2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ættartengsl frægra

  Séð og Heyrt hefur áhuga á fólki og þar af leiðandi líka hvernig fólk tengist fólki, meðal annars ættartengslum. Hér eru nokkrir frægir sem eru náskyldir og tengdir öðrum frægum.

   

  Sigrún Lilja og Dóra Björt
  Myndir / Kristinn Magnússon og Hallur Karlsson

  Píratinn og Gyðjan

  Margir hvá þegar ber á góma að Dóra Björt (31) og Sigrún Lilja (38) Guðjónsdætur séu systur og það alsystur, enda um margt ólíkar bæði í útliti og hátterni, auk þess sem þær hafa valið gjörólíkan starfsvettvang. Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, lærður heimspekingur og alþjóðafræðingur og hefur barist fyrir mannréttindum, þar á meðal sem stjórnarkona í Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

  AUGLÝSING


  Sigrún Lilja seldi eigin hönnun í töskum, úrum og fleira undir nafninu Gyðja Collection, bauð upp á kvennaferðir til Balí og Karíbahafsins, þar sem sjálfstyrking var í hávegum höfð og árið 2011 varð The Next Big Thing, sem Sigrún Lilja skrifaði ásamt fleiri frumkvöðlum, að metsölubók hjá Amazon í Bandaríkjunum. Í dag er Sigrún Lilja í heilsubransanum með líkamsmeðferðarstofuna House of Beauty og orðin deildarstjóri fegrunaraðgerða hjá Hei Medical Travel.

  Ingó og Silli á sviði
  Myndir / Hjalti Árna

  DIMMUbræður og fjárfestir

  Bræðurnir Ingólfur (51) og Sigurður, Silli (46) Ragnarssynir Geirdal og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir (42) fjárfestir eru bræðrabörn. Bræðurnir hafa getið sér gott orð í tónlistinni sem hljómsveitarmeðlimir DIMMU, ásamt því að starfa að eigin verkefnum. Svanhildur Nanna átti hlut í Skeljungi og VÍS og seldi, en er nú komin í hóp stærstu hluthafa Sýnar eftir kaup félagsins K2B fjárfestingar, sem er í eigu hennar, á 1,6% eignarhlut í Sýn. Svanhildur Nanna er einnig einn stofnenda og eigenda Crossfit XY í Garðabæ.

  Svanhildur Nanna
  Mynd / Facebook

  Guðmundur og Þuríður Blær
  Mynd / Facebook

  Fjölbreytt leiksvið

  Þuríður Blær Jóhannsdóttir (29) leikkona hefur vakið mikla athygli á sviði, bæði í burðarhlutverkum fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, og sem ein af meðlimum Reykjavíkurdætra. Þuríður Blær á nú von á sínu fyrsta barni, dreng, með sambýlismanninum, Guðmundi Felixsyni (29). Guðmundur er lærður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands, en hann starfar sem dagskrárgerðarmaður á RÚV og er hluti af spunahópnum Improv Island. Þuríður er systurdóttir Marðar Árnasonar (66), fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar. Tengdafeður Þuríðar eru Felix Bergsson (53), leikari með meiru, faðir Guðmundar, og eiginmaður Felix, Baldur Þórhallsson (53), prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

  Mörður Árnason
  Mynd / Kristinn Magnússon

  Baldur og Felix
  Mynd / Facebook

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum