• Orðrómur

Þegar ég drapst næstum því í baðkari á götum Egilsstaða

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér er sagan af því þegar ég drapst næstum því í baðkari á götum Egilsstaða.

Þegar ég var ca. 23 ára bjó ég enn í Fellabæ, fyrir austan. Tveir vinir mínir, þeir Kári og Tobbi, höfðu samband við mig einn kaldan vetrardaginn og spurðu hvort ég væri til í að hjálpa þeim með svolítið. Ég hélt það nú, án þess að spyrja hvað það var sem þeir þurftu hjálp með. Málið var að þeir höfðu smíðað sér sleða og þurftu að prófa hann. Þeir ætluðu nefnilega að taka þátt í keppni í Oddskarðinu, sem er skíðasvæði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Keppa átti sem sagt um frumlegasta sleðann, fyrir utan hefðbundið kapphlaup niður brekkurnar. Sleðinn þeirra stóðst væntingar um frumleika og rúmlega það. Sleðinn var baðkar.

Kári og Tobbi höfðu sem sagt fest á gamalt baðkar, stýri og skíði og tengt saman. En það þurfti að prófa gripinn og þá var ekki nóg að hafa bara einn í baðkarinu því það var svo þungt. Þar kom ég inn í spilið.

- Auglýsing -

Planið var samt ekki að renna sér niður einhverja brekkur heldur draga sleðann um götur Egilsstaða. Kári sat undir stýri á jeppa foreldra sinna og dróg baðkarið með kaðli, Tobbi sat við stýri og ég sat fyrir aftan hann en við vorum ekki í neinum hlífðarklæðnaði. Fyrsti spölurinn var skemmtilegur enda beinn og breiður vegur sem lá frá bóndabænum Egilsstöðum og að bænum Egilsstöðum, kannski hálfur kílómeter að lengd.

Gamanið tók að kárna þegar inn í Egilsstaði kom en þegar við erum komnir hálfa leiðina upp Tjarnarbraut fer baðkarið að rása til og frá og í eitt augnablik hélt ég að lífi mínu væri lokið. Þá hafði baðkarið slengst yfir á rangan vegahelming og stefndi beint á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Fyrir eitthvað kraftaverk náði Tobbi að koma okkur aftur á okkar vegahelming og bjarga þannig lífi okkar enda hef ég alltaf sagt að Tobbi er besti baðkarsökumaður sem ég þekki.

Þegar við vorum við það að komast á leiðarenda, sem var heimili Tobba á Klöpp, endaði ferðalagið snögglega. Við fórum of hratt í beygjuna inn í götuna og ultum baðkarinu. Við lágum svo í hláturskrampa með eymsl hér og þar um líkamann og brotið stýri. Ekki náðist að laga sleðann fyrir keppnina en eftir lifir þó minningin.

- Auglýsing -

Fyrirsögnin hefði verið frábær, ef við hefðum drepist í ferðinni:

„Tveir létu lífið er baðkar þeirra lenti í árekstri við jeppa.“

Fannst þér þessi saga góð? Þú getur hlustað á hana og fleiri líkar í Mannlífshlaðvarpinu HEIMSKast. Einnig má finna það á Spotify.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -