• Orðrómur

Ættartengsl: Sjaldan fellur heilsuáhuginn langt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rafn Franklín Johnson Hrafnsson, þjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu í Glæsibæ, gerðist nýlega sölu- og markaðsstjóri Pure Natura, auk þess að verða hluthafi í fyrirtækinu. Rafn Franklín sér einnig um hlaðvarpið 360 Heilsa og er meðlimur SwipeClub.is þar sem boðið er upp á fyrirlestra og fleira tengt heilsu í víðasta skilningi.

Rafn Franklín fetar í fótspor foreldra sinna í störfum, sem bæði eru/voru þekkt í heilsugeiranum. Móðir hans er Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og einn þekktasti líkamsræktarfrömuður landsins. Áður rak hún Stúdíó Jónínu og Ágústu, sem breyttist í Stúdíó Ágústu og Hrafns, þegar Hrafn Franklín Friðbjörnsson, faðir Rafns og fyrrum eiginmaður Ágústu, kom inn í fyrirtækið. Hrafn kenndi líkamsrækt um árabil, en hann lést árið 2009. Ágústa á einnig hlut í Bláa lóninu, sem er vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna til heilsubótar. Eiginmaður Ágústu og stjúpfaðir Rafns er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Rafn er í sambúð með Karen Ósk Gylfadóttur, markaðsstjóra Nova, og eiga þau tvö börn.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Framleiða hágæðahúðvörur úr úrgangi

Líftæknifyrirtækið Primex sem staðsett er á Siglufirði framleiðir ChitoCare-húðvörur en einnig fæðubótarefni og sjúkravörur sem hafa sýnt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -