áfram að gera draum að veruleika á Brú, þar sem verður byggt upp algjörlega sjálfbært samfélag & miðstöð sjálfboðastarfs Veraldarvina — draumsýn kraftaverkamannsins Þórarins Ívarssonar, stofnanda Veraldarvina…

Já, við höldum áfram í Kolgrafarvík og Bitrufirði og við ætlum að hreinsa strandlengjuna við Húnaflóa & síðan alla strandlengju Íslands — samtímis því að byggja upp net innlendra sjálfboðaliða.

Við ætlum að frelsa strandlengjuna og við erum löngu byrjuð. Í vinnuflokki mínum — og meðal Veraldarvina allra — er meiri dugnaður, andríki og skemmtilegheit en í nokkurri annarri hreyfingu sem ég hef kynnst.

Já, ef þú telur þig vin minn & hefur áhyggjur af velferð minni — endilega sýndu umhyggjuna í verki með því að hreinsa þína eigin fjöru. Svo skulum við tala saman.

Fór í gegnum allan grunnskólann án þess að fá aðstoð

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk.

Í tíunda bekk kom í ljós að Signý Rós er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

Signý Rós flutti nokkrum sinnum sem barn vegna náms og vinnu foreldranna og var í fjórum grunnskólum en það var alls staðar sama sagan, alveg fram í níunda bekk grunnskólans. „Það voru samt margir kennarar sem sáu að það var eitthvað að,“ segir hún.

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk. Þá kom inn nýr kennari, Atli Sveinn Þórarinsson áttaði sig fljótlega á því að það væri hægt að ná meiru út úr mér með öðruvísi aðferðum. Ég náði líka að tengja við hann í gegnum fótboltann. Ætli hann hafi ekki bara bjargað lífi mínu? Hann sendi mig í greiningu. Þannig að ég fór í gegnum næstum allan grunnskólann án þess að neinn pældi í því að ég þyrfti einhverja öðruvísi aðstoð eða aðferðir en hinir krakkarnir.“

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk.“

Þrátt fyrir að vera svona róleg innan veggja skólans fékk Signý Rós útrás fyrir orkuna með öðrum hætti, hún stundaði fótbolta og alls konar íþróttir frá unga aldri og vildi helst hvergi annars staðar vera en á vellinum.

„Ég var alltaf í fótbolta,“ segir hún og hlær. „Og það var tekið sem merki um að það væri allt í lagi með mig að ég mætti alltaf á allar æfingar og tók aukaæfingar, var alltaf með boltann og ég stóð mig vel þar. En ég var samt ekkert að læra neitt í skólanum en alltaf að reyna, með falleinkunn í samræmdu prófunum, enda er maður metinn eða dæmdur þar eftir því hvað maður kann í þrem fögum og þegar ég kom upp í framhaldsskóla entist ég auðvitað ekki lengi þar. Ég hafði ekki grunninn sem þurfti.“

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Hin fullkomna blanda: Nauta-prime-steik ásamt ljúffengu meðlæti

Hérna er á ferðinni uppáhaldssteikin mín: Nauta-prime-steik, ásamt nýuppteknum rauðum kartöflum, grillaðri papriku og béarnaise-sósu. Þetta er hin fullkomna blanda, bragðmikið og hæfilega mjúkt kjöt. Auðvitað er þetta ekki jafnmjúkt og lundin en bitinn er bragðmeiri. Hrein unun er að elda svona steik og í þessu tilviki vildi ég ekkert eiga mikið við kjötið því ég vildi að kjötbragðið og allt það flókna bragð sem kemur úr þessu stykki fengi að njóta sín. Ég notaði aðeins salt, pipar og dijon-sinnep.

1 stk. nauta-rib eye, um 3 kg
5 msk. dijon-sinnep
2 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar

Hitið ofninn í 100°C. Smyrjið kjötið með dijon-sinnepinu og olíunni, kryddið svo eftir smekk. Brúnið kjötið að utan á hvorri hlið í 5 mín. á mjög háum hita, annaðhvort á grilli eða stórri pönnu. Setjið kjötið á stórt fat og inn í ofn með hitamæli í þykkasta partinum á steikinni og kjarnhitinn á að fara upp í 55°C fyrir medium rare-steikingu. Þetta tekur um það bil 4-5 tíma en það fer eftir hvernig kjötið er og hvernig ofn þið notist við. Takið kjötið og leggið viskustykki yfir það og hvílið í minnst 5 mín. áður þið skerið í það.

Béarnaise-sósa

200 g smjör
2 eggjarauður
sítrónusafi úr 1 sítrónu
1/3 dl hvítvín
2 tsk. béarnaise-essence
1 msk. estragon, þurrkað
½ kjötkraftsteningur leystur upp

Bræðið smjörið í potti á lágum hita. Hitið vatn í stórum potti. Þeytið eggjarauður, hvítvín og sítrónusafa saman í minni potti. Setjið pottinn með eggjunum ofan í vatnsbaðið og haldið áfram að þeyta þar til þykknar. Takið pottinn úr vatnsbaðinu og blandið smjörinu mjög varlega saman við. Bragðbætið að lokum sósuna með kjötkrafti, estragon og essence, salti og pipar. Gott er að bæta smávegis af cayenna-pipar til að fá svolítið sterkt bragð í hana.

Berið nýuppteknar kartöflur og grillaða papriku fram með þessu.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson

Jóhanna segir það einstök forréttindi að eignast barn með Downs: „Þvílík gleði, hlýja og hamingja“

Birgir Reimar kemur syngjandi heim til sín alla daga. Mynd / Downs-félagið.

Downs-félagið á Íslandi stendur nú fyrir vitundarvakningu hérlendis um Downs heilkenni. Októbermánuður er helgaður vakningunni á alþjóðavísu og íslensku samtökin segja okkur nú sögur á Facebook-síðu sinni af Íslendingum með Downs.

Tónelskandi íþróttaálfar með Downs-heilkenni

Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Downs-félagsins, segir það ekki sjálfgefið að eignast barn með downs-heilkenni, heldur einstök forréttindi. Hún segir það hafa verið tilvalið að kynna fólkið sitt sem hluta á þessu alþjóðlega átaki. „Til þess njótum við stuðnings ungra barna, ungmenna og fullorðinna einstaklinga með downs heilkenni ásamt stuðningi foreldra eða forráðamanna. Mánuðurinn er rétt hálfnaður og innleggin sem hafa nú þegar birst á facebooksíðu Downs-félagsins bera öll með sér yfir hve miklum og djúpum mannauði félagið býr. Færslurnar veita innsýn í lífsgleði, hlýju og hamingju á heimsmælikvarða. Sólargeislarnir sem alla jafna lýsa inn á okkar heimili dags daglega ná með þessari leið aðeins lengra en venjulega og þvílík gleði. Eins og önnur börn eða fullorðnir einstaklingar, þá lifir fólk með downs heilkenni innihaldsríku lífi og þetta er frábær vettvangur til að fagna fjölbreytileikanum og hampa auka litningnum góða,“ segir Inga Guðrún.

Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Downs-félagsins

Vitundarvakningin gengur undir heitinu „Okkar fólk“. Þar má finna stuttar kynningar af ungu og hressu fólki með Downs-heilkenni. Mannlíf tekur hér nokkur dæmi.

„Færslurnar veita innsýn í lífsgleði, hlýju og hamingju á heimsmælikvarða.“

Sigurbára Rúnarsdóttir skrifar um Ævar Örn son sinn sem er stríðinn húmorist. Eitt sinn pantaði hann tónleika með uppáháldshljómsveitinni sinni. „Þetta er Ævar Örn og hann býr í Flóahreppi. Hann verður 17 ára í desember. Hann er afar stríðinn og mikill húmoristi. Ævar Örn elskar tónlist og er Bubbi Mortens í miklu uppáhaldi en einnig Stuðlabandið en hann hefur einmitt hringt í umboðsmanninn þeirra (móðirin afpantaði giggið….). Hann heldur tónleika að minnsta kosti einu sinni á dag og er þá allt sett í botn með gítar og míkrafón. Ævari Erni finnst líka gaman að fara á handboltaleiki og heldur með Selfossi (maður fær alltaf kók og hraun í hálfleik). Ævar Örn er á starfsbraut í FSu og er duglegur að spjalla við alla. Yngri bróðir hans talar alla vega um að hann hljóti að þekkja alla í FSu því allir heilsa honum í sundi,“ segir Sigurbára.

Ævar Örn er mikill aðdáandi Bubba og Stuðlabandsins.
Snorri og Þórdís fjalla um Ágústu Hlín dóttur sína. Hún er glaðvær og hjartahlý útivistarstúlka. „Þetta er Ágústa Hlín Snorradóttir Reykjavíkurmær. Hún er 11 ára og var að byrja í 6. bekk með hinum unglingunum. Ágústa Hlín er afar glaðvær stúlka og með hjartahlýju og umhyggjusemi dregur hún fram það besta í hverjum þeim sem hún umgengst. Hún elskar útiveru allt árið um kring, í öllum landshlutum og í öllum veðrum. Hún er afar dugleg að ferðast borgarmörk á milli á Tandem hjóli með pabba sínum, ganga í Heiðmörk, heimsækja sjávarsíðuna fyrir vestan og njóta skíðasvæða landsins. Þegar hún þarf að vera inni eru tónlist, bækur og dans í uppáhaldi; Leonard Cohen, Auður, Friðrik Dór og Just Dance að sjálfsögðu,“ segja Snorri og Þórdís. 
Ágústa Hlín Reykjavíkurmær.

Lilja Líf er mikill gleðigjafi segja foreldrar hennar, Ari og Eva Lind. Hún stundar boltaíþróttir af kappi og elskar jólalög. „Lilja Líf er 13 ára gömul stúlka úr Reykjanesbæ og er mikill gleðigjafi. Hún er mikil boltastelpa og æfir körfubolta með Special Olymic hóp Hauka í Hafnarfirði ásamt því að stunda fótbolta með Nes í Reykjanesbæ. Hún fer á mjög marga körfuboltaleiki í Reykjanesbæ, bæði hjá Keflavík og Njarðvík og þá þykir henni íþróttaefni í sjónvarpi mjög skemmtilegt. Tónlist er í miklu uppáhaldi, sérstaklega Ingó veðurguð og Frikki Dór eins og hún kallar þá sjálf. Þá hlakkar hana mikið til þegar hún getur farið að hlusta á jólalög, hún vill helst getað spilað jólalögin sín líka í júlí. Lilju Líf þykir einstaklega gaman af TikTok í Ipadinum sínum.
Ferðalögin með fjölskyldunni á sumrin ásamt annari útiveru eru í miklu uppáhaldi. Þá er samveran með stuðningsfjölskyldunni ómetanlegur tími í lífi hennar. Lilja Líf er einstaklega snyrtileg og vill hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Hún hefur mjög gaman af því að gera sig fína og er make up í miklu uppáhaldi þessa dagana. Lilju Líf hlakkar mikið til tilvonandi fermingardags sem er áætlaður á alþjóðlega Downs deginum,“ segja Ari og Eva Lind. 

Lilja Líf bíður spennt eftir fermingardeginum.

Jóhanna Birgisdóttir fjallar um son sinn, Birgi Reimar, sem kemur syngjandi heim til sín alla daga. Það er alveg brjálað að gera hjá honum við ýmsa iðju. „Birgir Reimar er 22 ára hress og glaður strákur með Downs heilkenni sem býr í Vestmannaeyjum. Hann er yngstur af 4 systkinum og hefur alltaf litið upp til þeirra og lært mikið af þeim, og þau af honum.
Birgir Reimar vinnur í Heimaey sem er verndaður vinnustaður hérna í Vestmannaeyjum. Einnig er hann tvo morgna í viku að vinna við að búa til skólamat með Einsa Kalda en margir þekkja hann eflaust. Einn eftirmiðdag í viku er hann líka að vinna í skóbúð og síðan fer hann með bæjarblað sem heitir Tígull í fyrirtæki einu sinni í viku.
Birgir Reimar æfir Boccia, golf og á gítar. Síðan finnst honum mjög gaman að fara í ræktina. Já hann er sko hörku duglegur og hefur svo gaman af því að gera gagn. Hann segir oft: „Úff mamma, mikið að gera”. Birgir Reimar er mjög snyrtilegur og fer helst ekki að sofa fyrr en allt er fullkomið inní herberginu sínu (og helst í öllu húsinu). Hann hlustar mikið á alla tónlist og dansar og syngur með, bæði heima og þegar hann labbar á milli staða. Hann vill helst hlusta með headsettið á sér þar sem hann syngur með hástöfum eins og enginn sé að hlusta. Það er auðvelt fyrir mann að vita að Birgir Reimar sé á leiðinni heim, vegna þess að 1 km áður en hann kemur heim að dyrum, þá heyrist söngurinn hans nálgast,” segir Jóhanna. 

Hlutdeildarleiðin: pólitísk veisla sem fáum er boðið í

Um mánaðarmótin verður hægt að sækja um svokölluð hlutdeildarlán. Láninu er ætlað að hjálpa ungu fólki með lágar tekjur að komast úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði og kaupa fyrstu eign. Lánið hentar einnig þeim sem hefur átt íbúð – séu 5 ár liðin frá síðustu eign. Viðkomandi þarf eftir sem áður að standast greiðslumat en fær með þessu aðstoð við útborgun. Þá er gert ráð fyrir að afborganir af fasteignalánum fari ekki yfir 40% af ráðstöfunartekjum.

Lárus Ómarsson, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Nýhöfn, segir merkilegt hvað fáir virðast vita um hlutdeildarlánin. „Það kemur mér stórkostlega á óvart. Það virðist vera meira um að fullorðið fólk átti sig á þessu.“

Blaðamaður skýtur inn í að það sé skrýtið í ljósi þess hve mikið af ungu fólki býr enn heima. Maður hefði haldið að foreldrarnir kepptust við að kynna þessa nýju leið. Lárus tekur undir það og bætir við:

„Ég held að mikið af kaupum og sölum undanfarna mánuði skýrist af miklu nábýli fjölskyldumeðlima í allri þessari einangrun. Fólk vill meira pláss og auka herbergi fyrir skrifstofuna.“

Eins og mörgum er kunnugt var 40% aukning á sölu fasteigna í ágúst milli áranna 2019 og 2020.

„Þetta er íslenska leiðin. All inn. Við brettum upp ermar og vöðum út í.“

En aftur að hlutdeildarlánum.

Eins og með öll lán þarf auðvitað að borga þau til baka og það er gert þegar viðkomandi selur íbúðina, eða við lok lánstíma, og fer upphæð endurgreiðslu eftir markaðsverði íbúðar við uppgjör.

Ekki er hægt að kaupa hvaða íbúð sem er. Lánað fyrir nýjum íbúðum eða íbúðum á landsbyggðinni sem hafa verið mikið endurnýjaðar.

Með hagkvæmum íbúðum er átt við íbúðir sem uppfylla stærðar- og verðmörk.

Þessu fyrirkomulagi er ætlað að styðja við nýbyggingar hagkvæmra íbúða. Þá þarf íbúð að vera byggð af verktaka sem er með samning við HMS.

En þótt hugmyndin sé góð óttast margir að ekki sé nægt framboð á íbúðum sem falla undir þessi skilyrði, sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu þar sem eftirspurnin er mest. Hugmyndin um hlutdeildarlán er upphaflega frá Bretlandi.

„Í Bretlandi er tekjutengingin hins vegar allt öðruvísi. Þar fá allir hlutdeildarlán sem ekki eiga fyrir útborgun en einstaklingur fær ekki hærri upphæð en 4,5 sinnum árslaunin sín og hjón 3,5 sinnum samanlögð árslaun og ekki eru sett takmörk á stærð en sett er þak á hversu hátt lánið sé.“ Lárus Ómarsson segir hugmyndina frábæra í grunninn en í meðförum ráðuneytisins hér hafi tekist að stúta henni, eins og hann orðar það sjálfur.

,,Hér fær enginn hlutdeildarlán nema hann sé með minna en einhverja ríkisupphæð í laun. Þetta er frábær fjárfesting fyrir ríkið. En stjórnvöld hafa sett þessu allt of þröngan ramma. Auðvitað ættu bara allir að geta tekið hlutdeildarlán og fyrir þá stærð af íbúð sem fólk kýs sér.“

Samkvæmt hlutdeildarleiðinni er gert ráð fyrir því að lána fyrir 400 íbúðum á ári. Samkvæmt Lárusi seldust 87 íbúðir það sem af er árinu 2020 sem falla undir hlutdeildarleiðinna sem er afar lágt hlutfall af heildinni segir hann.

„Lagerinn af nýbyggingum er að tæmast. Ég veit ekki hvar menn ætla að finna 400 íbúðir sem falla undir þessa skilgreiningu á næsta ári.“

Þá gerir Lárus athugasemd við það að ríkið skuli með þessum hætti reyna að hafa áhrif á hvernig íbúðir verktakar byggi. Þá skarist þau skilyrði oft á tíðum við þær kvaðir sem Reykjavíkurborg setur á lóðir um að byggja skuli íbúðir í ákveðinni stærð og þar sé síður en svo gert ráð fyrir litlum íbúðum sem gefa möguleikann á hlutdeildarláni. „Það er eitthvað rangt við það að ráðuneytið skuli pressa á markaðinn með þessum hætti, sérstaklega þegar og ef markaðurinn kallar eftir einhverju allt öðru.“

Lárust segist þó þrátt fyrir allt fagna tilkomu hlutdeildarláns sem hann segir frábæran kost fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign. „Svo má ekki gleyma því að þetta er eina alvöru úrræðið fyrir þá sem misstu fasteignina sína í hruninu því þetta gildir líka fyrir þá sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár“

Lárus segir hins vegar afar fáar íbúðir falla undir skilgreiningu hlutdeildarláns á markaði í dag.

„Þetta lyktar allt af einhverri pólitík. Vittu til að Ásmundur Daði mun veifa þessu í kosningunum að ári um að hann hafi komið þessu á. Þetta er risastór veisla fyrir pólitíkina, allir eru bara að skála í kampavín yfir að hafa komið þessu á, en fyrstu íbúðarkaupendum – þeim er ekki boðið!“

 

 

Neytandi vikunnar: „Ekki taka lán“

Neytandi vikunnar er Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Kolbrún og samstarfsfólk hennar hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur við undirbúning Bleika dagsins, sem var í gær, og fjáröflun tengdri Bleiku slaufunni.

„Við munum nýta helgina vel til að hvíla okkur,“ segir Kolbrún sem verður augljóslega hvíldinni fegin.

En hvernig neytandi er Kolbrún?

„Þegar ég kaupi í matinn horfi ég frekar til þess hvernig varan er framleidd en hvað hún kostar. Ég reyni að forðast að kaupa matvöru sem er með mörgum innihaldsefnum – sem heita eitthvað sem ég hreinlega skil ekki. Ég kaupi frekar íslenska framleiðslu þegar það er hægt, bæði vegna umhverfismála en líka til að styðja við mitt nærsamfélag.“

Kolbrún segir að í starfi sínu vinni hún með mikið af sérfræðingum á ýmsum sviðum heilbrigðismála og það hafi gert hana enn meðvitaðri um hvað það skiptir miklu máli að borða rétt. „Það er fullt af eiturefnum í mat sem lítið er vitað um hvaða áhrif hafa á líkamann.“

Þegar kemur að fatakaupum segist Kolbrún hugsa um gæði, eitthvað sem endist en verðið verði að vera innan sársaukamarka. Þá segist hún ekki eltast við tískubylgjur þegar kemur að heimilinu. „Við höfum skapað okkur stíl sem við höldum okkur við og breytum aðeins til öðru hvoru.“

Kolbrún segist leggja markvisst fyrir „og ég ástunda lífeyrissparnað af mikilli elju!“

Ef Kolbrún ætti að ráðleggja einhverjum eitthvað um sparnað, hvað væri það?

„Ekki taka lán. Það gerir alla neyslu gríðarlega dýra.“

Kolbrún segir Bleika daginn hafa gengið mjög vel. Vel hafi gengið að selja Bleiku slaufuna og mikið var að gera í vefbúð Krabbameinsfélagsins þar sem hægt er að kaupa slaufuna auk ýmis annars varnings.

„Við finnum fyrir miklum stuðningi um allt land. Þetta er orðið fastur liður hjá fjölmörgum stofnunum, fyrirtækjum, leik- og grunnskólum. Margir þekkja það að greinast með krabbamein eða gengið í gegnum það ferli með einhverjum nákomnum.“

Einn liður í bleika deginum var að óska eftir myndum frá fólki sem gerði sér bleikan dag. Fleiri myndir má sjá á facebook-síðu bleiku slaufunnar.

Samherji afhendir dagbækur Jóhannesar uppljóstrara

Samherjamenn eru lögsóttir í Namibíu.

Sam­herji hef­ur af­hent embætti héraðsak­sókn­ara dag­bæk­ur uppljóstrarans Jó­hann­es­ar Stefánssonar frá því að hann stýrði fé­lög­um Sam­herja í Namib­íu. Mogginn segir fá þessu í dag og vitnar í nýtt myndband Samherja þar sem skuldinni af meintum mútugreiðslum er enn skellt á millistjórnandann. Fram kemur að ekkert í dag­bók­ar­skrif­unum gefi til kynna að Jó­hann­es hafi fengið fyr­ir­mæli frá yfirstjórn Samherja um mútu­greiðslur eða aðra óeðli­lega viðskipta­hætti. Umræddar dag­bæk­ur munu hafa fund­ist á „drifi sem fannst“ við starfs­lok Jó­hann­es­ar árið 2016.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, viðurkennir mis­tök Sam­herja en segir að þau fel­ist í að að hafa ekki haft betra eft­ir­lit með rekstr­in­um í Namib­íu. Á ýmsu hefur gengið í ímyndarstríði samherja. Jón Óttar Ólafsson rannsakandi hefur unnið fyrir félagið og meðal annars áreitt og setið um Helga Seljan blaðamann Kveiks. Samherji hefur svarið af sér að hafa vitað af brotum Jóns Óttars. Þorbjörn Þórðarsson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og lögfræðingur, hefur einnig lagt hönd á plóg í þágu Samherja. Áherslan hefur verið sú að koma óorði á Helga Seljan og Jóhannes uppljóstrara. Í Namibíu sitja enn nokkrir í varðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá sjávarútvegsfyrirtækinu ..

Signý glímdi við ADHD: „Mér fannst ég alltaf vera að bregðast“

Signý Rós Ólafsdóttir. Mynd / Hallur Karlsson

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

„Mín upplifun er að það passa ekkert allir inn í þennan fyrirframákveðna kassa sem skólakerfið vinnur eftir,“ segir Signý Rós spurð hvernig hún hafi upplifað skólakerfið. „Allir eiga að vera geðveikt góðir í að lesa mörg orð á mínútu, góðir í stærðfræði og svo framvegis, það er bara alls ekki þannig. Það geta ekkert allir leyst jöfnur eða fundið x. Ég get það til dæmis ekki. Ég gat aldrei fundið x-ið en ég get gert stuttmyndir eða skrifað fyrir þig sögu um hvað sem er. Það vantar sveigjanleika í kerfið til að koma til móts við þá krakka sem passa ekki inn í rammann.“

Signý Rós segist ekki hafa verið dæmigert ADHD-barn, það hafi farið afskaplega lítið fyrir sér í skólanum og hún hafi eiginlega bara gleymst þess vegna.

„Ég var alltaf rólega barnið í bekknum,“ segir hún og brosir. „Sat aftast og það fór rosalega lítið fyrir mér, þannig að ég gleymdist bara, ég var líka í svo erfiðum bekk á tímabili. Kennurunum fannst ég alveg fyrirmyndarnemandi í tímum, en ég var bara að horfa út um gluggann, á kafi í eigin heimi og átti alltaf mjög erfitt með að læra. Mamma og pabbi stóðu í eilífri baráttu við að fá mig til að læra heima. Ég var ekki þetta týpíska ADHD-barn sem oft er talað um, þetta aktíva barn sem getur ekki setið kyrrt, heldur var ég hin gerðin sem beinir allri orkunni inn á við. Eins og þekkt er í dag sérstaklega meðal stelpna með ADHD.“

Fór í gegnum allan grunnskólann án þess að fá aðstoð

Signý Rós flutti nokkrum sinnum sem barn vegna náms og vinnu foreldranna og var í fjórum grunnskólum en það var alls staðar sama sagan, alveg fram í níunda bekk grunnskólans.

„Það voru samt margir kennarar sem sáu að það var eitthvað að,“ segir hún. „Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk. Þá kom inn nýr kennari, Atli Sveinn Þórarinsson áttaði sig fljótlega á því að það væri hægt að ná meiru út úr mér með öðruvísi aðferðum. Ég náði líka að tengja við hann í gegnum fótboltann. Ætli hann hafi ekki bara bjargað lífi mínu? Hann sendi mig í greiningu. Þannig að ég fór í gegnum næstum allan grunnskólann án þess að neinn pældi í því að ég þyrfti einhverja öðruvísi aðstoð eða aðferðir en hinir krakkarnir.“

„Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann.“

Þrátt fyrir að vera svona róleg innan veggja skólans fékk Signý Rós útrás fyrir orkuna með öðrum hætti, hún stundaði fótbolta og alls konar íþróttir frá unga aldri og vildi helst hvergi annars staðar vera en á vellinum.

„Ég var alltaf í fótbolta,“ segir hún og hlær. „Og það var tekið sem merki um að það væri allt í lagi með mig að ég mætti alltaf á allar æfingar og tók aukaæfingar, var alltaf með boltann og ég stóð mig vel þar. En ég var samt ekkert að læra neitt í skólanum en alltaf að reyna, með falleinkunn í samræmdu prófunum, enda er maður metinn eða dæmdur þar eftir því hvað maður kann í þrem fögum og þegar ég kom upp í framhaldsskóla entist ég auðvitað ekki lengi þar. Ég hafði ekki grunninn sem þurfti.“

Ósögð skilaboð um að standa sig ekki

Margir með ADHD-greiningu glíma einnig við þunglyndi og kvíða en Signý Rós segist aldrei hafa fundið fyrir þunglyndi. Kvíðann þekki hún hins vegar vel og kannski skólaleiða.

„Þegar ég hugsa til baka man ég oft eftir kvíða, gat oft ekki sofnað á kvöldin út af kvíða, kveið lífinu og að mæta í skólann,“ segir hún. „Maður var aldrei að standa sig nógu vel og fannst maður bara vera heimskur. Ég gat ekki alltaf gert eins og kennarinn bað mig um að gera, ég gat ekki setið og einbeitt mér og ég bara funkeraði ekki fyrr en ég var komin á fótboltavöllinn og fékk útrás við að koma boltanum í markið. Kvíðinn tengdist því að vera alltaf að bregðast og vera alveg vonlaust tilfelli. Ég fékk ósögðu skilaboðin; þú ert ekki að standa þig, oft frá kennurunum þótt þeir segðu það ekki beint út en aðallega fann ég bara fyrir því sjálf að ég var ekki að standa mig nógu vel og kannski setti ég þessa pressu á sjálfa mig því mér fannst ég ekki vera eins og hinir.“

Signý Rós segir foreldra sína alltaf hafa stutt við bakið á sér og hvatt sig áfram og það sé eiginlega alfarið þeim að þakka að hún sé yfirhöfuð læs.

„Ég er rosa heppin,“ segir hún. „Foreldrar mínir eru stuðningsaðilar mínir númer eitt, tvö og þrjú og eru algjörlega frábær. Ef þau hefðu ekki verið svona hörð við mig þegar ég var að byrja að læra að lesa þá kynni ég ekki að lesa í dag. Skólinn var ekki að veita mér þá athygli og stuðning sem ég þurfti til að læra að lesa, það var allt gert heima með miklum erfiðismunum fyrir mömmu og pabba því ég vildi alls ekki lesa, ég vildi fara út í fótbolta. Það kom svo í ljós þegar ég fór í greininguna í tíunda bekk að ég er með lesblindu og það var mikill léttir og einhvers konar staðfesting, það var þá einhver ástæða fyrir því að ég gat ekki lesið eins hratt og allir aðrir og er ekki enn búin að ná fullum tökum á lestri, en mér finnst það smávegis núna, lesblinda handritshöfundinum. Heilinn í mér fann bara sína eigin aðferð til að lesa enda þurfti hann að gera það til að virka í þessu kerfi. En pabbi og mamma hafa alltaf staðið við bakið á mér og komið mér í gegnum allt.“

Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla flutti Signý Rós til Hafnafjarðar til ömmu sinnar og afa og fór í Flensborgarskólann. Hún segist muna sérstaklega vel eftir foreldrafundi þar sem þau fóru sérstaklega til þess að tilkynna kennaranum að hún færi í framhaldsskóla.

„Það er mjög sterk minning,“ segir hún og brosir. „Það var alls ekkert sjálfsagt að ég færi í framhaldsskóla og mér fannst það nokkurs konar sigur. Það var ákveðið að ég flytti ein til ömmu og afa til að komast í nýtt umhverfi og prófa eitthvað nýtt og sjá hvort það yrði til þess að mér gengi betur í skólanum. Ég fór á íþróttabraut en fann mig hins vegar alls ekki í framhaldsskóla, þar var líka svona kassalagað kerfi og einhvern tíma var ég látin sitja eftir því ég neitaði að lesa upphátt fyrir framan bekkinn. Það var enginn sem spurði hvort það hentaði mér eða hvað það væri sem mig langaði að gera. Ég entist þar inni í tvö ár og náði prófum í einhverjum fögum en svo fann ég að þetta var ekki að virka þannig að ég hætti. Ætlaði bara að fara að vinna eða eitthvað en þá komst ég inn í kvikmyndaskólann, sem kom mér mjög gleðilega á óvart og verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir tækifærið og fyrir að hafa trú á mér.“

Hélt áfram að reyna að fylgja gamla forminu

Þau gleðitíðindi að hún hefði fengið inngöngu í Kvikmyndaskóla Íslands fékk Signý Rós rétt eftir átján ára afmælið og þar með tók líf hennar nýja og mun ánægjulegri stefnu, hún fann hilluna sína.

„Ég sótti um í einhverju hvatvísikasti eftir sigur í fótboltaleik,“ segir hún hlæjandi. „Ég man að ég kom heim og tilkynnti mömmu að ég ætlaði að sækja um í Kvikmyndaskólanum og henni fannst það frábær hugmynd. Höfðum reyndar aðeins rætt það en aldrei tekið það neitt lengra. Ég sendi inn umsókn sama kvöld og ég vonaðist í mesta lagi til að komast inn um áramótin því það var langt liðið á sumarið, en svo fæ ég póst um að koma í viðtal og svo var ég bara allt í einu komin inn. Ég var samt alveg nokkrar vikur eftir að ég byrjaði að losna úr gamla forminu, það var búið að negla mig svo kirfilega niður í það að ég var lengi að leyfa ímyndunaraflinu að taka völdin. Kennarinn minn var alltaf að hvetja mig til að sleppa mér og leyfa hugmyndunum að flæða, ég var bara orðin svo vön því að berja mig niður fyrir að gera hlutina ekki rétt og fylgja gamla skólaforminu. En þetta kom svo smám saman.“

Signý Rós segist hafa átt þann draum að vinna við leikhús eða kvikmyndir eiginlega frá því að hún man eftir sér.

„Ég hef í mörg ár átt drauminn um leikhús og bíómyndir,“ segir hún. „Ég var ekkert ákveðin í að verða leikstjóri fyrr en stuttu áður en ég komst inn í Kvikmyndaskólann. Þá uppgötvaði ég að það væri hægt að vinna við það að skrifa handrit og leikstýra. Það hefur samt alltaf verið þörf hjá mér að búa til bíó eða leikhús. Ég hef alltaf verið mikið í leikhúsi og verið að væflast þar.“

„Alltaf verið að reyna að laga mig“

Spurð hvort hún hafi þá leikið sjálf í sýningum fer Signý Rós að hlæja. „Ég gerði það þegar ég var yngri,“ segir hún. „En þegar ég eltist var sjálfstraustið til þess ekki lengur til staðar. Ég gat alls ekki hugsað mér að standa uppi á sviði fyrir framan fólk og leika. Ég var alltaf að reyna að gera mitt besta en samt skilaði það sér aldrei þannig að ég var eiginlega búin að ákveða að vera bara í fótboltanum. Og það hentaði mér ágætlega að vera bara úti á velli. Var samt alveg að laumast til að horfa á íslenskar bíómyndir og leikrit öll kvöld. Þegar ég var ellefu ára horfði ég til dæmis þrisvar á Íslandsklukkuna, þriggja tíma sýningu á erfiðu máli. Mamma og pabbi voru alveg steinhissa en áttuðu sig á því að það væri eitthvað að gerast hjá mér og voru bara mjög ánægð með það. Það hefur alltaf blundað í mér að búa eitthvað til og ég notaði gömlu vídeóvélina sem við áttum heima til að gera stuttmyndir og taka upp bara eitthvað og alls konar þegar ég var yngri, þannig að þetta var alltaf til staðar. Ég held það sé þörfin til þess að segja sögur sem liggur að baki, ég elska að segja sögur.“

Spurð hvort viðmótið sem hún mætti í skólakerfinu hafi brotið sjálfsmynd hennar segir Signý Rós engan vafa leika á því.

„Já, það gerði það,“ segir hún hugsi. „Af því manni fannst maður alltaf vera að klúðra öllu og mamma og pabbi voru á endalausum foreldrafundum út af mér. Það var alltaf verið að reyna að laga mig til að ég passaði inn í rammann. Skilaboðin voru: Þú mátt vera eins og þú vilt svo lengi sem það hentar okkur og passar inn í formið okkar. Það var bara ekkert vit í þessum misvísandi skilaboðum. Svo kom maður heim og átti að læra einhverja stærðfræði sem öllum fannst svo auðveld en fyrir mér voru þetta algjör geimvísindi, ég sat bara og starði á bækurnar. Og þegar allir aðrir segja að þetta sé auðvelt þá finnst manni maður auðvitað bara vera heimskur að geta það ekki en á þeim tíma hefði ég vel geta talið upp alla leikmenn í ensku deildinni og þá sérstaklega í Liverpool, það var eitthvað sem ég hafði áhuga á. Annars hafði ég lengi lifað í þeirri trú að ég væri vitlaus og heimsk áður en ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“

Smyglað inn á verðlaunahátíðina

Signý Rós útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum í maí 2019 og hefur síðan verið á fullu við að skrifa handrit og leikstýra. Síðastliðið vor fékk hún svo þau skilaboð að útskriftarmyndin hennar, stuttmyndin Hafið ræður, væri tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York og það endaði með því að hún hlaut verðlaunin sem besti kvenleikstjórinn. Átti hún von á að ná svona langt á svona skömmum tíma?

„Nei, alls ekki. Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja. Ég tek bara að mér verkefni og tek mínar hugmyndir og vinn eins vel og ég get,“ segir hún hugsi. „Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem tæknimaður fyrir KrakkaRÚV. Ég var aðallega að taka upp og klippa en fékk líka að skrifa handrit, skrifaði til dæmis hluta af Jólastundinni í fyrra og fleira. Þar var ég í nokkra mánuði en ákvað þá að fara til Berlínar til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég fór reyndar fyrst til New York til að vera á hátíðinni, ætlaði ekkert að vinna verðlaun, bara upplifun að fara og sjá afkvæmið mitt svona úti í heimi. Svo fengum við þau skilaboð að myndin væri tilnefnd og svo var ég allt í einu komin með verðlaun í hendurnar. Það var reyndar mjög fyndið því ég var bara tvítug og til þess að komast inn á skemmtistaðinn þar sem lokahátíðin var haldin þurfti maður að vera tuttugu og eins. Þannig að það þurfti að smygla mér inn til að taka við verðlaununum. Ég fór svo þaðan til Þýskalands og náði smátíma áður en COVID-19 skall á.“

Rekst aftur á veggi skólakerfisins

Nú leigir Signý Rós stúdíó í Reykjavík með öðrum listamönnum og er um þessar mundir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Draumurinn er samt að halda áfram að mennta sig í kvikmyndagerð og halda áfram að verða betri í að segja sögur en þar rekst hún aftur á veggi skólakerfisins þar sem hún lauk ekki stúdentsprófi.
„Mig langar að læra meira og verða betri leikstjóri og handritshöfundur,“ útskýrir hún. „En ég er bara lent á smávegis vegg þar sem ég er ekki með stúdentspróf. Nú er ég að leita að skólum sem bjóða upp á nám fyrir fólk sem er ekki með stúdentspróf eða eru til í að taka mig inn á undanþágu, sem er geðveikt mikið vesen. En ég er að vinna í því að taka stúdentinn, næ að taka einn og einn áfanga með, ákveðinn skellur að þurfa að stíga til baka og fara í það að lesa Snorra-Eddu og leysa jöfnur en ég verð bara að kyngja því og reyna að klára. Ég er búin að finna mína hillu og ég ætla að verða frábær leikstjóri og handritshöfundur einn daginn en ég þarf samt að stíga til baka og fara í framhaldsskóla til að klára einhverja dönsku- og stærðfræðiáfanga.

Kvikmyndagerð er samvinna eins og svo margt annað og maður finnur sér bara fólk sem er betra en maður sjálfur í því sem þarf að gera. Ég er með mína framleiðendur og ég er með minn tökumann sem er frábær og þau eru betri en ég í stærðfræði og dönsku þannig að ef til þess kæmi að það þyrfti að nota þá kunnáttu myndu þau bara sjá um það. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir því, að sjá um samningagerð og fjármál, ég þarf ekkert að kunna það þó að ég sé með puttana í því.“

„Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja.“

Spurð við hvað hún sé að vinna þessa dagana er Signý Rós skjót til svars.

„Núna er ég að vinna í alls konar eins og til dæmis herferð fyrir ADHD-samtökin sem verður birt í október. Svo er ég að byrja þessa hringferð með Geðhjálp þegar COVID-19 leyfir og svo er ég alltaf að skrifa bæði bíómynd og þætti. Ég og fleiri vorum að gera öndunar æfingamyndband fyrir Björgvin Pál handboltamann og erum við að klára tónlistarmyndband. Og svo ætlum við að skjóta eina stuttmynd fyrir jólin. Ég er ofsalega hrifin af hugmyndinni um að gera barna- og fjölskyldumyndir, krakkar eru snilld. Og svo er ég auðvitað í fótboltanum líka, spila með ÍR en hef því miður ekkert náð að mæta núna í september. Þau hjá ÍR sýna því rosalega mikinn skilning, það er frábært og það er gaman að ná svo loksins að mæta á æfingar. Það er svolítið erfitt að samræma það að vera í kvikmyndagerð og fótbolta, það fer eiginlega ekki saman því kvikmyndagerð er lífsstíll og fótbolti er lífsstíll, en ég er samt að reyna. Það er kannski bara fínt að ég sé svona ofvirk og hafi svona mikla orku. Ég hef líka kynnst svo mörgu mögnuðu fólki undanfarin ár sem hefur stutt mig og hlakka bara til að kynnast enn fleirum, ég elska fólk.“

Talandi um hringferðina með Geðhjálp, hvernig kom það samstarf til og um hvað snýst þinn hluti verkefnisins?

„Ég var að vinna fyrir ADHD-samtökin, eins og ég sagði áðan og leitaði til alls konar fólks sem veit meira um það málefni en ég,“ útskýrir Signý Rós. „Ég sendi meðal annars skilaboð á Héðin Unnsteinsson til að fá spjall við hann. Við hittumst og áttum mjög gott spjall og svo var hann bara búinn að bóka fund með Grími hjá Geðhjálp. Þegar til kom mætti Héðinn hins vegar ekki á fundinn og við Grímur höfðum aldrei hist þannig að við vissum eiginlega ekki hvernig við ættum að nálgast umræðuna, en svo kom í ljós að þeir höfðu verið að ræða það að fá mig með sér í ferð í skóla hringinn í kringum landið til að segja mína sögu af skólakerfinu og að það sé hægt að ná langt þótt maður nái ekki að leysa jöfnur og að það sé hægt að gera góða hluti þótt maður sé ekki góður í dönsku og funkeri ekki alveg í átta til þrjú skólakerfi. Þetta er flókið og það eru allir að gera sitt besta, ég hef alla vega aldrei hitt manneskju sem er eitthvað að reyna að standa sig illa, þetta er greinilega bara það stórt vandamál sem aðeins þarf að hrista upp í og skoða í kjarnann. Það eru nefnilega ekki allir eins og sama kerfi og hugmyndafræði hentar ekki öllum.“

Viðtalið má finna í blaði Geðhjálpar.

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Vinna heima á Covid-tímum: Vinnuvakt vs. fjölskylduvakt

Eftir / Írisi Eik Ólafsdóttur

Tilhugsunin um að vinna heima og vera meira með fjölskyldunni hljómar fýsilega og mörgum hefur á einhverjum tímapunkti dreymt um það. En ef verkefnin verða of mörg er líklegra að við náum ekki að sinna öllu eins og skyldi. Margir kannast við að hafa þurft að skila af sér verkefni en á sama tíma kalla börnin, hundurinn geltir og þurrkarinn lætur vita að hann sé búinn. Ef við erum að sinna of mörgum verkefnum í of langan tíma er líklegt að niðurstaðan verði sú að við verðum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Of mörg verkefni á sama tíma valdur streitu og ef hún verður of mikil hefur það áhrif á afköst okkar og lífsgæði.

Ef tveir fullorðnir eru á heimilinu er mikilvægt, eða næstum því nauðsynlegt við þessar aðstæður, að hafa vaktaskipti. Einn er á vinnuvakt, hinn á fjölskylduvakt og svo koma báðir aðilar inn í hefðbundna fjölskyldusamveru eins og áður þegar báðir komu heim að loknum vinnudegi. Vinnuvakt á heimili með börn heima þarf hugsanlega að vera styttri en á vinnustað og þessu þurfa stjórnendur að sýna skilning. Ef tíminn er vel nýttur er hægt að afkasta mjög miklu á 3-4 klst. í friði frekar en ef reynt er að gera það samhliða öðrum verkum á heimili. Á meðan þú sinnir vinnuvakt er maki á fjölskylduvakt og takmarkar eins og hann getur að sinna vinnuvakt á meðan en fær svo fullt svigrúm til vinnu þegar hans vinnuvakt hefst.

Ef það er möguleiki, er afar mikilvægt fyrir velferð fjölskyldunnar í þessi ástandi að sá sem þarf að klára verkefni hafi lokað rými til þess. Því þarf fjölskyldan að fórna einhverju rými í vinnustöð hvort sem það er skrifstofuherbergi, hjónaherbergi, geymsla, hjólhýsið fyrir utan eða hvað sem er. Ef það er ekki mögulegt kemst maður ansi langt með góð heyrnartól. Það er líklegra að við verðum betri foreldrar og makar ef við náum að vinna í friði í einhvern tíma og koma svo aftur til baka og sinna skyldum okkar í fjölskyldunni.

Á  krefjandi tímum þurfum við að leggja okkur fram við að gera nógu vel til þess að mæta þörfum barna. Við þurfum að sýna þeim athygli og hlýju, huga að rútínu fyrir þau og viðeigandi mörkum. Einnig þurfum við að muna að þau eru ekki með sama þroska og við og þurfa því nærgætni. Þetta á líka við um unglinga. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þetta er satt! Því ef þú sýnir barninu þínu virðingu og kurteisi þá mun það læra það með tímanum. Ef þú sýnir því vanvirðingu og lítið umburðarlyndi máttu reikna með að það sé það sem mun einkenna samskipti ykkar á Covid- tímum sem og í framtíðinni.

Vöndum okkur og reynum að milda framkomu okkar og sýna hvert öðru umburðarlyndi.

Höfundur er réttarfélagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni.

Raddir