Afi steppdansar með 10 ára barnabarni

Deila

- Auglýsing -

Þegar Maeve 10 ára bað Bill afa sinn um að vera dansfélagi hennar í steppdansatriði gat sá gamli ekki sagt nei. En hann kom henni og áhorfendum skemmtilega á óvart. Hann hafði dansað margoft áður, og bæði faðir hans og amma hans voru líka dansarar.

 

Myndbandið er ekki nýtt af nálinni, heldur birtist það í september árið 2018. Við rákumst hins vegar á það núna og fannst það of gott til að skrifa ekki um.

Þau tóku aðeins sex æfingar saman, en svo virðist sem þau hafi steppað frá fæðingu bæði! Lagið undir er When I´m Gone úr hinni stórskemmtilegur Pitch Perfect.

- Advertisement -

Athugasemdir