Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

30 ára afmæli Deluxe: Nýdönsk í máli og myndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hljómsveitin Nýdönsk var stofnuð árið 1987 og tveimur árum síðar leit fyrsta plata hljómsveitarinnar dagsins ljós sem bar heitir Ekki er á allt kosið. Flestir sem stofnuðu Nýdönsk komu úr MH nema Daníel Ágúst, sem var í MR.
Í það heila hefur hljómsveitin gefið út þrettán plötur og endalaust af lögum sem þjóðin hefur drukkið í sig líkt og móðurmjólkina.

Ekki hafa orðið miklar mannabreytingar á hljómsveitinni í gegnum tíðina; lykilmenn voru frá upphafi þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson og Ólafur Hólm. Fljótlega, eða upp úr 1990, komu þungaviktar mennirnir Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson til skjalanna. Þessi liðsskipan hefur að mestu verið óbreytt í gegnum tíðina, en þó gekk Daníel Ágúst í hljómsveitina Gus Gus og var í hvíld frá Nýdönsk í nokkur ár. Hann heldur ennþá úti Gus Gus en leikur sér að því að hlaupa á milli hljómsveita eins og ekkert sé; tryllir dansóða með Gus Gus og poppóða með Nýdönsk.

Nýdönsk hefur alltaf verið þekkt fyrir grípandi lög og skemmtilega og stundum mjög óvenjulega texta. Alltaf stutt í glettnina og skemmtilegheitin, en sumir textar eru aðeins torræðnari, eins og þessar línur úr laginu Alelda sýna fram á:

Þrúgunnar reiði, þræta og óskipuleg orð,
af sama meiði, helsi og skilningsleysi þess
sem maður skilur, hvað er réttlátt, hvað er rangt
í eigin heimi, menn verða, verða
Alelda   
sáldrandi prjáli    
Alelda
fiðrinu feykja 
Þeir sem treysta sér í að túlka þennan texta mega endilega hafa samband við Mannlíf.
Árið 1991 kom platan Deluxe út, og eftir þó nokkrar vinsældir, varð hljómsveitin einfaldlega sú vinsælasta á landinu.
Lög eins og Alelda og Landslag Skýjanna slógu í gegn, og sér í lagi fyrrnefnda lagið, sem var valið lag ársins árið 1991 á Rás 2.
Platan var einnig sigurvegari hvað sölu varðaði og varð mest selda platan þetta árið á
Íslandi. Þetta var platan sem krýndi þá endanlega sem konunga poppsins á Íslandi.
Nýdönsk er á fullu enn í dag, 34 árum eftir að hljómsveitin var stofnuð, og hefur líklega aldrei verið betri.

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -