2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  21 fagnar 9 ára afmæli

  Breska söngkonan Adele gaf 21, aðra studíóplötu sína, út í Bretlandi þann 24. janúar árið 2011. Platan fékk heiti sitt eftir aldri Adele á þeim tíma sem platan var í vinnslu, en söngkonan hóf að semja efni í apríl árið 2009 meðan hún var enn í ástarsambandi sem var innblástur plötunnar.

   

  Platan 21.

  Adele hafði hug á að 21 væri hressari og meira í takt við samtímann en fyrirrennari hennar 19, sem kom út í janúar árið 2008. Innblásturinn hvarf þó og var upptökum frestað og hófust þær ekki að nýju fyrr en sambandinu var lokið, og Adele fann farveg fyrir ástarsorgina og andlegan sársauka í tónlistinni.

  AUGLÝSING


  21 varð sú mest selda í Bretlandi árin 2011 og 2o12, hún er mest selda plata 21 aldarinnar og fjórða mest selda plata allra tíma, auk þess sem hún sló ýmis met á topplistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fimm lög voru gefin út og rötuðu þau öll í efstu sæti vinsældalista. 21 hefur selst í yfir 30 milljón eintökum um allan heim og hefur náð 17 faldri platínu sölu í Bretlandi. Platan rakaði inn fjölda tilnefninga og verðlauna, meðal annars sex Grammy-verðlaun, tvenn verðlaun á bresku Brit-verðlaununum og þrenn verðlaun á bandarísku tónlistarverðlaununum.

  Adele hlaut sex Grammy verðlaun.

  Nærri fimm árum seinna, í nóvember 2015, gaf Adele út þriðju plötu sína 25, sem þegar hefur slegið mörg af metum 21. Og nú þegar árið 2019 er nýlega byrjað þá bíðum við eftir fréttum af því að Adele sé komin í stúdíó og farin að vinna að 31, enda biðin orðin meira en þrjú ár eftir nýju efni. „Hello From The Other Side,“ Adele við bíðum mjög svo spennt.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum