15 mest lesnu greinar Séð og Heyrt 2019

Deila

- Auglýsing -

Séð og Heyrt var endurvakið í lok október sem undirsíða á Mannlif.is og sem síður í blaðinu Mannlíf sem kemur út alla föstudaga.

 

Þessar 15 greinar eru þær mest lesnu á Séð og Heyrt þennan tíma, fréttir um fólk, sambönd, brúðkaup og barneignir eru alltaf vinsælar.

Mest lesna fréttin var um fótboltakappann okkar knáa, Eið Smára Guðjohnsen, sem er genginn út.

Eiður Smári genginn út?

Fleiri karlmenn en Eiður Smári fengu lestur, því þessir föngulegu piparsveinar vöktu einnig athygli.

Eftirsóttir og einhleypir

Ástin og pör sem hana finna eru alltaf kærkomin lesning. Á meðal nýrra para ársins eru rithöfundarnir Sigríður Hagalín og Jón Kalman Stefánsson.

Sigríður og Jón nýtt par

Og Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður HRFÍ, og Hinrik Bjarnason, eigandi og framkvæmdastjóri Advant endurskoðunar ehf.

Herdís og Hinrik nýtt par

Sum pör tóku ástina lengra og sögðu já frammi fyrir Guði og mönnum. Á meðal þeirra var parið, Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir og einn eigenda Fjárfestingafélagsins Stoðir.

Athafnamaður í hnapphelduna

Börn eru blessun. Bergur og Margrét eignuðust sitt fyrsta barn.

Bergur og Margrét eignast dóttur: „Lífið er svo fullkomið“

Og tónlistarhjónin Jóhanna Guðrún og Davíð gáfu syni sínum nafn.

Sonur Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs fær nafn

Systurnar Hanna Rún, Unnur og Eygló Mjöll Óladætur vekja athygli hvarvetna fyrir glæsileika. Þær héldu upp á afmæli þeirrar yngstu.

Sæt systraþrenna

Góðverk einstaklinga, áföll einstaklinga og sú samkennd sem fylgir í kjölfarið eru á meðal mest lesnu greina ársins.

Gylfi Sigurðsson knattspyrnukappi gerði góðverk ásamt félögum sínum.

Gylfi gerir góðverk

Aron Sigurvinsson knattspyrnumaður lenti í tveimur áföllum á árinu, hann tekst á við þau af einstöku æðruleysi.

Aron berst við krabbamein eftir alvarlegt bílslys: „Ég mun tækla þetta verkefni“

Einstök gjöf Stefáns Karls kom út eftir andlát hans.

Hinsta gjöf Stefáns Karls komin út -„Lífið er núna“

Grindvíkingar og vinir þeirra stóðu saman og stóðu fyrir styrktartónleikum og söfnun fyrir Sólrúnu Öldu Waldorff og Ramon Anvarov sem slösuðust í bruna í Mávahlíð.

„Við erum öll svo tengd í litlu samfélagi“

Neikvæð ummæli Andra Snæs féllu ekki í kramið hjá Gunnari Má.

Gunnar Már ekki hress með Andra Snæ: „Þú ert nú meira þunnildið maður“

Ein af vinsælli samfélagsmiðastjörnum landsins vakti athygli neikvæðra í kommentum. Bryndís Líf svaraði þó vel fyrir sig.

Bryndís Líf birti nektarmynd og var líkt við hóru: Sjáðu hvernig hún svaraði

Matthildur Lind vakti líka athygli fyrir nektarmynd, í auglýsingu fyrir KALDA

Matthildur Lind nakin í auglýsingaherferð KALDA

 

- Advertisement -

Athugasemdir